Unga Ísland - 01.05.1944, Blaðsíða 28

Unga Ísland - 01.05.1944, Blaðsíða 28
FJÖREFNI (Vitaminer) • Framhald af bls. 79. vegna, að ræða hér nákvæmlega um áhrif hinna einstöku fjörefna og í hvaða fæðu- tegundum hvert þeirra er. Ég skal þess vegna aðeins fara fám orðum um fáein þau helztu þeirra. Þess var áður getið, að A-fjörefnið hefði mikla þýðingu fyrir vöxt og þroska manna, en þar með er ekki allt talið. Jafnvel sumir augnasjúkdómar, eins og blinda af sárum á hornhimnunni o. fl., geta komið af skorti á A-fjörefni. T. d. bar nokkuð á þessu í Danmörku, í fyrri heimsstyrjöldinni, þeg- ar mest öll smjörframleiðsla landsins var flutt til útlanda og erfitt var fyrir sumt af íbúunum í landinu að fá smjör. A-fjör- efni fæst í mjólk, smjöri, osti, lifur o. fl. Af B-fjörefni hafa fundizt margar teg- undir, og auk hrísgrjónahýðis fæst það einnig í mörgum fæðutegundum, sem land- búnaðurinn framleiðir, eggjarauðu, tómöt- um, nýju kjöti o. fl. Það verndar ekki að- eins fyrir Beri Beri, heldur er það mjög þýðingarmikið fyrir matarlystina, og við sumum taugasjúkdómum o. s. frv. Menn álíta, til dæmis, að skortur á einni tegund B-fjörefna orsaki hárlos og skalla, og skort- ur á annarri 'tegund þeirra valdi því, að menn verða gráhærðir. Aður hefur verið minnzt á C-fjörefnið í sambandið við skyrbjúginn. Það fæst í nýju grænmeti, ávöxtum, kartöflum, tómötum og næpum. Raunverulegur skyrbjúgur er sjald- gæfur hér nú, en álitið er, að ýmsir sjúk- dómar í tannholdinu, og í kring um tann- hálsana, stafi af vöntun á C-fjörefni. K-fjörefnið er tiltölulega nýfundið efni. og er álitið, að það verði mjög þýðingar- mikið í framtíðinni. Það starfar að storknun blóðsins, og fullsannað er, að margar hættu- legar blæðingar hjá nýfæddum börnum stafa af skorti á K-fjörefni, og þær læknast þeg- öÁúrasÁin. Glófagra mynd í gulli sorgartára geymir hann alltaf, sonur skógardala; munablóm ljúfust minningarnar ala, þótt mjög sé nú fjarri bernska níu ára. Sveimhuga drengnum sólskinsdalsins bjarta smámeyjaraugun fvlgja munu lengi. Rúnaljóð sungu rögn á örlögstrengi. rökkvaði af nótt í smalasveinsins hjarta. Æskuþrá dvelur enn á lieimaslóðum, unir þar bezt og nýtur kynna hlýrra í töfraskógum, trylltum fjarri glaumi. Bjarmi frá loga, sem býr í fornum glóðum, bragar um sorgir ævintýra nýrra. Ástin, hún gleymir aldrei fyrsta draumi. S.D. ar barnið neytir K-fjörefnis, eða ef móðirin neytir þess, áður en barnið fæðist og meðan það er á brjósti. Þótt maðurinn þurfi daglega aðeins mjög lítinn skammt af fjörefnum, þá hafa þau. eins og sýnt hefur verið fram á, ákaflega mikla þýðingu fyrir heilsu og vellíðan. Nútíma fjörefnavísindi eru tiltölulega ung vísindagrein, og enn á það langt í land, að þekkingin á þýðingu fjörefnanna fyrir okk- ur mennina sé nægilega víðtæk og útbreidd. (Ur Ungdomens Röda Kors). Jón N. Jónassoii, þýddi úr sœnsku. 82 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.