Unga Ísland - 01.05.1944, Blaðsíða 42

Unga Ísland - 01.05.1944, Blaðsíða 42
I UNGA ÍSLAND Eign RauSa Kross Íslands Kemur út 10 sinnum á ári í 16 síðu heftum. Gjalddagi 1. april. Verð blaðsins er kr. 8,00 árg. Ritstjórar: Stefán Jánsson, Sigurður Helgaton. Afgreiðsla er i Garðastræti 17. Pósthólf 927. Prentað í Vikingsprenti. Lengi horfði hann út í ósæjuna þungt hugsi. Larr.bið var hætt að jarma og hvíldi þétt við brjóst hans. Blá- rökkrið sveipaði þá í faðm sinn og lokaði augum þeirra beggja, litlu vin- anna. Sólin var komin upp, hún renndi blæjunni glitofnu yfir fagurskyggndan morguninn. Náttfallið glitraði af munaði morg- ungyðjunnar. Undir bæjargilshömrun- um á Grund svaf lítill drengur með unglamb í faðmi sínum. Yfir þeim stóð mórauð svipmikil ær — drottning íslenzkra fjalla. Það vita fáir, hvað hún hugsaði, en hún þefaði af þeim báð- um með móðurlegri umhyggju. Litli drengurinn teygði úr handleggjunum. ærin teygði höfuðið niður að honum svo handleggurinn lenti utan um háls hennar. — En hvað mig dreymdi vel, hvíslaði hann lágt. Bláfífilshnappur bærðist mjúklega við enni hans. Drengurinn reis upp við dogg. — Haukur! heyrðist kallað rétt hjá. Fossinn rumdi fimbulbassa sinn þung- lega, en með lífi og þrótti. Það var fegurð og kvrrð yfir öllu. Rctjii Eiríksson Miðskeri, Hornafirði. 96 Gamlar gátur. Hvað eru meyjar áður en þær éfii manni gefnar Áður sá ég úti þann, sem á var fattur kviður. Með nefinu hann kroppa kann, en kingir þó engu niður. Eg er ei nema skaft og skott, skrautlega búinn stundum. Engri skepnu geri ég gott, en geng í lið með hundum. Ein er snót með ekkert vamm, æði langan hala dró, hvert eitt spor, er hún steig fram, hennar rófan styttist. mjó. SKRÍTLUR Skottulæknirinn við sjúklinginn: — Nú skal ég láta 'yður fá ágæta dropa við hóstanum. Þeir eru svo sterkir að versta kvef verður undan að láta á einum, eða mest tveimur dögum. Sjúklingurinn: — O, ætli það geti nú okki orðið of mikið sagt. Skottulæknirinn: — Engánveginn .... Eg hef sjálfur notað þá í heilan mánuð, svo að ég veit hvernig þeir eru. * Óli: — Af hverju lætur þú ekki konuna þína vita, hver er húsbóndi á heimilinu? Pétur: ’ (sorgbitinn) — Hún veit það allt of vel. * JAFNT Á KOMIÐ Hann: — Eg set höfuð mitt að veði fyrir því að ég hef rétt að mæla. Hún: — Og ég set töskuna mína að veði fyrir því, að ég hef rétt að mæla. Hann: —. Töskuna! sem er tóm og einskis virði. Hún: — Já, einmitt! eins og höfuðið á þér. UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.