Unga Ísland - 01.07.1944, Blaðsíða 59

Unga Ísland - 01.07.1944, Blaðsíða 59
ERLENDUR HALLDÓRSSON: H a r p a Haustið var komið og sendi nú kaldar vindstrokur niður eftir fjöllunum ofan á láglendið fyrir neðan. Blómin voru fros- in, visin og fokin burt með Norðra gamla, sem var æði mikið farinn að láta til sín taka. Fuglasöngurinn, sem hljómað hafði svo yndislega um sumarið, var nú dáinn út, og allir fuglar voru fa'rnir til hinna heitu landa, þar sem blómin anga og fugl- arnir syngja allt árið. Nú var kominn sé tími, er fé var dæmt til dauða og því slátrað. Nú var röðin komin að Jóni gamla á Torfugili að dæma lömbin sín. Smalamennirnir voru fyrir nokkru komnir af stað í leitina og í þeirri ferð var Steini, sonur bóndans, tíu ára gamall drengsnáði, lítill, en kvikur á fæti. Sæmundur gamli hafði dregið úr því, að Steini færi, en Steini hafði sitt fram, þrátt fyrir allan mótblástur frá Sæma gamla. Steini var afar glaður, enda var það líka í fyrsta skipti, sem hann smalaði. Hann hafði að vísu smalað flóann oft og mörg- um sinnum, en hann hafði alltaf þráð að smala í alvöru, eins og hann orðaði það, og nú var sú stóra stund, að hann fengi að gera það, upprunnin. Eitt var það þó, sem skyggði á gleði hans. Það var að nú bjóst hann við, að Hörpu litlu yrði fargað. Harpa var hvít gimbur, afar fögur. Móðir hennar var kolsvört og hét því Surtla. Eig- andi Surtlu var Steini litli og nú vonaði hann, að hann fengi Hörpu litlu líka, en það fanns* oabba hans óþarfi, svo að nú var það hér um bil víst, að Harpa yrði lögð á skurðari ðið með hinum dauða- dæmdu stallsystrum sínum. Það var vissu- .lega sorglegt, cn við þessu var ekki hægt að gera. Steini hugsaði djúpt um þetta, þangað til hann hrökk upp við rödd fjallkóngsins, föður síns: — Svona nú, Steini minn, sýndu nú, hvað þú getur, og farðu nú með honum Arna gamla á Skriðufell inn í Vatnshyrnu. Arni getur svo sagt þér nánar fyrir verk- um. Vertu sæll á meðan, drengur minn. — Vertu sæll, pabbi, sagði Steini og sneri hestinum við. Þeir Arni þeystu á harða- stökki inn með Háafelli og stefndu á Vatns- hyrnu. Þegar þeir höfðu riðið svona góða stund, gat að líta svarta kind með mjallhvítu lambi á beit meðfram götunni, Surtla og Harpa! Steini sagði ekkert, en hann gladd- ist i hjarta sínu ofurlitla stund. Sú gleði hvarf þó skjótlega, jægar fyrir huga hans sveif mynd af Iíörpu, þar sem hún lá á skurðarborðinu. En hann hristi þessar þungu hugsanir af sér og leit á mæðgurnar, feitar og frjálslegar. Hann hugsaði með sér, að ef Arni hefði ekki verið með honum, þá hefði hann nú látið þær sleppa við dóminn og leyft þeim að njóta lífsins og frelsisins á fjallinu, en fyrst hann var með var það ógerningur. Hann varð að hóa þeim mæðg- unum suður fyrir Vatnshyrnu, þar sem stórir fjárhópar biðu þess að verða reknir til réttar. UNGA ÍSLANb 145
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.