Alþýðublaðið - 30.01.1924, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.01.1924, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ '3 Legreglusamþykt Reykjavíkur og nærgætni við sjúklinga. Til er Iðgreglusamþykt fyrir Reykjavík, sem mælir svo fyrir í 7. grein, sem fer hér á eftir: > 7. gr. Eigi má skjóta af byss- um, skammbyssum, lyklabyssum, örvabogum eða öðrum skotvopn- um á eða yfir almannafæri. Á almannafæri má eigi • kveikja í púðri, skoteldum eða sprengi- efnum. Nauðsynlegar sprenging- ar vegna mannvirkja má að eins gera með sérstöku samþykki lögreglustjóra, og ber bæði verk- stjóri og sá, sem verkið er unnið fyrir, ábyrgð á, að allrar varúð- ar sé gætt.< Svona hljóðar 7. grein lög- reglusamþyktarlnnar, og ég get ekki neins staðar séð, að veitt hafi verið nein undanþága frá henni á gamlárskvöld, svo að þá mætti sprengja púður látlaust til morguns og oft þar fyrir ut- an, en það gerir mörgu gömlu tóíki og börnum og yfirieitt öllu sérstaklega veikluðu fólki ókleift að ganga hér um göturnar, þótt ekki sé nema milli húsa, til knnningja sinna sér og þeim til skemtunar á sjálft gamlárskvöld. Séu þessar sprengingár óhjá- kvæmilegar, hví er mönnum þá ekki skipað út úr bænum og þelr látnir hamast þar? Annars er það merkilegt, rð þetta skuli vera látið viðgangást á gamlárs- kvöld, —- þessar púðurspreng- ingar, sem sýnilegt er að bein- Hnis eru brot á iögreglusamþykt Reykjavíkur, sérstaklega 7. grein hennar, sem hreint og beint bannar sprengingar áð óþörfu, og þarfiausar vlrðist mér þær íyllilega vera, enda sýnist það fara illa saman að hrópa hátt ag lengi um, að fyrirtækin beri sig ekki, alt sé í kaida koli, verzlanir hafi ekki eftir þeirra sögn næga peninga til nauð- synjavörukaupa, og blygðast sín þó ekki fyrir að kaupa inn siíka óþarfavöru sem púðúrkerlingar og flugelda (eða hvað þeir vilja kalla það). Flyttu verzlanir ekki inn slíkar vörur sem þessa, gæti auðvitað enginn fengið þær keyptar, og fyndist mér ekki mlkill skaði áð verða. Annars er ekki von, áð vei fari, þegar fullorðið fólk hefir ekki meira vit fyrir sér en svo í peningasökum að geta ekki látið kaupmenn, sem eru svo gálausir sjálfir að flytja inn þessa vöru, sitja með hana. í>eir Hjálpærstöð hjúkrunarfélaga- ins >Líknar< epin: Mánudaga . . .kl. rr—12 f. h. Þriðjudagá ... — 5—6 •. - Mlðvikudaga . . — 3—4 ®, - Föstudaga ... — 5—6 ©. - Laugardaga . , — 3—4 ©, - Bjarnargreifarnir, Kvenhatar- inn og Sú þiiðja íást í Tjarnar- götu 5 og hjá bóksölum. myndu þá vissulega hætta að hafa hana á boðstólum, og svo ætti að vera með sitthvað, sem óþarft er. Satt að segja finst mér það ganga glæpi næst, að á sama tima, sam sumir næstum svelta, róta aðrir peningum í slíkt sem púðurkerlingár. Ég er nú svo gamaldags í hugsunar- hætti, að mér hefði fundist þeim peningum betur varið til að seðja einhvern svangan um há- tíðina. — Nú Iangar mig tii að gera hér ofurlitla athugasemd og sýna, hvað sumir menn eru misfljótir að hlaupa I blöðin, ef sjúkling- um f bænum er gert ónæði. Þótt