Unga Ísland - 01.12.1948, Síða 73
71
ég sé ánægður með þig, því að þú hefur sýnt, að þú ert
góður drengur“.
Jónas var að hugsa um gamla manninn á heimleiðinni.
Og hann var ekki svo lítið upp með sér yfir þeirri viður-
kenningu, sem hann hafði hlotið. En þó var ekki laust við,
að hann kenndi vonbrigða yfir því, að gamli maðurinn
hafði ekki sýnt honum meira.
Nokkrum dögum seinna gekk Guðmundur gamli heim
til sýslumannsins- Menn voru meira en lítið forviða, því
að hann hafði aldrei lagt leið sína þangað fyrr. Hann var
lengi hjá sýslumanninum. Þegar hann fór, fylgdi sýslu-
maðurinn honum til dýra og kvaddi hann með mestu virkt-
um. Það var talað um þetta lengi á eftir, en þeir tveir
menn, sem vissu erindi Guðmundar gamla, voru þögulir.
En það var eins og gamli maðurinn hefði stigið í áliti
þorpsbúa.
Það leið fram að vertíð. Allir, sem vettlingi gátu valdið,
tóku þátt í fiskvinnunni, því að á því hvíldi öll velferð
þorpsbúa.
Guðmundur gamli reri til fiskjar í litla bátnum sínum
eins og áður. En báturinn var nú orðinn svo lélegur, að
hann fyllti hvað lítið sem sjórinn bærðist. Menn vildu
helzt taka bátinn af gamla manninum, en eins og svo oft
vill verða, varð lítið úr framkvæmdinni. Dag einn, er allir
fiskibátamir voru úti á miðum, gerði ofsastorm. Bátamir
leituðu lands og komust heim heilu og höldnu, nema Guð-
mundur gamli. Hafið hafði tekið hann. Löngu seinna fundu
menn leifarnar af bátnum reknar á land skammt fyrir
vestan þorpið, en lík gamla mannsins fannst aldrei.
----Nokkrum mánuðum eftir atburð þennan sáu menn,
að sýslumaðurinn barði að dymm hjá Jónasi „sveitarlim“.
Það hafði ekki oft komið fyrir, svo að það var ekki undar-
legt að menn styngju saman nefjum um erindi hans. Ýmsir
fóru þegar að flimta með, að Jónas hefði gert sig sekan um