Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Page 31

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Page 31
FRAMTÍÐ ÍSLENZKRAR MENNINGAR ir> meðal hinna fornu landnemaætta í Nýja Englandi. En slíkur metnað- ur á ekki að vera og verður líka sjaldan hvíldardýna, nema fyrir þá eina, sem orðnir eru úrkynjaðir og ættarskömm. Fyrir þá, sem nokkur mergur er í, verður ættarvitundin uppspretta betri sjálfsþekkingar, glæðir ábyrgðartilfinningu þeirra og brýnir þá til þess að verða heldur föðurbetrungar en verrfeðrungar. Það er gott að vera af góðu bergi botinn, ef það eflir heilbrigt sjálfs- traust einstaklingsins og hvetur hann til þess að verða sjálfur ósvik- inn hlekkur í keðju kynslóðanna. Eg hefi fulla ástæðu til þess að halda, að ættarvitund íslendinga í Vesturheimi sé enn svo rík og henni fylgi svo mikil trú á kosti hins nor- ræna kyns, að þar sé ekki sérstakrar hvatningar þörf, eins og nú stendur. En hvernig verður þetta síðar meir? Það er undir mörgu komið. Þar sem kynni af íslenzkri tungu og menningu halda áfram, er engin hætta á, að uppruninn gleymist, og allra sízt þar sem margar íslenzkar settir búa saman og giftast saman. En þar sem íslendingar eru dreifð- ari, vonlaust er um viðhald tung- unnar, lítill kostur á umgengni við landa og “blönduð hjónabönd” yfirgnæfandi, er allt erfiðara. Og samt er það skoðun mín, að jafnvel í þessum aðstæðum ættu íslending- ai' ekki að gleyma uppruna sínum né aðrir að gleyma þeim. Þó að ekki sé uenia annar þáttur ættar manns, eða Jnínvel einn af mörgum, íslenzkur, &eta merkustu eðliseinkenni hans átt hangað rót sína að rekja og næsta fi'óðlegt bæði fyrir sjálfan hann og aðra íslendinga að vita deili á því. Þeir tveir menn af íslenzkum ætt- um, sem víðfrægastir hafa orðið á síðari öldum, Bertel Thorvaldsen og Níels Finsen, voru báðir danskir í móðurætt. Samt eigna fslendingar sér þá að mestu leyti, og það með fullum rétti, því að varla er vafa- mál, að þeir sóttu sérgáfur sínar í hinn íslenzka þynþátt. Það má bú- ast við, að mannakynbætur (eugen- ics) verði eitt hið mesta áhugamál framtíðarinnar, og íslendingar standa þjóða bezt að vígi til þess að taka þátt í slíkum rannsóknum. Helzt ætti að koma upp í Winnipeg íslenzkri ættfræðisstofnun, þar sem hver innflytjandi, sem vestur hefir komið, væri skrásettur, ásamt grein- argerð fyrir ætt hans og einkennum, og síðan allir niðjar hans og hvert barn, sem fæðist af íslenzkri ætt, hreinni eða blandaðri, og örlög þess og ferill smám saman. Þetta væri að vísu dýr stofnun og ekki kleift að koma henni upp nema með miklu fjárframlagi, frá ríki, vísindastofn- unum eða auðmönnum. En hugsan- legt væri, að fé fengist til þess, ef ekki þegar í stað, þá síðar meir. Og það ætti að vera íslendingum hvöt til þess að gleyma ekki þeirri þekk- ingu, sem gæti orðið undirstaða slíkrar stofnunar. Þar yrðu t. d. eftirmælin í íslenzku vestanblöðun- um mikilsverð heimild. Myndasafn yrði einn þáttur þessarar stofnunar, og má vel vera, að ekki sé of snemmt að fara að hugsa um, að myndir gömlu landnemanna glatist ekki. En hvað sem slíkum framtíðar- draumum líður, þá er það víst, að viðhald ættarvitundarinnar er meg- inþáttur í íslenzkri þjóðrækni og getur orðið einstaklingnum til efl-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.