Alþýðublaðið - 31.01.1924, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.01.1924, Blaðsíða 4
4 ALPTÐUBLAÐIÐ hvílt á æsku- og þroska*ái um sín- um. Samfaia meðfæddum gáfum hlutu hugsjónir þess aö mótast af henni. í kvæðum þessum kemur þetta fram á þann hátt, sem Rjaldan veröur vart. Skáldið kveð- ur ekki um íslenzka náttúru, heldur um mannlíflð. Það gerir hann svo vel, að hann má telja með betri mannlífsskáldum þess- ara síðustu tíma. Áhrif hinnar hreinu, svipmiklu náttúru koma á þann hátt fram hjá honum, Og það er vegna þess, að Heims- kringla gerir bók þessa að um- talsefni, þó henni hafi ekki verið send hún. Skáldið hefir orðið fyrir sátum vonbrigðum. Ekki leynir það sér, og nokkur hluti ljóða hans ber þess vott án þess, að bölsýni verði kallað. Þegár svo stendur á, að sá, sem hjartans traust heflr verið falið, bregzt, yrkja skáldin oft i áklögunarróm. Ekki gerir þetta skáld það, og ber það vott um övenju hreinan hugsunarhátt. Hér er sýnishorn af því: Frostróslr. Kuldinn næðir í kringum mig. Frostrósir rúðuna hyija. Ég má ekki koma og kveðja þig. í kvöld eigum við að skilja. Hugurinn flýgur heim til þín. Frostrósir rúðuna hylja. Sóiina grætur sorgin mín. Svona eigum við að skilja. Ég græt — og þakka alt og alt. Frostrósir rúðuna hylja. Ástin er heit — og hitnar við kalt. Hér eigum við að skilja. Kvæði þetta er úr þeim kafla bókarinnar, er hann nefnir >Til hennar«. Frh. Inniend tíðindi. (Frá fréttastofannl). Stykkishólmi 2 9. jan. í gær um kl. síðd. gerðist hér ofsaveður, sem stóð tii kl. 9 í gærkveldi. Var það miklu meira en veðrið 1 sfðustu viku. í veðr- inu fauk hlaða, sem Guðmundur (æknir átti, og fór hún f spón, en hey fauk ekki til muna, þvf að netum varð komið á það. Ým- islegt lausiegt fauk einnig, og girðingar löskuðust víða. Vélbáturinn >Bsrði< sem lagt haiðí af stað fyrir nokkrum dög- um til Reykjavfkur, en snúið aftur, var fárinn af stað héðan aftur f gærmorgun nokkru iyrir veðrið. Vita menn ekki, hvernig honum hefir reitt af. Tveir bátar réru einnig héðan til fiskjar í gærmorgun, en hvorugur þeirra er kominn aftur. Vona menn, að þeir hafi komist til Bjarneyja og legið þar at sér veðrlð. Á Sandi r.éru margir bátar í $ærmorgun, en gátu forðað sér í höfn áður en versta óveðrið skall á. Um skemdir af óveðrinu í Sandi eða Ólafsvík hefir ekk- ert frézt, þvf að síminn út á nesið hefir slitnað f gær og er ekki kominn f lág ennþá. Stykkishólmi, 29. jan- Tveir af bátunum, Barðinn og Baldur, sem saknað var í gær- morgun héðan, komu hingáð að afiíðandi hádegi f dág. Höfðu þeir báðir legið til drifs, meðan á óveðrinu stóð. í Baldrl hatðl vélin stöðvast og báturinn fengið svo mikla ágjöí, að alt blotnaði S bátnum, og eyðilögðust eld- spítur skipsverja, svo að eigi var unt að hita vélina upp á ný. Komst báturinn undir Bílds- ey ki. 2 f nótt og lá þar, þang- að til veðrinu slotaði. Um þriðja bátlnn, Blikann, hefir ekkert frézt, og ekki hefir hans orðið vart í Flatey. Eru sjö menn á bátnum, og formað- ar hans er Sigvaldi Valentínus- son, hafnsögumaður hér f Stykk- ishólmi. Akureyrl, 30. jan. Járnvarinn timburskúr, er smá- verzlun var rekin f, brann á Ólafsfirði á fimtudagskvöldið var. í honum voru vörur, sem vá- tryggðar voru (ásamt skúrnum?) fyrir tíu þúsund krónur, og hafði tryggingin nýiega verið hækkuð að mun. Enginn þykist hafa verið í búðinni seinni hluta dags- Hioar margeftirspni'ðn kven- töskui úr krókódílaskinni með fíla- beins-kanti komnar aftur, verð að eins kr. 7,50. Visittöakurnar lag- legu úr egta skinni kr. 4,50. Ma- nicurekassar með ágætum áhöid- um frá 6,00. Buddur og Leður- veski í stóru úrvali fyrir konur og karla o. m. m. fl. í Leðurvöru- deild Hljóðfærahússins er alt af til eltthvað gott og ódýrt handa yður sjálfum eða vinum yðar. Föt eru hreinsuð og pressuð fyrir 3 krónur á Laufásveg 20 (kjallaranum). ins, sem skúrinn brann. E>ykir bruninn grunsamlegur, og er rannsókn hafin til þess að kom- ast að því, hvort kveikt hafi verið f skúrnum af ásettu ráði. EgiII bóndi Sigurjónsson á Laxamýri andaðist f morgun. Banamein hans var nýrnaveiki. ísafirði, 30. jan. Mesta stórvirði var hér um slóðir f fyrra kvöld og fyrri nótt. Hafa skemdir orðið á bát- um og húsum víðs vegar um Vestfirði. Þrír móforbátar sukku, sinn á hverjum staðnum, Álfta- firði, ísafirði og Súgandafirði. Langmestar hafa skemdirnar orðið ( Súgandafirðl, Þar fauk íbúðarhús með öllum innan- stokksmunum f sjóinn, en fólk bjargaðist með naumindum niður í kjailarann. Samkomuhús Súg- firðinga fauk at grunpi, en hefir eigi brotnað nema lítið. Ejós og heyhlaða fauk þar einnig, en gripir og tveir menn, sem þar voru inni, sluppu við meiðsli. Skaðinn, sem leitt hefir at stór- viðrinu í Súgandafirði einum, er talinn nema 30 — 40 þúsund krónum. Vík, 30. jan. í útsunnanveðrinu í nótt fuku að mestu tvær heyhlöður hér í Mýrdalnum. Skaði á heyi varð lítill. Mjög vfða rauf þök á hús- um. Hér hefir verið afar-um- hleypisamt, en snjólaust að kalla. Ritstjór! eg ábyrgðarmaður: Haiibjörn Hatiáórssaa. Prantsmlðjs HalEgrísns Bcnadiktesonar, Bcrgstaðastræti i$4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.