Unga Ísland - 01.05.1944, Blaðsíða 24

Unga Ísland - 01.05.1944, Blaðsíða 24
Fjörefni (Vitaminer) Eftir ARNE TALLBERG. Fyrir rúmum þrjátíu árum, eða árið 1912, sat ungur pólskur efnafræðingur í London, að nafni Kasimir Funk, og hugs- aði um, hvað væri heppilegasta nafn á efni, sem hann hafði frámleitt úr hrísgrjóna- hýði. Þetta efni hafði verið notað til að lækna veiki eina, sein nefnist Beri Beri, og sem er mjög skæð og útbreidd í Austur- Asíu. Jafnvel þótt efni þessu væri spraut- að í sjúklingana í mjög smáum skömmt- um þá veitti það skjótan bata. Funk áleit, að þetta efni tilheyrði efnaflokki, sem efna- fræðingar nefna amínefni. Hann sá, að í þessu efni var lífsmagn, sem var þýðingar- mikið fyrir lífverur. Þess vegna hugkvæmd- ist honum að nefna j)að lífefni eða fjörefni (vitamine). Upprunalega var þetta nafn aðeins notað um það efni, sem Funk hafði framleitt, en brátt færðist það yfir á mörg önnur efni, sem mannslíkaminn verður að fá í smáskömmtum í fæðunni, til jæss að halda fullri heilbrigði. Allt frá fornöld höfðu menn þekkt sjúk- <lóma, sem virtust stafa af skorti á ein- hverju efni í fæðunni. Það var t. d. al- kunnugt, að sjómenn og heimskautafarar, sem gátu ekki fengið nýtt grænmeti. veikl- uðust smámsaman af sérkennilegri veiki. sem nefnist skyrbjúgur. Fylgdi honum slén og þreyta í öllum líkamanum, þrautir í liða- mótum, bæðingar út um húðina og }>ó fyrst og fremst úr tannholdinu. Tannholdið og kjálkarnir bólgnuðu og tennurnar losn- uðu og duttu úr sjúklingnum. í landkönn- unarferð hins mikla landkönnuðar, Vasco da Gama, þegar hann sigldi suður fyrir Góðrarvonarhöfða til Indlands árið 1497. dóu yfir 100 menn á skipinu hans úr j>ess- ari veiki. Mjög snemma á öldum fundu menn og, að bezta meðalið við skyrbjúg var nýtt grænmeti og nýir ávextir, einkum sítrónur. En menn vissu ekki hvað j>að var í grænmetinu og ávöxtunum, sem lækn- aði veikina. Um aldamótin 1700 var uppi í Svíþjóð merkur læknir, að nafni Nils Rosén von Rosenstein. Iíann var einkum mikill barnalæknir, og hefur skrifað fræga bók um barnasjúkdóma. í þeirri bók segir hann, þar sem hann talar um ensku sýk- ina, beinkrömina (rakitis), að mjólk iir kúm, sem bíti grænt gras af jörðunni, sé sérstaklega gott við |>essari veiki. „Það hlýtur að vera eitthvað í hinuin græna grasasafa, sem læknar veikina", segir hann. En hann hafði enga hugmynd um, hvað þetta „eitthvað" var. í tvö hundruð ár höfðu menn vitað, að lýsi úr fisklifur var einkar gott meðal við ensku sýkinni. Reynsían hafði kennt mönn- um ]>etta, en enginn vissi livað það var í lýsinu, sem liafði þessi áhrif. Menn byrjuðu fyrst að fá ráðningar á þessum gátuin um 1880, þegar hollenzki læknirinn Kristján Eikman varð herlæknir á Java. Þar kynntist hann Beri Beri veik- inni, sem er mjög útbreidd í Kína, Japan og hollenzku Austur-Iú'díum, þar sem fólk- ið lifir mest á afhýddum og gljáfægðum hrísgrjónum. Eikman athugaði ]>að. að greinileg Beri 78 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.