Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 42

Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 42
Talnagátur Hvert vísuorð, þ. e. hver lína, inniheldur eina gátu og er lausn hennar fundin með tölunum á sömu línu. Hver tölustafur táknar einn bókstaf og sama bókstafinn í sömu vísu. Hvað er það, sem styttir stund? 1-2-3-4-5 Kv.k. Stendur í sumum mönnum? 2-3 Falin oft á ýmsa lund 3-2-1 Einn er fugl, sem þreytir sund 4-5-3 Hefur fagurt heitið sprund 1-2-3-4-5 Kv.k. Haft um gististað 1-2-3 Úr lofti fellur, opnar und 1-5-4-3 Einkennir hún blað 2-4-4 Sá ég hana í sveinsins hönd 5-3 Er sungið víða um storð 3-5-4 Gumar kalla gróin lönd 1-5-4-5 Gefa refsi-orð 5-4-5 Hátíð ssrhver heitir svo 1-2-3-4-5 Hefir jafnan barma tvo 4-5-3 Hún er oft í heyjum til 4-2-5-3 Hinztu leifa flestra-skil 3-2-4 Þórkell Guðnason. Við hvað eru zebradýrin lirœdd? UNGA ÍSLAND Eign Rauða Kross íslands Kemur út 10 sinnum á ári í 16 síðu heftum. Gjalddagi I. apríl. Verð blaðsins er kr. 8,00 árg. Ritstjórar: Steján Jónsson, Sigurður Helgason. Afgreiðsla er í Garðastræti 17. Pósthólf 927. Prentað í Víkingsprenti. Skrítlur Tvær hefðarkonur eru á skemmtigöngu uppi í sveit. Þær koma að bæ einum, hitta bóndann á hlaðinu og segja við hann: — Sonur yðar er mjög kurteis piltur og vel upp alinn. Hann opnaði fyrir okkur hlið- ið, þegar við komum. Bóndinn: — O, það sannar nú ekki neitt. Hann er vanur að opna það á hverjum degi fyrir kúnum. * í bifhjólaverzlun. Kaupandinn: — Þegar ég keypti hjá yður bifhjólið, hérna um daginn, sögðuð þér, að ég fengi ókeypis varahluti í staðinn fyrir það, sem brotnaði fyrstu 6 mánuðina. Bifhjólasalinn: — Já, hvað á að hjálpa yður um? Kaupandinn: — Hér er ég með einn brot- inn þumalfingur, fjórar brotnar framtennur ög eitt brotið viðbein. Bréfaviðskipti Óska eftir að komast i bréfasamband við pilta eða stúlkur einhvers staðar á landinu: Aldur þeirra sem óskað er eítir bréfum frá er í svigum á eftir utan á skriftinni). Ingveldur Gunnarsdóttir, Brettingsstöðum Flateyjardal, Suður-Þingeyjarsýslu (12—-15 ára). Sesselja Gunnarsdóttir, Njálsstöðum, Norð- firði, Strandasýslu (15—19 ára). Sigurjón Vigfússon, Brekku, Seyluhreppi Skagafirði pr. Varmahlið (14—15 ára). G4 UNGA Í.SLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.