Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 40

Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 40
SAGA ABRAHAMS En öll þau ár, sem Sara hafði verið kona Abrahams, og til þess tíma, er Faraó rak hana burt úr Egiptalandi, vegna þess að Abraham hafði kallað hana systur sína, hafði hún ekkert barn eignazt. En hún átti egipska ambátt, sem Hagar hét, og var hún mjög fögur. Sara kom nú að máli við Abraham og bað hann taka til sín ambáttina svo að hún gæti orðið móðir barna hans. Og Abraham hlýddi orðum Söru. Og Sara gaf Hagar’ ambátt sína, manni sínum fyrir konu, en er Hagar varð þess vör, að hún myndi brátt verða móðir, fyrirleit hún húsmóð- ur sína, vegna þess, að hún hafði aldrei getað eignazt barn. Þá varð Sara hrygg og sagði Abraham, að Hagar fyrirliti sig, og Sara mælti: Drottinn dæmi milli mín og þín. En Abraham svaraði: Sjá, ambátt þín er á þínu valdi, gjör þú við hana, sem þér gott þykir. 62 UNGA ISLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.