Unga Ísland - 01.12.1948, Page 71
69
„Guðmundur er líklega manneskja eins og allir aðrir“,
sagði Jónas og nísti tönnum af bræði.
í sama bili komu tveir menn að. Drengirnir flýttu sér í
burtu nema Jónas. Guðmundur gamli hélt í höndina á
honum og vildi ekki sleppa honum.
„Hvað heitirðu, drengur minn?“ spurði gamli maðurinn.
„Jónas! Og pabbi heitir líka Jónas! Þeir kalla hann Jónas
sveitarlim“, svaraði Jónas með grátstafinn í kverkunum.
Guðmundur gamli klappaði á öxlina á honum. „Svona
er veröldin, drengur minn“, sagði hann. „Við skulum bara
koma inn fyrir svolitla stund. Ég ætla að biðja þig að
hjálpa mér að moka snjónum út úr húsinu“, bætti hann
við.
Það var ömuílegt um að litast inni. Snjórinn var út um
allt gólf og veggi. Þeir tóku þegar til óspilltra málanna að
hreinsa til 1 kofanum.
„Ég tók eftir því að þú vildir ekki vera með hinum strák-
unum“, sagði Guðmundur gamli, þegar verkinu var lokið.
„Og þú gerðir rétt í því! Enginn góður drengur getur haft
gaman að því að gera öðrum gramt í geði“.
Jónas var þögull. Það var ekki alveg laust við, að honum
stæði beigur af gamla manninum, þótt hann væri svona
góður við hann. Guðmundur gamli var öðruvísi í háttum
en annað fólk.
„Hvað ertu gamall?“ spurði Guðmundur gamli.
„Ég verð bráðum ellefu ára“.
„Hvað langar þig til að verða, þegar þú ert orðinn stór?“
Tárin komu fram 1 augun á Jónasi, og hann svaraði engu.
Gamfi maðurinn klappaði honum á kinnina.
„Ég átti einu sinni dreng, en hann dó þegar hann var á
aldri við þig ... Ójá! Það var mannsefni í honum ...“
Hann hvíslaði síðustu orðin.
Jónasi varð órótt innanbrjósts. Hann sárvorkenndi gamla