Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 38

Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 38
SAGA ABRAHAMS Myndir eftir Dan Smith Svo bar við, er Abraham og Tara faðir hans höfðu ásamt fólki sínu yfirgefið ættland sitt, Úr í Kaideu, og dvöidu í Hasan, að Drottinn s'agði við Abraham: •— Far þú burt úr landi þínu og frá ættfólki þínu og úr húsi föður þíns til landsins, sem ég mun vísa þér. Og ég mun gera þig að mikilli þjóð. Þá lagði Abraham af stað með með Söru, konu sína, sem var óbyrja, og bróður- son sinn Lot og alla fjárhluti, sem þeir höfðu eignazt. Og þeir héldu til Kanaanslands. Og Drottinn sagði við Abraham: — Niðjum þínum vil ég gefa þetta land. Og Abraham reisti þar altari til dýrðar Drottni. Þaðan hélt hann til fjallanna austur af Betel og enn reisti hann altari og ákallaði drottinn. Síðan hélt hann áfram suður eftir. En sökum þess, að hallséri varð í landinu, fór Abraham til Egiptalands með Söru konu sína. En hann bað hana að látast vera systir hans, því að hann óttaðist, að Egiptum þætti hún frið sýnum og myndu þeir drepa hann, en færa Faráó konungi Söru. 60 UNGA ISLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.