Unga Ísland - 01.07.1944, Blaðsíða 29

Unga Ísland - 01.07.1944, Blaðsíða 29
er reis hann upp og spýtti öllum pillunum í koppinn, reif svo af sér trefilinn og undir sæng hann setti, síðan hitapokanum undir rúmið sletti. Lagðist svo á koddann og fuglsblund tókst að fá sér. — Fannst það að öllu samanlögðu ráðið til að ná sér. — A meðan þetta gerðist hans bekkjarbræður sátu og bösluðu við að skrifa og reikna eins og þeir gátu. En Gunnar svaf ei lengi, það glumdi einhver dynkur, gólfið og rúmið titruðu, það var svo mikill slinkur. Hann leit upp til að vita, hver ró hans væri að raska. Það reyndist bara vera hans eigin skólataska. Jafnvægi á borðröndinni taskan hafði tapað, eða tekið sér það Bessa-leyfi og niður á gólfið hrapað. Drengnum sýndist ekki vera gott við því að gera. —■ Hvað gerði til með töskuna? Nei, látum liana vera! Svo byrgði hann sig niður til að blunda líkt og áður, sem betur fór þá tókst það, því svo var hann ekki þjáður. En að augnabliki liðnu var hann upp af svefni hrokkinn, og óttasleginn varð hann, því að græna pennastokkinn liann sá við rúmið standa, en núna í læknislíki með lonníettur á nefinu. (Svei mér, ef ég ýki, því pennastokkar geta orðið gríðarlega fræknir). — Góðan daginn, sagði hann, ég er Pennastokkur læknir. — Ég heyrði sagt á skotspónum, þú hefðir sjúkdóm þungan. — Heyrðu, Gunnar, lof mér sjá þig! — Hvernig er í þér tungan? Gunnar þorði ekki annað en glenna upp á sér munninn, svo gæti hann sýnt tunguna, en þrautin var ekki unnin, því læknirinn í tunguna bæði kleip og kreisti, af kvölum æpti Gunnar, en læknirinn sig reisti upp og sagðist skilja, að sér hentaði ekki að hika. — Halló! sagði ’ann, komdu hérna/ systir Reglustrika! Slætti sínum næstum því hjarta Gunnars hætti af hræðslu, því að alveg í sama andardrætti úr tösku hans kom reglustrikan æði snör í snúning snurfusuð og uppdubbuð í lijúkrunarkonubúning. Og bækur hans úr töskunni hópuðust í hrönnum, þær höfðu breytt um útlit og líktust orðið mönnum. Pennastokkur mælti: — Við handfljót vera verðum, því vitið, góðir hálsar, hér er alvara á ferðum. Mér sýnist betra að hjá okkur dugur og djörfung ríki, ef drengnum á að bjarga. — Hann er með skrópasýki. UNGA ÍSLAND 115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.