Unga Ísland - 01.12.1948, Page 67
65
umar leggja til þess að forvitnast um hvemig umhorfs
væri í kofa gamla mannsins. Það voru drengirnir. Þeir
voru syamir fjendur hans — og um leið beztu vinir. Þeir
voru alls staðar á hælunum á honum. Allt þetta leyndar-
dómsfulla, sem hvíldi yfir framkomu hans, hafði vakið for-
vitni þeirra, og þeir hugsuðu alls ekki út í það, að hann
hafði leyfi til að vera í friði fyrir öllum forvitnum augum.
Drengimir áttu oft í brösum við gamla manninn. Stund-
um hættu þeir ekki að erta hann fyrr en hann var orðinn
öskuvondur og hljóp á eftir þeim með staf sinn reiddan
til höggs. En drengirnir áttu hægt með að hlaupa frá hon-
um. Þeir hlógu að hjálparlausri reiði gamla mannsins. Þeim
fannst hann svo óumræðilega hlægilegur, þar sem hann
var að elta þá með stafinn á lofti-
„Þið getið reitt ykkur á, hvolparnir ykkar, að mér hefði
ekki orðið mikið um að kaghýða ykkur hérna á árunum,
þegar maður var og gat!“ sagði hann og röddin skalf af
reiði. Svo haltraði hann heim til sín og kom ekki út undir
bert loft í marga daga. En drengimir fengu ávítur frá for-
eldrum sínum fyrir að vera að erta Guðmund gamla.
Eftir það fékk hann að vera í friði í nokkum tíma.
Það var enginn efi á því að Guðmundur gamli var meira
en lítill sérvitringur. Hann hafði ætíð verið öðruvísi en
annað fólk. Hann var ekki fæddur í þorpinu og átti enga
ættingja þar. Undarlegar sögur gengu manna á meðal um
hann á yngri árum. Það var sagt, að hann hefði einhvern
tíma fyrir langalöngu verið skipstjóri, en svo hefði skipið
strandað, og allir, sem á því voru, drukknuðu nema hann
einn. Hann hafði verið vel efnaður, en missti eigur sínar
eftir slysið. Skömmu síðar hvarf hann og enginn vissi hvað
af honum varð. Margir héldu að allt þetta hefði fengið svo
mjög á hann, að hann hefði drekkt sér. Nokkru síðar var
hann allt í einu kominn til litla þorpsins. Hann útvegaði
sér fljótt lítinn róðrabát og tók að stunda sjóinn eins og
Unga ísland
5