Unga Ísland - 01.03.1944, Qupperneq 37

Unga Ísland - 01.03.1944, Qupperneq 37
HEIMKYNNIDÝRANNA •• III LJÓNIÐ ..Kpnungur dýranna“,. er nafnið, sem Ijónið hefur um langan tíina borið. Það er virðingarhciti. sem mennirnir hafa gefið því, vegna hinna miklu krafta þess og hins K |i 0» A 80 7% s \ V rr óo V \ pí Æ&k — •t. . p K.. / eC\- 1/i 160 -?.o a hí • AO 3 *iO € 0 1 20 1 50 Löndin, acm lituð eru svört, cru heimkijnni Ijónsins. tignarlega útlits. Menn hafa líka eignað Ijóninu konunglegt hugarfar, óbilandi kjark og eðallyndi. Því er'það, að þegar einhverj- urn sk;d hælt, er honum gjarnan líkt við ljón. Ríkharður Ljónáhjarta hét einn mik- ill konungur. Ljón var mjög algengt skjald- , armerki frægra riddara. Sagan um þrælinn Androkles og ljónið, sem sögð er í dýra- fræðinni. og lesin er í barnaskólunum, sýn- ir, hve trygglynt ljónið á að vera. „Þrí- vegis tilkynnir ljónið árás sína áður en hún hefst og aðvarar öll dýr með öskri sínu, svo að þau geti forðað. sér“, segja Arabar. Af þessu sést, að frá fyrstu tíð hafa menn- irnir viljað eigna Ijóninu ýmsa góða eigin- leika, en ,,góð meining enga gerir-stcrð“. Það er vitað, að með öskri sínu er ljónið ckki að aðvara dýrin heldur skelfa þau, enda tekst því það. Hinir grimmustu og hugrökkustu, varðhundar flýja í ofboði að fótum luisbænda sinna, er þeir heyra hið æðisgengna öskur ljónsins, og öll verða dýr- in lo$tin skelfingu og vita ekki hvað þau ciga af sér að gera. Þannig er ljónið eitt hinna ægilegustu og blóðþyrstustu villidýra. En þó að svo sé, er ljónið ekki mjög mannskætt. Það eru einkum gömul ljón, sem ráðast á fólk. Þau eru farin að lýjast og þykir hægara að ráðast inn á búgarð- ana en eltast við hin fóthvötu skógardýr. Tíminn hefur verið óvæginn við konung dýranna. Fjögur þúsund árum f. K. er gct- ið um ljón í Þessalíu og Makedóníu og í biblíunni er þeirra víða getið. Nú á tímum fer þeim mjög fækkandi. Af uppdrætti þeim, sem hér fylgir, sézt, að Afríka er aðal heimkynni Ijónanna, svo og Suður-Asía. En í mörgum þeim landshlutum, er hér eru sýndir sem heimkynni þeirra, er það þó orðið mjög fátítt að hitta konung dýranna. G A T A Rykið af sér h'íxgði hrista og hitta á fjöllum óvætti. Fór því upp á fata yzta flík á söguöldinni. Isl. Gíslason. UNGA ÍSLAND 59

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.