Unga Ísland - 01.07.1944, Blaðsíða 34

Unga Ísland - 01.07.1944, Blaðsíða 34
Allt í einu moruðu gresjur, vegir og skógarstígar, sem lágu til Betléhem, af þess- um ferðadýrum. Skógarbjörninn, oturinn, villisvínið og mörg önnur villidýr, komu frá hæðum og háfjöllum. Búfénaðurinn og hinn vitri fíll þrömmuðu eftir aðal-þjóðveginum. Fíllinn hafði slegizt í förina með búfénaðinum af því, að hann var svo þungur, að hann óttaðist að fætur hans mundu sökkva of djúpt niður í sandinn og moldina á gras- sléttunni. Snigillinn skreið meðfram minnsta götu- slóðanum; og hann sagði froskinum, félaga sínum, frá því í trúnaði, að hann ætlaði að gefa Jesúbarninu litla húsið, sem hann bar á bakinu. Hin dýrin komu í hópum eftir ættbálk- um og tegundum. Ógurlegur fjöldi af dýr- um tróðst nú að fjárhúsinu allt í kring. Allir voru tilbúnir, hver með sína gjöf, og biðu eftir, að sér yrði hleypt inn. Varðhundur stóð við dyrnar til að gæta reglu. Hann leyfði dýrunum, einu og einu í senn, að koma inn að jötunni. Hann leit einnig eftir gjöfunum og þaggaði niður í þeim, sem höfðu of hátt. Hann ráðlagði stórvaxna fílnum með mestu hæversku, að krjúpa á kné og ganga þannig inn í húsið, svo að hann gæti séð litla Jesúbarnið, því að fíllinn var svo stór, að hann komst ekki inn á annan liátt. Aumingja villisvínið fékk ekki að koma inn. Það varð ákaflega hnuggið og vonsvik- ið og faldi sig á bak við fjárhúsið til að gráta. Villisvínið hafði haft með sér fullan poka af eikarhnetum, en því var sagt, að þessi gjöf hentaði ekki handa barninu. Ljónið, sem lá þar í skoti einu, greiddi skegg sitt og sagði urrandi við villisvín- ið: Komdu ekki hingað með hávaða! Farðu burtu! Ég þarf að vera hér á verði, svo að Heródes grimmi drepi ekki barnið. Það var dálítil huggun fyrir villisvínið, þegar varðhundurinn rak hina háværu kráku í burtu. Hún hafði meðferðis handa barninu gullfesti, gullhringa og sitt hvað fleira. En varðhundurinn sá undir eins, að gjaf- ir hennar voru stolnar. Þessi ósvífna kráka varð því að hypja sig í burtu með skömm. Dýrin héldu áfram að streyma að úr öllum á.ttum. Smáfuglarnir kvökuðu og tístu, en þrestir og næturgalar sungu söngva sína fyrir barnið. Slangan fór úr gamla hamnum sínum og gaf Jesú hann. Hamurinn var blásinn upp með lofti, svo að hann líktist lifandi slöngu, sem barnið gat leikið sér að og glaðst yf- ir. Skógarbjörninn kom með villibýflugna- hunang vafið innan í næfra. Höfuð hans var a'Út sto'kkbólgið eftir býflugnastungur, en þó broSti hann út undir eyru af ánægju, þegar hann kom með þessa gjöf sína handa litla Jesúbarninu. Aparnir stukku svo skemmtilega skringi- lega, og klifruðu svo fimlega hér og þar framan við fjárhúsdyrnar, að litla barnið fór að hlæja að því. En nú nálgaðist sá tími, að fjárhirðarnir kæmu utan af Betle- hemsvöllunum. Varðhundurinn leytfði þó enn einni gæs að áfhenda fiðurpokann sinn. Síðan sagði hann dýrunum að fara leið- ar sinnar. Dýrin hlýddu honum og hurfu á brott 'hvert af öðru, en lengi geymdu þau minn- inguna um þennan mikla dag. Þau ræddu um þetta við börnin sín, og börn þeirra sögðu svo niðjum sínum frá því, og þann- ig hefur þessi saga gengið frá einum ætt- lið til annars allt til vorra daga. Ég heyrði, þegar gamli kötturinn okkar var að segja litlu kettlingunum sínum þessa sögu; en kisa vissi ekki, að ég hlustaði á hana. (Úr Ungdommens röde kors). Jón N. Jónasson, þýddi úr norsku. 120 UNOA lSLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.