Morgunblaðið - 20.12.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.12.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1977 21 Pétur Friðrik listmálari ásamt læknum á Grensásdeild, Jóhanni Gunn- ari Þorbergssyni og Ásgeiri B; Ellertssvni yfirlækni t.h. Ljóstn. Ól.K.M. Pétur Friðrik sýn- ir á Grensásdeild PÉTUR Friðrik hefur onað sýn- ingu á nokkrum málverkum sín- um á Grensásdeild Borgarspítal- ans í Reykjavík. Sýnir Pétur Frið- rik þar ails 22 myndir og eru þær jafnframt til sölu. Asgeir Ellertsson yfirlæknir sagði við stutta athöfn á Grensás- deildinni i gær er sýningin var opnuð, að sjúklingar deildarinnar kynnu vel að meta það að fá list Loðnuskipin hætta fram yfir áramót MÖRG loðnuskipanna hættu veið- um nú um helgina fram yfir ára- mót og i gær var ekki vitað nema um 15 skip við veiðarnar, og er gert ráð fyrir að þau hætti veiðuni í dag og á morgun, ef ekki verður þvi meiri veiði. Nokkur skip fóru i land um helgina með smáslatta af loðnu, en þá var bræla á miðun- um norður af landinu. Heildar- loðnuaflinn i sumar og haust er nú rétt um 260 þús. lestir. til sin, það væri oft svo að þeir gætu metið hlutina öðruvisi, fólk stokkar upp hlutina og gefur gaum að því sem það e.t.v. hefur ekki gefið gaum að áður, sagði Asgeir. Hann sagði einnig að þetta væri ekki i fyrsta sinn sem slik sýning væri á Grensásdeild- inni, reynt yrði að hafa þær a.m.k. einu sinni á ári, og hefðu verið fengnir ýmsir listamenn, félagar í Félagi ísl. myndlistarmanna, svo og aðrir til að koma og kynna verk sin. Sem fyrr segir eru þetta 22 myndir, sem Pétur Friðrik sýnir á Grensásdeildinhi, olíumálverk og vatnslitamyndir. Sagði Pétur Friðrik að myndirnar væru flest- -ar málaðar á siðustu tveimur ár- um. Síðsta sýning hans var á Sel- fossi í haust og þar áður sýndi hann á Kjarvalsstöðum fyrir rúm- lega tveimur árum. Sýningin verður opin til loka janúar og er öllum opin. „Gengislældoin skamm- góður vermir” segir Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson forstjóri SH „GENGISLÆKKUN er skamm- góður vermir, því hún veltir upp á sig, og er því gangslaus nema aðrar ráðstafanir fylgi f kjölfarið,“ sagði Eyjólfur Is- feld Eyjólfsson forstjóri Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna þegar Morgunblaðið spurði hann í gær, hvort gengislækk- un myndi leysa hinn mikla vanda sem frystihúsin í land- inu eiga nú við að etja. Eyjólfur sagði í viðtalinu við Morgunblaðið, að ef um gengis- lækkun yrði að ræða, væri held- ur ekki sama hvaða hliðarráð- stafanir yrðu gerðar. Þá gæti gengislækkun líka þýtt upp- sögn kjarasamninga og enginn vissi hvað það þýddi, þannig að vandinn sem nú blasti við, væri meiri en menn gerðu sér al- mennt grein fyrir. Þá sagði Eyjólfur, að nú væri ljóst, að fyrir verðtímabilið 1. október til 31. desember þyrfti Verðjöfnunarsjóður sjávarút- vegsins að greiða 300 millj. kr. til frystihúsanna, en ekkert fé væri nú til í sjóðnum. Að óbreyttu myndu mörg frystihús lend i algjörum greiðsluþrotum á næstu vikum og mánuðum og mörg frystihús hefðu tapað tug- um milljóna á þessu ári. Nýtt fiskverð á að taka gildi um áramót og hefur verð- ákvörðun verið vísað til yfir- nefndar. Sem fyrr hefur ekki verið gert opinbert hvað selj- endur fara fram á mikla hækk- un fiskverðs, en samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, mun vera stórt gap á milli þess sem kaupendur hafa sagzt geta boðið og þess sem seljendur vilja fá. Þjóðhagsstofnun er þessa daga að gera nýja úttekt á stöðu frystihúsanna og verður úttektin lögð fyrir yfirnefnd einhvern næstu daga, sennilega í þessari viku. Morgunblaðið hafði í gær- kvöldi samband við Matthías Bjarnason sjávarútvegsráð- herra og spurði hann hvort farið væri að ræða einhverjar ráðstafanir vegna vanda frysti- húsanna. Kvað ráðherra að vissulega væri farið að ræða þessi mál, en vart væri að vænta neinna ákveðinna til- lagna eða ráðstafana fyrr en um eða upp úr áramótum, t.d. færi nú allur timi alþingis i að ganga frá fjárlögum. Síldarverksmiðjan á Skagaströnd tekin í notkun á ný í sumar STJÓRN Sildarverksmiðja ríkisins hefur ákveðið að taka sildarverk- smiðjuna á Skagaströnd i notkun á ný og á verksmiðjan að vera tilbúin til loðnumóttöku i byrjun næsta sumars eða þegar loðnuveiði hefst þá og er áætlað að verksmiðjan bræði 700 lestir á sólarhring, að þvi er Þorsteinn Gislason stjórnarfor- maður SR tjáði Morgunblaðinu i gær. í samtalinu við Morgunblaðið sagði Þorsteinn. að verksmiðjan á Skagaströnd hefði ekki verið notuð siðan á sildarárunum, en þá barst þangað nokkurt magn af sild. Til þess að koma verksmiðjunni af stað þyrfti að setja upp nýjan sjóðara, pressu og forsiu og væri þegar komið gott tilboð i þennan tækjabúnað. Soðkjarnatæki kvað Þorsteinn vera i verksmiðjunni frá fyrri tið, og afköst- uðu þau eins og stæði soði frá u.