Unga Ísland - 01.05.1944, Blaðsíða 33

Unga Ísland - 01.05.1944, Blaðsíða 33
Skíðaferð í maí Það var komið fram að maílokum og snjór allur farinn burt af túnum og engj- um, en í hans stað voru græn grösin að bvrja að skjóta kollinum upp á yfirborðið, og brátt mundi láglcndið allt grænt vfir að líta. Það var því engin furða, þó að gamla fólkið hristi höfuðin og talaði í sín- um mesta vandlætingatón, um bölvaða heimskuna í strákunum, að hugsa sér að fara á skíði núna. Það var nefnilega ráða- gerð með mér, Sigga í Torfafelli og Kristjáni í Levningi, að fara með skíðin okkar upp á fjallið fyrir dalbotninum, eitthvert kvöld- ið, þegar frost væri til fjalla, og leika okk- ur þar í bjartri vornóttinni, því við sáum og vissum að þar var svo mikill snjór, að nægja mundi öllum þeim Islendingum, sem fara vildu á skíði. Við ákváðum svo að leggja af stað frá Villingadal 29. maí 1943 kl. 10 að kvöldi. Kristján og Siggi voru áður búnir að koma sínum skíðum þangað, svo að þeir gátu bara komið lausir á til- teknum tíma og tekið mig og skíðin með. Laugardagurinn 29. mai fór í hönd með því |->ezta veðri sem vorið hafði að bjóða. Við vorum önnum kafnir allan daginn við að marka lömb og sleppa lambánum i hag- ann, því nú áttu þær að fara að sjá sjálfar nm sig og lömbin sín. Svo þurftum við að gera sitthvað fleira. sem óþarft er hér upp þau rödd, er sagði: Mamma! Mamriia! Þau heyrðu öll. að það var rödd barnsins, sem fyrst sagði: — Eg fer til himins. En faðir- inn sagði: — Ég bið þig, farðn ekki strax frá mér. — Bráðum glaðnar til og sólin skin. En rödd barnsins hélt áfram að hrópa: — Mamma! Mamma! — Og konan tók ekki tillit til þess, sem maðurinn sagði, og skeytti engu um tárin, sem runnu um vanga hans. Hún hvarf til hans, kyssti hann og sagði: — Elsku vinur, það er kallað á nvig — ég verð að fara. Síðan fór hún og þeir urðu tveir eftir, ferðamaðurinn og vin- ur hans. Þeir héldu áfram göngu sinni — áfram — áfram. Loks komust þeir út í jaðar skóg- arins og rautt skin sólarinnar streymdi á móti þeim milli trjánna. En á meðan þeir voru að brjótast gegn- um síðustu runnana, hvarf vinur ferða- mannsins. Ferðanvaðurinn leitaði, hann kallaði, lvann hrópaði á vin sinn, en ekki bar það árangur. Nú yar skógurinn að baki og sólin skein yfir landið, sem hvíldi í rnild- um friði undir geislum hennar. Allt í einu birtist ferðamánninum öldungur einn, sem stóð þar hjá honum. — Hvað ert þú að gera hér? spurði ferðamaðurinn. Það færðist einkennilegt bros yfir andlit gamla manns- ins og hann sagði: — Ég hef ekkert að gera annað en minnast hins liðna. Komdu og vertu með mér. Og ferðamaðurinn og öldungurinn settust niður hlið við ldið. Þarna sátu þeir og horfðu á, hve fagurt sólin skein. En meðan ferðamaðurinn sat þannig, komu þeir tíl lvans á ný allir, vinir hans, sem hann hafði rnisst. Þarna hitti hann þá alla. Þarna kom barnið, drengurinn, ungi maðurinn, sem unni, — faðirinn, móðirin og börnin. Öll voru þau þarna og hann hafði engan misst. Iíann eiskaði þau öll og það var yndislegt að mega nú enn á ný dvelja meðal þeirra. UNGA ÍSLAND 87

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.