Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 36

Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 36
helzt var von grasa. Uppi á heiðhmi, inn með Gilsárjökli, sagði Steini gamli, að hefðu verið hinar mestu grasabreiður. Þangað var oft farið til grasa heiman úr dalnum. Þang- að var einnig haldið núna. Við jökulræt- urnar settumst við niður, tókum upp mal- þoká okkar og borðuðum. Sólin stafaði sín- um gullnu geislum niður á bláar jökul- bungurnar, sem glóðu eins og sjjegill í kyri'- um niorgunblænuni. Dagurinn leið. Það var lítill grasafengur hjá okkur félógum. Þcssir gömlu grasamenn sögðu, að- splin gerði okkur illt, það væri ómögulegt að finna grös í þcssum steikj- andi hita. Kvöldið var kyrrt og bjart eins og dag- urinn. Sólin var gengin til viðar, þegar við Lögðum heimaf heiðinni. í tjaldinu neytt- um við kvöldverðar. Að því búnu lögðumst við til svefns. Nóttin færðist yfir dalinn. Heiðarfuglarnir sungu sín dýrðlegu sumar- ljóð. Áin niðaði í þröngu gilinu, lækirnir hjöluðu, lindirnar brostu, og nóttin leið hægt og hægt, og hvarf svo loks í skaut sumarsjns. • Eftir langan, væran blund vaknaði ég. Ég hélt niðri í mér andanum og hlustaði. Hljóð var nóttin, sem ríkti fyrir utan dyrn- ar. Ég reis upp á olnboga og gægðist út. Það var kominn morgun, sólin gyllti vest- urhlíðar fjallanna niður í giljabotna. Jónsi hafði vaknað við bröltið í mér. Hann kom nú líka út í gættina. — Það verður sólskin í dag, sagði hann. — Lítið grasaveður, anzaði ég, um leið og ég skreið aftur í flet mitt. — Hvernig er veðrið, strákar? spurði Steini gamli, sem nú var risinn upp við olnboga. — Alveg eins og í gær, svaraði ég glað- ur í bragði. — Það var svo sem auðvitað, af því að maður óskaði eftir vætu, sagði hann eins og hálf önugur yfir sólskininu. Snævi þakinn jókulskallinn glóði eins og silfur í.gullnuðu geislaflóði sólarinnar. End- urnar sungu á lygnu heiðarvatninu. Þær syntu aftur og fram, blökuðu vængjunum, buðu góðan dag, flugu síðan með kveðju frá heiðinni út í himingeiminn, yfir fjöllin blá. Við grasamennirnir sátum kringum litla mosaþúfu, í gróinni .laut utarlega í heið- inni. — Við skulum rcyna að hcrða okkur við grösin í dag, þó hcitt sé. Sagði Bjarni á Hrauni. — Ætli við förum ckki heiin í kvöld, bætti þabbi við. — Heim í kvöld, hugsaði ég. Þetta var þá seinasti dagurinn, sem við vorum í þess- um nýja heimi. Við risum upp úr mjúk- um mosanum og löbbuðum inn heiðina, hver mcð sinn poka undir hendinni. Dagurinn leið fljótt til enda, eins og allir hinir sólskinsríku sumardagar. Við löbbuðum glaðir í bragði heim að tjaldinu. í kvöld ætluðum við heim. Heim frá heið- inni. hcim frá læknum svala og bláa heiðar- vatninu. Við lögðum reiðtýgin á hestana, lagfærðum allan okkar farangur í sem best- an búning fyrir burtförina, síðan felldum við tjaldið og þá var allt búið til heim- ferðar. Þegar við lögðum af stað, lék þýður aft- anblærinn um dalinn. Sólin var hætt að skína, hún var gengin til viðar, bak við fjóllin blá. Þannig liðu allir hinir dýrðlegu sumar- dagar, sem voru svo ríkir af sólskini og bliðu. Það var eins og hver þeirra hefði eitthvað nýtt að boða, en þeir hurfu jafn skyndilega og þeir komu, þeir heilsuðu og kvöddu, flugu svo hljóðir á burt eins og draumur í skaut næturinnar. Júlíus D. Friðriksson. 58 UNGA ISLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.