Morgunblaðið - 20.12.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.12.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1977 Lundur, hið nýja dvalarheimili aldradra á IIcllu. Heilsug œzlustöð og elliheimili vígð á Hellu sama daginn SA merkisathuróur gerdist á Ilellu s.l. lau^ardaf; ad heilsu- gæzlustöð og dvalarheimiii fyrir aldraða voru vfgð sama daginn. Fjölmargir gestir voru viðstaddir, þeirra á mcðal Matthías Bjarna- son heilbrigðisráðherra. Fjöl- mörg ávörp voru flutt í tilefni dagsins enda um að ræða mikið framfaraspor fyrir Hellulæknis- hérað og íbúa þess. Hátíðardagskráin hófst í heilsugæzlustöðinni með ávarpi Páls Björnssonar, oddvita Rang- árvallahrepps, sem bauðgesti vel- komna. Síðan var heilsugæzlu- stöðin skoðuð undir leiðsögn Jóns Snædals héraðslæknis. Að því búnu var haldið til dvarlarheim- ilisins Lundar. Þar var stutt helgi- stund sem sr. Stefán Lárusson í Odda annaðist en síðan skoðuðu gestir hið nýja og vistlega dvalar- heimili undir leiðsögn Jóns Oskarssonar formanns stjórnar heimilisins og Steinþórs Runólfs- sonar framkvæmdastjóra. Þegar gestir höfðu skoðað dvalarheimilið Lund hófst dag- skrá í Hellubíói. Fyrstur tók til máls Steinþór Runólfsson og lýsti bygginarsögu dvlarheimilisins. Hann sagði að sérstök ástæða væri til að fagna nýjum og merk- um áfanga í rangæskri byggðar- sögu nú þegar fyrsta dvalarheim- ili aldraðra‘I Rangárvallaslýslu væri tekið í notkun. Það var sumarið 1974 að sam- komulag varð um að reisa dvalar- heimili fyrir aldraða á Hellu og var fyrsta skóflustungan tekin 28. Þrír kunnir Rangæingar ræðast við í nýju heilsugæzlustöðinni. Talið frá vinstri Ingólfur Jónsson alþingismaður, Ölafur Ölafsson I Lindar- bæ, fyrrverandi hreppsstjóri Ásahrepps, og Björn Fr. Björnsson sýslumaður. Matthfas Bjarnason heilbrigðisráðherra heilsar upp á Arndísi Ei- ríksdóttur f herbergi hennar í Lundi. Ljósmyndir Mbi. Fridþjófur. „Ég hef aldrei kynnst ókvalráðari manni, aldrei jafn hreinskiptnum, aldrei ís- lenzkari manni“, segir höfundurinn um Skálateigs- strákinn, Þorleif Jónsson. Þorleifur hefur víða komið við og kann sæg áf skemmti- Iegum sögum. Hann er fædd- ur og uppalinn á Norðfirði, var um tíma lögregluþjónn í Hafnarfirði, síðan hægri hönd Geirs Zoega, umboðsmanns erlendra skipa á stríðsárun- um, bæjarfulltrúi í Hafnar- firði á þriðja áratug, gler- harður sjálfstæðismaður og ritstjóri bæjarmálablaðs. Fékkst um tíma við málflutn- ingsstörf, var útgerðar- og sveitarstjóri á Eskifirði, framkvæmdastjóri í Stykkis- hólmi og sat átján ár í stjórn Fiskimálasjóðs. — Það heyrir undir brýn þjóðþrif í dag að bóka ævi manna eins og Þorleifs Jónssonar og það er dauður maður, sem lætur sér leiðast undir tungutaki hans og efnistökum Jóhannesar Helga. Nokkrar sögur um bróður Ástvald, Grafarráðskonurnar, stúlkurnar í tjöldunum, guð- ina í Sporðhúsum, fólkið á Kormáksgötunni og kjallar- ann í Hartmannshúsinu. — Jóni Helgasyni lætur flestum höfundum betur sá leikur að lífsmyndum, sem einkennir þessar sögur hans, en höfuð- einkenni þeirra er fagurt mál, stílsnilld og óvenjuleg frá- sagnarlist. Fyrri smásagna- söfn hans, Maðkar í mysunni og Steinar í brauðinu, töldust til tíðinda, er þau komu út, og víst er að eins mun fara um þessa bók hans, svo frábær- lega vel sem þær sögur eru sagðar, sem hún hefur að geyma. Vfokkrar sögur um n bróður Ástvald, Grafarraðskonurnar, stúlkurnar i tjöldunum, Kuðina i SporöhÚHum, fólkið í Kormáks^ötunni og kjallarann í flart- mannshÚBtnu. >111481 H4NN UDREI 40 Þ40N4 \ Þessi bók spannar 60 — 70 ár af ævi Magnúsar Storms, hins ritsnjalla og glaðbeitta gleði- manns, sem allir er kynnst hafa dá fyrir hreinskilni og hvassan penna. Á fyrri hluta þessa tímabils lifði hann „hinu ljúfa lífi“ við drykkju og spil, naut samvista við fagrar konur og átti 10 — 12 gangandi víxla í bönkum. Nú hefur hann söðlað um og breytt um lífsstíl. Heims- listarmaðurinn er orðinn lystarlaus á vín og konur, safnar fé á vaxtaaukabók og hugleiðir ráð Sigurðar Nordals um undirbúning undir ferðina miklu. Friðþæg- ing hans við almættið er fólg- in í þessari bók, en í hana hefur hann valið til birtingar sitthvað af því bezta, sem hann hefur ritað, — og víst er að bókin svíkur engan, sem ann íslenzku máli eða snjöll- um og tæpitungulausum texta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.