þ.b. 350 tonna verksmiðju. Að öðru leyti sagði Þorsteinn, að verksmiðjan væri i ágætu ásigkomulagi, t.d. væru þurrkarar góðir. Þorsteinn sagði að með tilliti til staðsetningar Skagastrandar gagn- vart loðnumiðunum yfir sumartim- ann hefði stjórn SR tekið þá ákvörð- un að koma þessari verksmiðju i gang á ný. Það væri Ijóst, að bæði fleiri og afkastameiri skip myndu stunda loðnuveiðar á næsta sumri og hausti en nú hefði verið, og ef veður og loðnugengd á miðunum yrði með svipuðum hætti og nú. væri ófor- svaranlegt að láta verksmiðjuna á Skagaströnd standa ónotaða. BJARGVÆTTUR HENNAR Flower varð að viðurkenna, að það var eitthvað dularfullt við Jónatan, enda þótt þau hefðu drcgizt svo sterklega hvort að öðru frá upphafi. Flower elskaði hann og var ákveðin I að treysta honum, hvað svo sem hann hafði áður verið eða gert. Hún neitaði að hlusta á hin hörðu varnaðarorð Klöru frænku og var þess albúin að leggja sig í þessa miklu „hættu". En hún var næstum bú- in að týna Iffinu áður en gátan leystist og hún gat sýnt fram á, að Jónatan var trausts hcnnar og ást- ar verður. — Dularfull og æsispennandi ástarsaga, ein sú bezta, sem við höfum gefið út eftir Theresu Charles. :ÍÍfíÍttIlSÍ®Í^^Í Gáftland í hafróti dstríðna Þau unnust hugástum, það var augljóst! En hversvegna rcisti þá Sir Robert þessa ósýnilegu en óyfirstfganlegu hindrun á milli þeirra? Hvaða skuggalegu og ógn- þrungnu leyndamál voru það, sem íþyngdu svo mjög hinni rumliggj- andi en andlega sterku lafði Clemcntfnu og einkasyni hennar? Og yfir hvaða leyndardómsfullu vitneskju bjó barnfóstran gamla frá bernskudögum master Bobby? — Það hvíldu sannarlega dimmir skuggar yfir herragarðin- um glæsta og erfið og óhugnanleg mál urðu að dragast fram í dags- ljósið áður en hamingjudraumar elskendanna gátu orðið að veru- leika. Rauðu ástarsögumar SIGGE STARK KONA ITIÐAR ÁN FORTI Hugo Berg stóð undr- andiog áhyggjufull- ur og horfði á ungu stúlk- una, sem öld- ur hafsins höfðu skolað á land til bans. Hann var staddur á eyðiey og hans yrði ekki vitjað fyrr en eftir tvo mánuði, — og hann varhértilað gleyma, tilað græða hjarta sár. En hver var hún þessi unga, fallega stúlka, sem mundi ekki cinu sinni nafn sitt, hvaða leyndarmál lá hér að baki? Hafði stúlkan f raun og veru misst minnið eða hafði hún eitt- hvað að fela varðandi fortfð sfna? — Þetta er saga sjúfsárrar ástar, hveljandi afbrýði og ótta, en einnig vonar, sem ástin ein elur og enginn túlkar betur en Sigge Stark.___ Ntrnyit SöckrtirJm LAUN DYGGÐARINNAR Hrffandi fög- ur sveitalffs- saga, þar sem spunninn er þráður ástrfðu- þrunginna, eldheitra [ástaogþjak- andi afbrýði, en tryggð og trúfesti verða til bjargar. Hjá- trú, fornar siðvenjur og töfrar hinna dimmu skóga verða örlagavaldur, og engum gleymist mikilfenglegar veizlur stórbændanna, snarkandi eldur bjálkahúsanna eða bjartsýni og dugur ungu bændanna, sem leita á vit óbyggðanna og brjóta nýtt land. Að baki öllu ólgar ástrfðu- full ástin, Ijúfsár og heit. — Þessi saga hejllar, skapar óvenjuleg og hlý hug- hrif, hún gr saga sigurs hins fagra og góða. ELSE-MARIE IUOHR HCIÐARGARfHJR Varla var hún fyrr flutt að Heiðargarði en undarleg- ir atburðir fóru að ger- ast.Gathugs- azt, að hún ætti hér ein- hverja óvini, sem vildu valda henni sorg eða ógæfu, jafn- vel sæktust eftir lffi hennar? Var eitthvað dularfullt við dauðdaga ömmu henn- ar, sem arfleitt hafði hana að Heiðar- I garði? Og hvað um undarlega fram- J komu tatarakonunnar og hins kattlið- 1 uga, slóttuga sonar hennar? Og hver var konan, sem gekk léttum draugaleg- um skrefum f hvftum flögrandi flíkurn um garðinn? — 1 turninum byrjuðu klukkurnar að drynja og gáfu til kynna? að komið væri miðnætti...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.