Unga Ísland - 01.07.1944, Blaðsíða 17

Unga Ísland - 01.07.1944, Blaðsíða 17
dæmis að sauma eða eitthvað bóklegt, til dæmis að verða kennslukona? — Kennslukona, sagði Lena háðslega, — til þess, að allir krakkarnir bentu á mig. Og allt, sem ég ætla að sauma verður kol- svart í höndunum á mér .... Svo þarf ég ekki heldur að hafa neinar áhyggjur af því. Frænka mín er búin að ákveða, að ég skuli verða vinnukona hérna á Eikarbjargi. — En bara ég verði nú ekki farin mína leið áður en það verður. Þetta síðasta sagði Lena svo beizklega, að Ingu varð hverft við. Hún heyrði að hugur fylgdi máli og henni sárnaði þverúð þessarar nýju vinkonu sinnar. — Hvert ætlar þú að fara? spurði hún alvarlega. — Langt, langt í burtu, hvíslaði Lena og starði þunglyndislega út í bláinn eins og hún sæi eitthvað í fjarlægð, sem enginn annar gæti séð. En þegar hún varð þess vör, að Inga var líka orðin hrygg af að heyra til hennar, reyndi hún að gera sig glaðlega. — Kærðu þig ekkert urn það, sem ég er að masa, sagði hún. — Nú get ég talað viðv þig og á meðan get ég verið í góðu skapi. Inga horfði rannsakandi á hana. — Þú ættir að æfa með mér leikfimi á morgnana. Ég vil reyna að gera mér eins mikið úr sumarleýfinu og ég get, og ég hef svo gaman af leikfimi. Lena kafroðnaði fyrst og fölnaði síðán. — Þú mátt ekki biðja mig um þetta, sagði hún hörkulega. — Þú veizt ekki .... En nú skulum við ekki tala meira um það. Síðan bætti hún við eftir andartaks þögn og reyndi að gera sig létta í máli: — Við verðum að herða okkur, annars verður frökenin ekki ánægð. Og ég fæ eina krónu, þegar ég verð búin að fylla þessar körfur, en frænka fær hana nú reyndar. Inga hætti í þetta sinn að reyna að láta Lenu líta lítið eitt bjartari augum á lífið og heiminn. En hún ætlaði ekki að gefast upp. Hún var staðráðin í því að gera aðra tilraun síðar. VII. Það var bjartur sumarmorgunn og glaða sólskin. Aldingarðurinn á Eikarbjargi fékk sinn skerf af því, fuglarnir sungu og blóm- in ilmuðu. Inga kom hlaupandi eftir einum trjá- göngunum. Augu hennar tindruðu af fjöri, hárið þyrlaðist úm brúnleita vangana og andlitið var allt í einu brosi. Nú voru fjórtán dagar liðnir síðan hún kom hingað, og tíminn hafði flogið. Á hverjum degi gerðist eitthvað nýtt og skemmtilegt, og hún hafði eignazt marga vini. Allir, sem hún kynntist, urðu vinir hennar og góðkunningjar, nema tveir, og þessum tveimur var fremur kalt til hennar. Það var auðfundið. Það voru Rikka frænka og jómfrúin, Severina Sivertsen. Ingu þótti miður að vera enn í ónáð frænku sinnar, en féll það samt ekki sérlega þungt, og ekki gat hún borið neina sérstaka virðingu fyrir þessari þurrlegu og reigingslegu og stundum hálf ótugtarlegu fi'ænku sinni. Ilina var henni alveg sama um, það var kerling sem henni leizt ekki á. Sófus fi-ændi, Anna og móðir hennar, Óli garðyrkjumaður og allt fólkið hjá öku- manninum — fyrst og fremst Lena — voru beztu vinir licnnar. Þau kölluðu hana litla sumargestinn, vissu að hún var í ónáð hjá æðstu foi'sjón búgarðsins, fannst það vera meðal annai's ranglætis í hciminum og vildu gei'a sitt Lil að bæta úr því. Það var fallegt í trjágarðinum svona snemma dags. Klukkan var ekki nema hálf sex. Inga hafði verið að ljúka við morgun- kaffið sitt í eldhúsinu lijá Onnu og var komin út aftur. Á hverju kvöldi smurði hún fáeinar myndai'legar brauðsneiðar fyr- UNGA ÍSLAND 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.