Unga Ísland - 01.05.1944, Blaðsíða 30

Unga Ísland - 01.05.1944, Blaðsíða 30
peysufatapils og lítill, hvítur dúkur settur uin hálsinn á honum. Síðan var hvolpurinn skírður Spori. Spori stækkaði nú óðum svo að hann gat rekið kýrnar með mér. Hann hafði það til að bíta í hælana á kúnum og skríða undir kviðinn á kálfunum og gelta þar og ætlaði að gera þá vitlausa. Bezta skemmtun Spora var að elta hanann. Einu sinni kom hann lallandi með stóra, græna fjöður úr stélinu á hananum í kjapt- inum og stóð endinn á fjörðrinni langt upp fyrir haus á honum og var hann býsna skringilegur ásýndum. Hulda Osk Agústsdóttir. ÞEGAR ÉG VAR í SVEITINNI. Fuglamerkingar 1943. Við stóðum úti á hlaði, bróðir minn og ég, og vorum að hugsa um, hvcrt við ætt- um að fara. „Eigum við ekki að merkja fugla?“ spurði ég. „Jú!“ sagði bróðir minn Friðrik að nafni og kallaður Hiddi. „Það skulum við gera“. Ég sótti inn fuglamerk- ingatöskuna og héldum við síðan af stað. „Heyrðu Bjössi!“ sagði Hiddi, „eigum við ekki að athuga kríuhreiðrin hjá „Kerinu“, það gætu verið komnir ungar úr eggjun- um“. „Það væri reynandi“, sagði ég. Síðan gengum við þögulir niður í mýri......En skyndilega stoppuðum við, vegna þess að fugl flaug upp með miklum vængjaþyt. „Farðu varlega!“ kallaði Iíiddi, „það hlýt- ur að vera hrciður hérna í nánd“. „Já! og hérna er það“, sagði ég og var nærri búinn að stíga ofan á það um leið. Við beygðum okkur niður og sáum 4 hrossagauksunga í hreiðrinu. Síðan settumst við niður og tók- um upp merkin og eina töng. Tók ég síðan einn ungann varlega upp úr hreiðrinu og lét bróður minn fá hann, og hann tók hann í vinstri hönd sér og hélt hægri fæti hans örlítið út -með' þumalfingri og vísifingri. Því næst víkkaði hann út merkið og setti á fótinn. Ég rétti honum töngina, og hann lierti að hringnum og skrifaði upp númerið sem var á. Þetta gerði hann við alla ung- ana, og héldum við síðan áfram niður að „Keri“. Óðum við yfir ána, og tóku nú kríurnar til að steypa sér niður að okkur. Loftið ómaði af „krí, krí, krí“ og varð al- veg svart eða réttara sagt hvítt af kríum. Við merktum þarna 7 kríuunga, og þótt- umst góðir. Gengum við nú meðfram ánni og upp á háan sandhrygg. Þar merktum við tæplega 20 kríuunga. Þóttumst við nú hafa vel gert og héldum heimileiðis, en á lciðinni sáum við máríuerlu flögra frá kletti nokkrum. Við hlupum þangað strax og klifruðum niður klettinn og sáum þá dálitla rauf í honum og þar í 6 máríucrluunga í hreiðri. En þá heyrðum við eitthvað grun- samlegt skrjáf fyrir innan hreiðrið, og fór ég með hendina inn fyrir og náði þar í kvenfuglinn og merktum við síðan alla þessa fugla. Héldum við nú loksins heim, glaðir yfir góðu dagsverki. NB. Þess skal getið, að þetta sumar (1943) merktum við alls 87 fugla, en áður höfðum við merkt 90 fugla. Rjöm Sigurbjömsson. Tvœr skrítlur í KVIKMYNDAHÚSI. Páll: — Ég ætla að fá einn aðgöngu- miða. Afgreiðslustúlkan: — Þeir eru ekki til, nema úti á götu. , í SKÓLANUM. — Kennarinn: — Stebbi litli! Hvað ættir þú raikið eftir, ef ég gæfi þér eina krónu og þú gæfir systur þinni 50 aura? Stebbi: — Ég mundi ekki gefa henni neitt, því að hún er svo rík af öllu, sem lnin á í eigu sinni. Geir Garðarsson sendi. 84 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.