Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 34

Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 34
Við höfðum gaman.af að leika okkur við hann. Þegar hann var lítill, sátum við hjá honum sunnan við bæinn, kjóssuðum hann, gerðum við hann gælur, leiddum hann um túnið þegar sólin sendi sína gullnu geisla niður á gróandi jörðina. Við nefndum hann oftast Kaula, þegar við vorum að kjassa hann, enda festist þetta nafn við hann, og svo kölluðum við hann aldrei annað en þessu gamla gælunafni. , Eftir harðan leik tókst okkur að koma Kaula í fjósið þetta kvöld. Það var ekki í fyrsta skipti, sem hann sneri mig út af laginu við fjósdyrnar. En aldrei man ég samt eftir, að við þyrftum að fá hjálp við að koma honum á sinn eiginn bás, sem var í norðurenda fjóssins. Við Jónsi sátum kýrnar ævinlega saman, þegar þær voru heima, svo var það vani okkar, að' fyrst lét Jónsi inn kýrnar með mér, og svo fór ég með honum suður að Hrauni og kom kúnum í fjósið með honum. Og eins var það núna þetta kyrrláta fimmtudagskvöld. Þótt við Jónsi ættum ekki sömu foreldr- ana báðir, vorum við þrátt fyrir það eins og beztu bræður. Við höfðum allt af leikið okkur saman frá því fyrsta. Svo vorum við samrýmdir, að það sem annar gerði það gerði hinn með, og það sem annar vissi það vissi hinn líka. Enda höfðum við allt af leikið okkur saman, síðan við urðum svo stórir, að við gátum það, og þá pftast á gerðisbrotinu, því að þar var aðal búslóðin okkar. Á sunnudagsmorguninn vaknaði ég, eins og endranær, án þess að nokkuð bæri til tíðinda. Ég reis upp í rúminu og skyggnd- ist út í gluggann. Eg sá, að þoka lá á hnjúk- unum, en samt leit út fyrir milt veður. Ég stökk i'ram úr rúminu, hypjaði mig í sokkana og buxurnar, hljóp út á hlað, skimaði í allar áttir, eins og köttur, settist síðan á þúfu fyrir sunnan bæinn, og tók að hugsa um grasaferðina, sem ég hafði svo lengi hlakkað til. Seinni hluta sunnudagsins lögðum við af stað. Veðrið var kyrrt og milt. Þokan, sem breiddi sig niður á knjúkana um morgun- inn, var nú horfin með öllu. Sólin sendi geisla sína gegnum skýjarofið í vestri. Ló- urnar sungu dírrin-dí í holtunum um- hverfis okkur. ¦ Við Jónsi riðum samhliða fram eftir ó- sléttum tröðunum. Hinir komu á eftir, pabbi ríðandi á Kjóa með gamla Jarp und- ir reiðnigi. Bjarni, bóndinn á Hvammi, og Steini gamli vinnumaðurinn hans, riðu ut- an traðanna. Það verður skínandi grasaveður á morg- un, tísti Steini gamli eftir langa þögn. — Það er vel til, anzaði pabbi. — Faríð þið varlega strákar, kallaði Bjarni. — Setjið þið hestana ekki ofan í. Þeir eru nógir þessir ólukku pyttir hérna, sem sumum ferðamönnum verður hált á. Eg man alltaf eftir, þegar hann Jens í Mói setti hérna ofan í í göngunum í fyrra, og var mikið lán að hanli drap ekki bæði hest- inn og sjálfan sig. Eins gæti farið fyrir ykk- ur, ef þið farið ekki varlega. Samræðurnar hættu. Við riðum þegjandi áfram eftir blautum mýrum og hörðum holtum, margir lækir voru á vegi okkar, sem hestarnir hoppuðu yfir. Þannig gekk ferðin hægt og hægt, án þess að nokkuð sérstakt bæri til tíðinda. Þegar sólin var sigin að brún vestur- fjallanna, náðum við áætlunarstað okkar, Sandhólunum. Við sprettum af hestunum; slepptum þeim í hagann, og byrjuðum þvi næst að koma fyrir farangri okkar. Við reistum upp tjaldið, í skjóli við háan mel, byrjuðum síðan á snæðingi, eftir langa ferð. Þegar öllu var fyrir komið eins og bezt gat gegnt, undir nóttina, lögðumst við til svefns, í hina nýju ibúð okkar, því að allir 56 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.