Unga Ísland - 01.05.1944, Blaðsíða 36

Unga Ísland - 01.05.1944, Blaðsíða 36
Skór að láni Hér leggjum við upp í aðra jeri). meira að segja við orð, að hann niundi geta gengið sjálfan fjandann af sér. Ég gat ekki að því gert, að ég leit hálfgerðum öfundar- augum til hans og skannnaðist mín fyrir að vera þessi aumingi að hafa ekki við fé- lögum mínum, og vera þó á beztu skíðun-' um. Annar þeirra var svo haltur þar að auki, en liinn ekki ein§ þroskaður og ég. Ég hyíldist þó ögn á því að renna mér ofan í dalinn, en oft datt ég samt á leiði- inni, og sama var að segja um hina. Þegar við komum út hjá Galtá, komum við á slóðina okkar frá kvöldinu áður, þar var líka hlýleg grasbrekka móti sól. sem við lögðum okkur í og sofnuðum brátt. þá var klukkan 11, en þegar hún var 12 risum við upp og hugsuðum til heimferðar. Þessi svefn verkaði illa á félaga mína. Kristján stirðnaði í fætinum, en Siggi varð hálf máttlaus og reikaði í spori og allir vorum við illa haldnir af sulti. Skíðafærið var þrotið svo við máttum bera skíðin. Þannig x’öltum við af stað heimleiðis og vorum nú frekar hljóðir og bölsýnir, sem ekki hafði þó komið fyrir okkur á ferðinni. Þegar við komum út fyrir Larnbá vorum við samt svo stálheppnir að rekast á hrossa- hóp og í honum var taminn. hestur, sem Kristján átti, hann tókum við, og reið nú Kristján og reiddi öll skíðin. Ivlukkan 2 Molbúa kerling nokkur ætkiði að fara til borgarinnar til að heilsa upp á skyldfólk sitt. En þegar til kom, var hún svo illa s’kóuð, að engin tök voru fyrir iiana að komast. Loks gat hún þó fyrir góð orð og ennþá betri borgun fengið lánaða skó af einhverri nágrannakerlingunni. Síðan lagði hún af stað og þrammaði þungan og sein- an hina löngu leið. Loks var hún orðin svo þi’eytt, að hún bjóst við að hníga niður’ þá og þegar, en áfram hélt hún. í sarna mund náði lienni maður nokkur með vagn og bauð henni sæti í vagninum. — Nei, takk, sagði kerlingin, ég verð að ganga, góði minn, því ég skal segja þér, að ég fékk skóna að láni og hef borgað fyrir þá og vilji ég hafa eitthvað fyrir pen- inga mína, verð ég að reyna að slíta skón- um. Hér er Pctur. — Hvar er Pátt? komunx við heim í Villingadal eftir 15 tírna ferðalag og átti þá að fara að leita okkar. Ég hafði þá náð mér rnikið á síðasta liluta leiðarinnar og kenndi nú í brjósti um fé- laga mína að þui’fa að halda lengra. Angantýr Hjörvar Iijálmarsson. 90 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.