Alþýðublaðið - 29.01.1924, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.01.1924, Blaðsíða 3
ALblSfÐtJlLÁBIÖ Störtíðindi. Ungur oflátuDgur hefir undan- farið gert tilraun til að ráða stjórn- málaskoðunum auðborgara hór við þingkosningar og embættis- lýðs: Gnægtir fjár hafa verið lagðar upp í hendur honum. Þetta er talið honum til ágætis og hitt, að hann er illorður og kviksögu- fróður. Hann leggur fé til kosninga, geldur umfarendum, sem breiða út ólygár um jafnaðarmenn, og kastar auri á fólk. En fyrir þetta krefst hann, að allir hugsi eins og hann, tali eins og hann og kasti eins og hann, Lítilsigld borgarmenni, embætt- islið og aura->stóð<, sem hefir ekki enn borið gæfu til að koma auga á hina göfugu hugsjón jafn- aðarmanna, hefir um skeið látið þenna montingump böggla sér undir sömu batt-tuðruna. Þá svívirðingu hafa allir góðir menn undrast. Nú hefir sá gleðilegi atburður gerst, að Þórður læknir Thorodd- sen og rúrair hundrað menn með honum hafa slitið tjóðurbandið og hlaupið undan hattkúfinum. Æpa þá allir kúfungar á þessa frelsingja hver í kapp við annan, og eru ólætin ferleg. Þet.ta drengilega bragð E’órbar Thoroddsens og fyigjendahans mælt- ist ágætlega fyrir hjá frjálsum mönnum, og hefir þessi hópur vaxið í áliti. Mætti þetta verða til þess, að fleiri hættu að vera vanaþrælar hins ófyrirleitna skild- ingahnokka, sem nú fjötrar al- þýðu manna og dregur belg á höfuð ósjálfstæðs og hugsunar- lauss embættislýðs og taumliðugs aura->stóðs<. Pórir Þórisson. Þess skal getið, sem vel er gert. IÞess var lítillega gatið í Al- þýðublaðinu um daginn, að >Dagsbrún< hefði haldið skemt- un, og hvað þar hefði verið til skemtunar, en þar var ekki frek- ara getið um einstök skemtlat- riði, og hetðu þau þó ðii verið vel þess verð, að um hvert þeirra hefði verlð sérstaklega getið. Ég ætla nú samt ekki í þetta skifti að geta um nema eitt þeirra, sjónleikinn >Happið< eftir Pál Árdal. E»að var leikið af templurum, þ. e. Skjaldbreið- & Vepkamaðuelnn, blað jafnaðar- manna á Ákuieyri, er beata fréttablaðið af norðlenzku blöðunum. S'lytur góðar ritgerðir um stjórnmál og atvinnumái Kemur út einu linni í viku. Koitar að eing kr. 6,00 um árið. Geriet áikrif- endur á aigreiðilu Álþýðublaðiim. Gott fæði fæst á Barónstíg 12 (niðri). Útbrelðlð Alþýðublaðlð hvar lem þlð eruð og hvert sem þlð farlðl Bjarnargreifarnir, Kvenhatar- inn og Sú þriðja fást í Tjarnar- götu 5 og hjá bóksölum. ingum. Hafði einn Dagsbrúnar- maður útvegað það, og leikend- ur léku endurgjaidslaust. Það er nú í fyrsta iagi mjög almennilega gert, þótt fyrir kunningjá sé, og alt af gott að fá skemtiatriði fyrir lítið eða ekkert, en þó er meira um yert, að vel sé skemt, og í þessu til- felli var hvoru tveggja fullnægt. >Happið< er gamanleikur, sem gerist upp í sveit, og hefir höf. tekist það tvent að gera hann Bdgar Sice Burroughi: Sonup Tapzane- Meriem hlaut að vera i nánd. Hrollur fór um hann, er honum datt í hug, að stúlkan væri óvarin i skóginum sem hann taldi hættulegan stað og ófýsilegan. Hann fór af baki og skildi hest sinn eftir hjá hesti Meriem. Hann gekk inn i skóginn. Hann vissi, að hún myndi í engri hættn, og vildi koma að henni óvarri. Hann hafði skamt farið, er hann hcyrði mas mikið i tró rétt hjá. Er hann ltom nær, sá hann bavianahóp vera að rifast um eittlivað. Þegar hann gábí betur að, sá hann einn apann með reiðpils 0g aðra með kvenskó og kvensokka. Hjarta hans hætti nær því að slá, þvi að hann setti hin hræðilegustu örlög i samband við þetta. Aparnir höfðn drepið Meriem og flett hana klæðnm. Morison titraði. Hann ætlaði að fara að kalla i þeirri von, að stúlkan væri enn á lifl, þegar hann sá hana 1 næsta tré við apana; jafnframt sá hann, að þeir urruðn að henni. Honum til mestu furðu sveiflaði stúlkan sér eins og api á grein fyrir neðan bavianana. Hún stanzaði fast við næsta apann. Hann var i þann veginn að miða byssu sinni og skjóta dýrið, er virtist viðbúið að stökkva á stúlkuna, þegar hann heyrði hana mæla. Hann hafði þvi nær mist byssuna af undrun, er hann heyrði af vörum Meriem svipuð hljóð og þau, er komu frá öpunum. Bavianarnir hættu að urra 0g hlustuðu. Það var aug- ljóst, að þeir voru eins hissa og Morison Baynes. Þeir færðu sig hægt hver af öðrum nær Meriem. Hún virtist ekki minstu vituud hrædd við þá. Þeir umkringdu hana nú alveg, svo að Morison hefði ekki getað skotið uema hætta á að hitta stúikúna, en hann langaði nú ekki til þess að skjóta. Hann var gagntekinn af.iorvitni. í nokkrar mínútur talaði Meriem að þvi, er virtist, við apana, og var henni þá rétt hver flikin af annari. Bavianarnir hópuðust enn i kring um hana. Þeir mösuðu við hana og hún við þá. Morison Bayncs settist undir tré og þurkaði svitann af enni sér; svo stóð hann á fætur og gekk til hests sins. Þegar Meriem kom þangað ré,tt á éftir, glápti hann á hana hissa og hálfhræddur. „Eg sá hestinn þinn,“ sagði hann, „og mér datt i liug að biða og riða heim með þér. Er þór ekki sama?“ „Yissulega," svaraði hún. „Það verður gaman.“ Meðan þau riðu samsiða yflr slóttuna, tólt Morison hvað eftir annað eftir þvi, að hann starði á hinn fagra vanga stúlkunnar. Gat það verið, að honunt hefði missýnst, og það hefði ckki verið þessi fagra mær, sem talaði eins fljúgandi við apana og hann? Það var ónáttúrlegt, — ómögulegt; hann hafði þó séð það moð eigin augum. „Tarzan“, „Tarzan snýr aftur“, „Dýr Tarzansí* Hver saga kostar að eins 3 kr„ — 4 kr. á betri ptppír. Sendar gegn póstkröfu um alt, land. Látið ekki dragast að ná í bækurnar, því að bráðlega hækka þær í verði. — Allir skátar lesa Tarzan- sögurnar. — Fást á afgreiðslu Alþýðublaðsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.