Unga Ísland - 01.05.1944, Blaðsíða 39

Unga Ísland - 01.05.1944, Blaðsíða 39
SAGA ABRAHAMS Meðan Abraham dvaldi í landi Filistea, þar sem hann gerði sáttmála við Ambílek, gróður- setti hann tamarisk-runn í Beerseba og ákallaði Drottinn. Og rödd Drottins sagði: Abraham! Hann svaraði — Sjá, hér er ég. Og Drottinn bað hann að taka ísak og fórna honum að brennifórn þar sem Drottinn vísaði til. Abraham reis árla úr' rekkju næsta morgun, tók Isak son sinn og asna hlaðinn viðarklyfjum, og hélt á ákvörðunarstaðinn. Á þriðja degi sá Abraham staðinn álengdar. Hann bað þá sveinanai tvo, sem hann hafði haft með sér, að bíða meðan hann og ísak viku frá til að biðjast fyir. Brennifórnarviðinn lagði hann á herðar syni sinum, en eldinn og þnífinn tók hann sér í hönd. Úr viðnum reistu þeir altari og að því loknu tók Abraham son sinn og batt hann ofan á viðinn. En er hann ætlaði að fara að hefja hníf- jflfl.ft.loft, kom engill Drottins og kallaði til hans. Abraham kom þá auga á hrút einn og fórnaði honum í stað sonar síns. 93

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.