Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 32

Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 32
JÚlJlJS D. FRIÐRIKSSON: ,ö ó Ishinsrihir sumardagar Það var fimmtudagskvöld, fvrri hluta júlímánaðar. Sólin var gengin til viðar, en þrátt fyrir það var veðrið kyrrt og milt. Við sátum á gerðisbrotinu, milli bæjanna, ég og Jónsi á Hrauni. Okkur hafði verið falið það vandasama starf á hendur að sitja kýrnar í haganum, því þær máttu ekki bíta í túninu, sem nú var í sínum niesta gróanda. — Ferð þú með á grasafjallið um helg- ina? spurði ég eftir stundar þögn. — Eg veit það ekki. svaraði hann eftir nokkra umhugsun. — Heldurðu að þú verðir ekki með? sagði ég. — Við höfum aldrei farið á grasa- fjall á ævi okkar. — Ert þú búinn að fá leyfi til fararinnar? spurði Jónsi þungbúinn. — Já, heldurðu að maður fari að sitja heima, þegar hinir fara skemmtiferð! sagði ég all-drýgindalega. — Ég vildi, að ég fengi að fara með, sagði Jónsi, með tárin í augunum. — Hefurðu minnzt á það við foreldra þína? spurði ég. — Já, sagði hann, en pabbi sagði, að þá væri enginn til að passa kýrnar, ef ég færi. — Passa kýrnar! At ég eftir honum. — Ég held, að við sjáum ekki eftir henni Völu gömlu að elta þær eitt kvöld. — Já, þú getur sagt það, sagði Jónsi daufur í bragði. — En ég hef engan til að sitja kýrnar fyrir mig. Ég hugsa, að hún Jóka gamla gerði lítið með það, þó að ég bæði hana að hafa gætur á þeim, þegar þær koma heim á kvöldin. — Eg held, að það væri ekki nema gam- án að sjá þær sitja kýrnar eitt eða tvö kvöld, sagði ég blátt áfram út í bláinn. — Ekki er hætt við því, að hún Vala gamla léti þær naga lengi í túninu, bætti Jónsi við. Annars held ég, að það verði einhver ráð með beljurnar; þær eru ekki svo óþægar greyin, sagði ég eins og til að hughreysta Jónsa. Þú mátt til að vera með, bætti ég við. — Það verður svo fjarska gaman. Pabbi sagð- ist ætla með tjald fram í Sandhóla og þar ætlum við að halda til á meðan við dvelj- um fremra. Svo ætlum við til grasanna upp á heiðina, sem liggur inn með Gilsár- jökli, svo sofum við í tjaldinu að minnsta kosti eina nótt. Ilugsaðu þér, hvað það verður gaman! Samtalið slitnaði sundur. Þrumandi rödd Völu gömlu kvað við heiman frá bænum. — Farið þið að snáfa inn kúnum, strák- ar, þær eru komnar í túnið. Ætlið þið að láta hann Kaula velta niður sverðinum. Komið þið honum burtu undir eins. Heyr- ið þið það. Þessu þusaði Vala gamla úr sér í einni óslitinni romsu, en við skelltum bara skolla- eyrunum við öllum þessum áminningum af græðgislegum samræðum um grasaferðina, 54 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.