Unga Ísland - 01.07.1944, Blaðsíða 22

Unga Ísland - 01.07.1944, Blaðsíða 22
Lena verður heima, og við ætíum að leika okkur saman, þegar hún fær tíma til þess. Gamli maðurinn þagði við þessu um stund og haltraði áfram, en allt í einu setti hann börurnar niður, sneri sér að Ingu og sagði alvarlega: — Þér ætlar víst að takast að umsnúa öllu hér á Eikarbjargi. Sá gamli, sem aldrei liefur hugsað um annað en magann í sér, er farinn að lioppa í leikfimi úti í garði, og ef þú getur gert eitthvað fyrir veslings telpuna, þá skal ekki standa á mér að lið- sinna þér, allt hvað ég get .... Ég veit hvernig það er að verða fyrir barðinu á heiminum. Það er nógu illt fyrir stráka, en verra hlýtur það að vera fyrir telpur. — Verst er þó, að ég fæ liana líklega aldrei til að gera neinar líkamsæfingar, sagði Inga, sem hélt að leikfimi ætti alls staðar við. — Ég held að hún komi sér ekki að því að reyna. Svo bar ég þetta undir mömmu og hún segir, að við verð- um að fara gætilega og tala helzt við lækni áðuí en við gerum nokkuð. — Já, einmitt það. Jens ökumaður horfir nú í skildinginn, þar sem Lena er annars vegar. Þeim er nefnilega alveg sama, hvað um telpuna verður, öllum upp til hópa. — Það er nú eins mikið Lenu að kenna, sagði Inga: — Hún er alltaf önug og af- undin og þurrleg. Hin eru öll kát. Lena ein er alvarleg og þögul. Það er eins og hún hugsi ekki um annað en eitthvað sorglegt. ÓIi spýtti aftur í lófana og ók af stað. — Ilalt þú bara þitt strik, sagði hann. — Ég skal hafa einhver ráð með að setja vírnet í vatnið, og svo getið þið buslað innan við það eins og þið viljið. IX. Inga hafði setið mjög þögul við borðið síðan Rikka frænka ávítaði hana fyrir mas- ið fyrsta morguninn á Eikarbjargi. Ilún ætlaði ekki að láta það koma fyrir aftur, ef unnt yrði að komast hjá þvi, að móðir hennar yrði fyrir álasi vegna þess, að dóttirin kynni ekki algengar kurteisisregl- ur, og Rikku frænku fannst það víst vera æskileg kurteisi að sitja og þegja, meðan stóð á máltíðunum. Sjálf var hún vön að borða morgunverðinn, lesa dagblaðið sitt og fara svo út, en þegar hún var farin, tóku þau Inga og Sófus frændi til sinna ráða og gerðu það, sem þeim gott þótti. En þegar Inga kom inn til morgunverð- ar eftir samtal sitt við Óla garðyrkjumann, var auðséð, að henni lá eitthvað sérstakt á hjarta, hún var eitthvað svo ókyrr, og loks sagði hún: -— Rikka frænka, mig langar svo mikið til að biðja þig einnar bónar. Rikka leit upp úr blaðinu og sá, að bróðir liennar hafði laumazt til að ná sér í girnilegan rúgbrauðsbita af diskinum hennar og ætlaði að fara að borða hann í staðinn fyrir steikta hveitibrauðið sitt. — Láttu hann aftur á diskinn, Sófus, sagði hún skipandi. — Sýnist þér þetta vera sjúkrafæða. Ef menn eru svo maga- veikir, að þeir þurfa alltaf að vera kvart- andi, þá verða menn að sýna þann mann- dóm að fara eftir fyrirmælum læknisins. Veslings Sófus skilaði brauðinu aftur, en frænka sneri sér að Ingu. — Nú, hvað vilt þú þá? — Má ég fara með Jens ökumanni á torgið á morgun? Inga brosti ísmeygilega. — Nú, svo að þér Ieiðist. Það var eins og Rikka frænka hlakkaði yfir þessari upp- götvun. — Leiðist, nei, það er langt því frá. Inga var mjög áköf. — Mér þykir gaman frá morgni til kvölds hérna á Eikarbjargi .... En það var dálítið sem mig langar að gera. — Geturðu nú ekki þolað við nema þú komist á bíó, eða þarftu að ná þér í sæl- gæti. Þú færð líklega meira af því heima hjá þér en hérna. 108 UNGA ÍSLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.