Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Side 116

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1961, Side 116
98 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA liðið sumar sendi ég heim með dr. Beck $65.00, sem hann afhenti Hákoni Bjarna- syni skógræktarstjóra, og síðan hafa komið inn $40.00, sem ég hefi ekki fram- vísað að svo stöddu, en mun koma þeim til skila, eins fljótt og unnt er. Eftir að við settumst að í White Rock, B.C., flutti ég erindi um skógræktarmál- ið á samkomu hjá „Öldunni" í Blaine, Washington, og gerðumst við hjónin seinna meðlimir í þeirri deild. Á fundi „Öldunnar“ í desember var svo sam- þykkt, að deildin skyldi gerast meðlim- ur í Skógræktarfélagi íslands frá 1. jan. 1961, og hefi ég veitt móttöku árstil- lagi deildarinnar, eins og mðefylgjandi listi sýnir. Á síðasta ársþingi afhenti ég þessu fólki ársrit Skógræktarfélagsins til út- sölu: Séra Jóni Bjarman, Lundar, frú Herdísi Eiríksson, Árborg. Hefi ég síðan ekki frétt, hvort nokkuð hefir selzt af þessum ritum, og munu þau séra Jón og frú Herdís gera grein fyrir því á þinginu. Ég vil mælast til þess, að þingið haldi áfram að hafa skógræktarmálið á dag- skrá sinni, og þó ég nú búi í fjarlægð, mun ég leitast við að halda málinu vak- andi hér vestra, eftir því sem ástæður leyfa. Að þessu sinni hefi ég engin rit fengið að heiman, og því miður náði ég ekki í Hákon Bjarnason, þegar hann var hér á ferð síðast liðið haust, en síðan hafa engin bréfaviðskipti átt sér stað okkar í milli. Með alúðarkveðjum og heillaóskum til þjóðræknisþingsins. Marja Björnson, 1371 Lee St., White Rock, B.C. Athugasemd frá ritara: Listi meðlima, sem greitt hafa árstillag, var birtur í Lögbergi-Heimskringlu skömmu fyrir þjóðræknisþing árið 1961. Flutningsmaður lagði til, að skýrslan yrði viðtekin. Séra Jón Bjarman studdi, og var skýrslan samþykkt með þakk- læti. Frú Kristín Thorsteinsson veitti þær upplýsingar, að þjóðræknisdeildin „Gimli“ hefði sent árstillag sitt til Skóg- ræktarfélags fslands Hákoni Bjarnasyni skógræktarstjóra í Reykjavík. Guðmann Levy gerði tillögu þess efn- is, að milliþinganefnd í skógræktarmál- inu yrði endurkjörin. Sú tillaga var studd og samþykkt. Síðan var fundi frestað til næsta morguns. Þriðji fundur var settur kl. 10.15 f. h., þriðjud. 21. febrúar. Lesin var fundargerð síðasta fundar og hún samþykkt. Síðan skipaði forseti, dr. Beck, í allsherjarnefnd. Allsherjarnefnd W. J. Líndal dómari J. B. Johnson Jakob Kristjánsson. Mrs. Kristín Johnson lagði til, að for- seta yrði falið að skipa fimm manna út- breiðslumálanefnd. Var sú tillaga studd og samþykkt, en forseti skipaði nefndina þegar. Úfbreiðslumálanefnd Ólafur Hallson Margrét Goodman Hólmfríður Gíslason Louisa Gíslason. Jakob Kristjánsson gerði tillögu um, að forseta yrði falið að skipa þrjá menn í fjármálanfend. Tillaga Jakobs var studd og samþykkt, og skipaði forseti nefndina að bragði. Fjármálanefnd Grettir L. Johannson Hjálmur V. Thorsteinsson Jóhann K. Johnson. Miss Hlaðgerður Kristjánsson gerði tillögu um, að forseta yrði falið að skipa fimm manna fræðslumálanefnd. Tillagan var studd og samþykkt, og skipaði for- seti nefndina án tafar. Fræðslumálanefnd O. Thornton Herdís Eiríksson Rannveig Guðmundsson Sigrún Nordal Oddný Ásgeirsson. Þá kom fram tillaga frá frú Herdísi Eiríksson um, að forseta yrði falið að skipa fimm manns í samvinnumálanefnd við fsland. Tillagan var studd og sam- þykkt, og skipaði forseti nefndina í snatri. Samvinnumálanefnd við ísland Séra Jón Bjarman Grettir L. Johannson Kristín Thorsteinsson Dr. Valdimar J. Eylands Guðbjörg Sigurdson. Tillaga kom fram um það, að forseta skyldi falið að skipa þrjá menn í út- gáfumálanefnd. Sú tillaga var studd og samþykkt. Forseti skipaði nefndina um- yrðalaust.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.