dálitið sé langt um iiðið og ólíku saman að jafna, heid Sdgar Rioa Burrougha: Sonur Tarzans. Og meðan hann horfði á hana, sótti önnur hugsun á hann. Hún var mjög fögur og girnileg, en hvað vissi hann um hana. Yar hun nú samt eltki ómöguleg? Stúlka, sem prilaðí i trjám og talaði við villiapa eins og beztu kunningja! Það var skelfilegt! Aftur þurkaði háttvirtur herra Morison ennið. Meriem leit á hann. „Þér er heitt,“ sagði hún. „Mér finst kalt, siðan sól settist. Hvers vegna svitnar þú?“ Hann hafði ekki ætlað sér að láta hana vita, að hann hefði séð hana hjá öpunum, en hann vissi ekki fyrri til, en það var sloppið út úr honum. „Ég held af hræringu,“ sagði hann. „Ég fór inn i skóginn, þegar ég fann hestinn þinn. Ég ætlaði að koma að þér óvarri, en það var ég, sem varð undrandi. Ég sá þig uppi i trénu hjá baviönunum.“ „Nú?“ sagði hún kæruleysislega, alveg eins og það væri sjálfsagt, að ung stúlka væri i kuBningskáp við villidýr. „Það er hræðilegt!“ hrópaði Morison. „Hræðilegt?" endurtók Meriem og hnyklaði hissa hrýrnar. „Hvað var hræðilegt við það? Þeir eru vinir minir. Er það hræðileg't að tala við vini sina?“ „Varstu þá að tala við þá?“ æpti Morison. „Þú skildir þá og þeir þig?“ „Auðvitað." „En þeir eru ógeðsleg dýr, — úrkynja dýr og af lágu kyni. Hvernig gaztu talað dýram.il?“ „Þeir eru ekki ógeðslegir og ekki urkynja," svaraði Meriem. „Vinir eru það aidrei. Ég' liföi árum saman á , meðal þeirra áður en Bivana fann mig og flutti mig hingað. Ég þekti varla annað mál en mál Mangana. Ætti óg að hætta að kannast við þá eingöngu vegna þess, að ég i svipinn er manna á meðal?“ „I svipinn!“ endnrtók Morison. „Þú átt ekki yið, að þú ætlir aftur til þeirra? Hvaða endileysu erum við að fara með? En sú“hugsun! Þú hæðist að mér, Meriem! Þú hefir verið góð við þessa baviana; þeir þekkja þig og gera þér ekki mein, en að þú hafir lifað meðal þeirra, — nei, það er óhugsandi." „Það gerði ég nú samt,“ mælti stúlkan, er hún sá, að þessi hugsun gagntók hann, og' skelfingin speglaðist i andliti hans. Hún hafði gaman af að ganga betur fram af honum. „Ójá; ög lifði þvi nær nakin meðal stóru og iitlu apanna. Ég bjó i trjánum. Ég stökk á smá- dýrin og át þau — hrá. Með Kóralt og A’út veiddi ég villiliesta og villigelti, og ég sat á grein og glenti mig framan i Núma 0g kastaði I hann sprekum og egndi hann, unz hann öskraði svo bræðilega, að undir tók i skóginum. Og Kórak gerði mér laufskála hátt i tré einu. Hann færði mér ávexti og kjöt. Hanu barðist fyrir mig og var mér góður; — unz ég kom til Bwana og My Dear, man ég ekki eftir neinum öðrum en Kórak, sem var góður við mig.“ Saknaðarhreimur var i rödd stúlkumiar, og hún hafði gleymt þvi, að liún var að striða Morison. Hún var að hugsa um Kóralt. Hún hafði litið um hann hugsað upp á siðkastið. Þau voru baði þögul um stund og’ sokkin niðnr í hugsanir sinar. Stúlkan hugsaði um goðum likan mann, hálfliulinn af pardusdýrsskiimi, er hann hljóp fimlega I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.