Unga Ísland - 01.07.1944, Blaðsíða 57

Unga Ísland - 01.07.1944, Blaðsíða 57
Drengurinn varð mjög glaður við komu hennar. — Nei, veiztu annars ekki, hvar þú ert stödd? sagði hann. Þá er ég hræddur um að illa fari fyrir þér. Hér býr nefnilega hræðilega vond tröllskessa. Það er vissara, að þú forðir þér meðan tími er til. — En hver ert þú þá? spurði María. — Ég er prinsinn í Kaliforníu, en hér verð ég að dúsa alla ,mína ævi og gæta að fénu tröllskessunnar, nema að einhver stúlka komi hingað, sem er svo dugleg, að spinna, að hún hafi við skessunni og spinni jafnótt ullina af fénu og skessan klippir það. Fleiri en ein og fleiri en tvær stúlkur hafa villzt hingað, en engin þeirra hefur getað spunnið svo mikið sem einn hundr- aðasta af því, sem skessan klippir. Þá verð- ur ske§san öskuvond og breytir stúlkunum í engisprettur, sem hoppa hér um sléttuna, unz einhver fugl kernur og tekur þær. Nei, þú skalt forða þér. Ég kemst héðan aldrei hvort sem er. — Hefirðu ekki reynt að flýja? spurði María. — Jú, oft og mörgum sinnum, en það fer alltaf á sömu leið, ég villist í gljúfra- göngunum og skessan finnur mig strax. — En í þetta sinn skaltu þó sleppa, sagði María. Ég batt þráðarenda hér í einn runna og reki ég mig eftir þræðinum finn ég auðveldlega hina réttu leið. Þetta þótti drengnum heillaráð. En er til kohi var þetta ekki auðvelt. Þau fundu hvergi runnann, sem þráðurinn var bund- inn við. Þau leituðu og leituðu, en allt kom fyrir ekki. Allt í einu var skessan komin til þeirra. Iíún var gömul og grett og gekk við helj- armikinn staf. Þegar hún kom auga á börn- in hló hún og sagði: — Iívað eruð þið að sýsla hér? Þið æðið um og snuðrið með höfuðin niðri í grasinu eins og rollurnar mínar. Eruð þið að leita að einhverju. Hugsið ekki um það. Komið þið með mér. Ég skal láta litlu stúlkuna fá eitthvað að gera. Kanntu að spinna, stúlka mín? Ég vona, að þú kunnir það og getir látið verkið ganga svolítið, annars breyti ég þér í engisprettu. Komið nú! Og liún hló, skvaldraði og ógnaði þeirn með stafn- um sínum. Þegar hún hafði rekið féð í hóp, kom hún með rokk einn allmikinn og stól og sagði Maríu að setjast. Sjálf tók skessan heljar- mikil skæri upp úr vasa sínum. Nú ætla ég að rýja þessar skjátur, sagði hún, en þú verður að spinna úr ullinni jafnóðum. Getir þú haft við mér, þá máttu fara frjáls ferða þinna ásamt strákhvolpinum, en get- irðu það ekki, veiztu hvernig fer. Nú byrj- urn við. Hún þreif eina kindina. Ivlipp, klipp, klipp, klipp, sögðu skærin. Klipp, klipp, og kindin var rúin. Með næstu kind gekk það eins. Klipp, klipp, klipp. Og kindin var laus við ullina. En María litla kunni líka að taka til höndunum. Ullin þaut í flyks- um kring urn hana, rokkurinn þaut og þráð- urinn óx á snældunni. Þetta gekk fljótar en auga á festi. En hversu vel, sem María léysti sitt hlut- verk af höndurn, var þó skessan hraðari. Drengurinn stóð þarna titrandi af eftir- væntingu og horfði á aðfarirnar. Hann sá þegar hvernig þessu myndi lykta. Snældan var að vísu orðin hálffyllt en ullarhaugur- inn orðinn svo stór, að hann liuldi skess- una. Þá allt í einu datt snældan úr rokkn- um. María flýtti sér að taka hana upp, en nú fór það á sömu leið og með hnykilinn. Snældan datt á ný og hoppaði nú og hent- ist áfram í loftköstum. Börnin flýttu sér í dauðans ofboði á eftir henni en hún var miklu fljótari og þau náðu henni ekki. Skessan sat við ullarbinginn og tók ekki eftir neinu. Skærin hömuðust og glömruðu svo hátt, að kerlingin tók ekki eftir því, að UNGA ÍSLAND 143
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.