Unga Ísland - 01.07.1944, Blaðsíða 21

Unga Ísland - 01.07.1944, Blaðsíða 21
fram úr rúminu og gægðist út meðfram gluggatjaldinu. Þá sá hún til Ingu, þar sem hún gekk um stíginn og hvarf inn í garð- inn. Hún sá hana brosa til Onnu, sem teygði sig út úr eldhúsglugganum og veif- aði til hennar. Ilún brosti til fuglanna og það var eins og þeir þekktu hana. Það var svo sem auðséð, að öllum var vel við þessa telpu. Allan daginn var hún kát og viljug og vildi alltaf og alls staðar hjálpa til, en hún líktist móður sinni, og stundum þurfti Rikka ekki nema að horfa á hana til að komast í illt skap. Þó gat hún ekkert fund- ið til að setja út á hana, hvað fegin, sem hún hefði viljað, jafnvel Severina Sivers- sen var í vandræðum með það. VIII. Inga hélt leiðar sinnar gegn um garð- inn, glöð og frjálsleg að venju, en ekki hafði hún lengi gengið, þegar undarlegt hljóð barst henni til eyrna. Henni heyrðist það koma út úr runna einum þar skammt frá, og þegar hún stakk höfðinu inn á milli greinanna, þá sá hún hvar Óli garðyrkju- maður stóð, sneri baki að henni og hallað- ist upp að tré. — Ertu veikur, Óli? spurði hún og hrað- aði sér til hans. Veslings maðurinn. Andlit hans var afmyndað af undarlegustu drátt- um og viprum, en þar hafði hún aldrei séð annað en alvöru og kyrrð. Hann dró upp vasaklút sinn og þurrkaði sér um aug- un. — Ilefur þú tannpínu, eða livað er að þér? spurði hún aftur. — O-ho, stundi Óli, titraði frá hvirfli til ilja og tyllti sér niður á hjólbörurnar. — Það var sannarlega hrífandi sjón að sjá þann gamla í þessum ham, stundi hann. — Hvernig gazt þú komið honum til þess arna? Inga skildi nú, hvernig í öllu lá og gerði sig byrsta í tali og stranglega. — Nú, svo að þú hefur staðið á gægjum, og svo hlærð þú .... Þú ert eins og strák- arnir í skólanum. — Ég var að raka saman ruslinu. Maður verður þó líkléga að koma óþverranum þangað, sem hann á að vera, sagði Óli nöldrandi og bætti við liressari í bragði: — Og þegar maður sér þann gamla ganga á fjórum fótum og valhoppa í skyrtunni einni fata, — ha, ha — þá get ég ekki stillt mig um að hlæja. Og andlit hans afmyndaðist aftur svo skringilega, að Inga hló ósjálfrátt líka. — Frændi var nú reynar í buxum, sagði hún og settist á hjólbörurnar hjá Óla. — Og mér líkar ágætlega við hann, en honum finnst hann alltaf vera veikur og ég ætla að lækna hann með leikfimi. — Ætlar þú ekki líka að liressa pínu- lítið upp á frænkuna? Óli deplaði augun- um kankvíslega. — Ó-nei-nei, þakka þér fyrir. En ef þú verður að skopast að okkur, þá skal ég líka taka þig í leikfimi. En ekki grunaði mig, að þú gætir orðið svona glaðlegur. Ég hef áreiðanlega aldrei áður séð þig hlæja. — Það hefur nú ekki verið mikið til að hlæja að hérna fram að þessu, skal ég segja þér. Óli reis á fætur, spýtti í lófana og lagði af stað með hjólbörurnar. — En ef þið haldið svona áfram á morgnana, þá skal ég reyna að verða einhvers staðar nærri. Það er bezta bíó að sjá til ykkar. Óli var nú aftur orðinn alvarlegur eins og hann átti að sér. Hann hélt leiðar sinnar með hjólbörurnar og Inga fylgdist með honum. — Geta menn ekki baðað sig í vatninu úti við skógarjaðarinn? Inga benti út á milli trjánna. Þar sást á vatnsflöt, blikandi í sólskininu. — Ég ætla að reyna að fá Lenu til að iðka svolítið leikfimi. Sumar- leyfið er byrjað í skólanum hjá þeim, og frænka hennar fær að fara í ferðalag, en UNGA ÍSLAND 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.