Unga Ísland - 01.07.1944, Blaðsíða 15

Unga Ísland - 01.07.1944, Blaðsíða 15
Inga var alls ekki viss um, hvað hún ætti að segja við þessari athugasemd. — Rikka og hann voru alltaf sam- mála og alltaf á móti mér, hélt hann áfram og það var eins og hann segði þetta í trúnaði. — Þau voru bæði skyn- samari og vissari í sinni sök en ég. Ég var alltaf dálítið hægfara. Mér var líka oftast illt í maganum alveg eins og nú. ... Þau voru hvort öðru lík og vildu bæði ráða. Þess vegna lenti þeim líka saman að lokum. — Af hverju urðu þau ósátt, Sófus frændi? spurði Inga forvitnislega og laut fram yfir borðið í áttina til hans. Sófus frændi deplaði litlum og nær- sýnum augunum og horfði á hana. — Þú líkist henni móður þinni, sagði hann, — þess vegna lízt Rikku heldur ekki á þig. Ingu heyrðist ekki vera laust við hæðnishreim í rödd hans. Sófus hélt áfram: — Rikka varð afbrýðissöm, þegar Óvi komi heim með stúlkuna, sem hann var svo skotinn 1, að hann sá ekki sólina. Rikka vildi vera númer eitt eins og áður, skal ég segja þér, og kærastan vildi líka vera númer eitt. Eftir að þau giftust varð allt vitlaust og Ovi tók svari frúarinnar, hvað sem tautaði — auðvitað. Inga stóð allt í einu frammi fyrir frænda sínum og horfði á hann hvöss á brún. — Eg skal alltaf virða pápa fyrir það, sagði hún áköf. — Mamma hefur haft rétt fyrir sér, það hefur hún alltaf. Hún er bezta móðirin, sem til er í heim- inum og ég er hreykin af að líkjast henni. Hún þagnaði og varð hálfskelkuð við það, sem hún hafði sagt. Nú var ekk- ert líklegra, en að hann vrði reiður og fengi Rikku til að senda hana heim aftur. En frændi varð ekki reiður. Hann brosti ánægjulega, kinkaði kolli og sagði: — Bezta móðirin, sem.til er í heimin- um.... Svona á það að vera.... Líttu á. Hann dró öskjur upp úr sloppvasa sín- um, opnaði þær og rétti til Ingu. Hún leit forvitnislega ofan í þær. Þarna var hvað innan um annað, nokkrir hálf ó- hreinir sykurmolar, hálfur banani, fjór- ar eða fimm rúsínur og tveir ferhyrndir súkkulaðimolar. — Fáðu þér hvað sem þú vilt, sagði hann vingjarnlega. — Við verðum áreiðanlega góðir vinir... En mundu nú að segja Rikku ekki neitt um kaffið. Hún er ströng skal ég segja þér. —Eg vildi að hún Rikka væri eins góð og hann frændi, hugsaði Inga, þegar hún gekk niður í garðinn með körfuna í hendinni, sem hún ætlaði að tína ber- in í. — Honum er ekkert kalt til mömmu. — Ég er komin til að hjálpa þér, kallaði hún til Lenu. Lena var byrjuð að tína rifsberin og nokkrar stórar torgkörfur stóðu við runnann skammt frá henni. — Heldurðu að það verði ekki gaman? — O, þú verður nú víst fljótlega þreytt á því, sagði Lena rólega. Inga lét sem hún heyrði það ekki. Þær tóku báðar til starfa. Berin héngu rauð og fullþroskuð á greinum rifsrunnanna og þeim varð vel ágengt. Ingu var létt um málið. Hún gat spjallað um allt, sem bar fyrir augu. Lena varð líka smám saman ofurlítið skrafhreyfari. — Er frökenin hérna frænka þín? spurði Lena og það var auðheyrt, að henni fannst það ótrúlegt. UNGA ÍSLAND 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.