Morgunblaðið - 20.12.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.12.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1977 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1977 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. simi 10100. Aðalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1500.00 kr. á mánuði innanlands í lausasölu 80.00 kr. eintakið. Verðbólguölæði Lúðvík Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins, komst svo að orði í þingræðu fyrir helgina, þegar hann fjallaði um ráðstafanir þær, sem ríkisstjórnin hefur boðað til þess að tryggja afgreiðslu fjárlaga án greiðsluhalla, að ríkisstjórnin væri komin í bindindi. Þessar ráðstafanir væru til marks um það. Þessi samlík- ing er kannski ekki alveg út í hött hjá Lúðvík, þótt réttara væri að orða það svo, að ríkisstjórnin hafi meó ráðstöfunum sínum gefið þjóðinni til kynna, að ekki yrði lengur undan því komizt, aó þjóðin sjálf færi í bindindi eftir verðbólgufyllerí undanfarinna ára. Haustið 1971, þegar vinstri stjórnin tók við, var öllu sleppt lausu og þá hófst veizla aldarinnar, peningum var dreift í allar áttir, allt átti að gera fyrir alla og þeir sjóðir, sem safnað hafði verið á viðreisnarárunum voru á skömmum tíma tæmdir. Þá hófst það verðbólguölæði, sem staðið hefur yfir síðan. Allir vita, að áfengissýki er sjúkdómur, sem erfitt er að lækna og það verður ekki gert í einu vetfangi. Sú veröbólgusýki, sem vinstri stjórnin ber mesta ábyrgð á verður heldur ekki læknuó í einu vetfangi. Þess vegna hefur r.úverandi ríkisstjórn gengið erfiðlega að ná tökum á verðbólgunni. Verðbólguölæðið hefur staðið yfir fram á þennan dag, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að stöðva það. En nú segir Lúðvík Jósepsson, að ríkisstjórnin boði bindindi. Og það er hverju orði sannara. Þær ráðstafanir, sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir í fjárhagsmálum, aukin skattheimta, niðurskurður og stórkostleg takmörk- un á lántökum hins opinbera á næsta ári og á útlánum fjárfestingalánasjóða munu hafa mun meiri áhrif en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Hins vegar er svo fróðum manni sem Lúðvík Jósepssyni um málefni lands og þjóðar þetta auðvitaó ljóst og þess vegna kemst hann svo að orði, að ráðstafanir ríkisstjórnarinnar líkist því, sem þjóðinni sé boðað bindindi eftir margra ára verðbólguöl- æói. Og það er vissulega tími til kominn, að þjóðin fari í bindindi af þessum sökum. Verðbólgan veldur hér sívax- andi upplausn, bæði í fjárhagsmálum og siðferðilegum málum. Ilún hefur skapað jarðveg fyrir lýðskrumara og afturhaldsseggi, sem boða þjóóinni einfaldar lausnir á flóknum vandamálum. Þetta er alþekkt fyrirbæri í sög- unni og við þurfum ekki að leita langt til þess aó komast að raun um þaó. Þeir Hitler og Mussolini komust til valda af því að þeir boðuðu einfaldar lausnir á tímum upp- lausnar og öngþveitis. Nú á síðari árum er Glistrup hinn danski frægasta dæmið um þetta, en sem dæmi um lausnir hans á vandamálum dönsku þjóðarinnar má nefna, að hann vill leggja niður allar varnir þar í landi, en koma fyrir símsvara, sem tilkynni Rússum um leið og þeir koma aö landamærum Danmerkur eða danskri strönd: Við gefumst upp. Við Islendingar þurfum ekki á slíkum mönnum að halda og við höfum ekkert við slíkar lausnir að gera. En við þurfum á því að halda að fara í bindindi eftir sex ára verðbólgufyllerí. Við þurfum á því að halda, að gömul og góð verðmæti, sem áóur voru talin nokkru skipta, en hafa misst gildi sitt í augum þeirrar kynslóðar, sem hefur komizt til vits og ára á verðbólgutímum og þekkir ekkert annað, verði hafin til vegs á ný. Við þurfum í stuttu máli á að halda endurreisn, sem leiðir til þess, að þjóðin endurheimti siðferðilegan styrk sinn, sem hún hefur að nokkru glatað á verðbólgutimum. Við erum kannski komin á yztu nöf, en samt sem áður er enn tími til að snúavið. AÐ LOKINNI dómsuppkvaðningu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir sakadómi Reykjavíkur í gær afhentu dómarar málsins fjölmiðlum eftirfarandi fréttatilkynningu, þar sem greint er lauslega frá málavöxtum og skýrt frá niðurstöðum dómsins og forsendum dómsuppkvaðningarinnar. Millifyrir- sagnir eru Mbl. að mestu leyti. Dómarar málsins voru sakadómararnir Gunnlaugur Briem, sem var dómsformaður, Ármann Kristinsson og Haraldur Henrysson: Frá dómsuppkvaðningunni i Sakadómi Reykjavikur siðdegis í gær. Lengst til vinstri er Bragi Steinarsson vararikissaksóknari en dómendurnir eru fyrir miðju, Ármann Kristinsson. lengst til vinstri, Gunnlaugur Briem og Haraldur Henrysson. Verjendur sakborninganna eru, talið frá vinstri. Örn Clausen hrl., Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl., Jon Oddsson hrl., Páll A. Pálsson hdl., Benedikt Blöndal hrl. og Hilmar Ingimundarson hrl. Ritari dómsins er Guðrún Einarsdóttir. Ljósm. Mbl. RAX. en framburði þeirra, framburð ákærða Alberts Klahns og Gunnars Jónssonar Framburður Erlu Bolladóttur um það. er hún sá að Hamarsbraut 1 1 síðar þessa nótl styður og játningar ákærðu Átökin við Guðmund í framburðum ákærðu Kristjáns Við- ars, Sævars Marinós. Alberts Klahns og vitnisins Gunnars Jónssonar kemur fram, að tilefnið til átakanna hafi verið það, að ákærðu hafi viljað fá Guðmund til að leggja út peninga fyrir áfengis- flösku, en hann hafi ekki viljað á það fallast Ákærði Tryggvi Rúnar talar hins vegar um ósamkomulag og fúk- yrði. Þá greinir ákærði Kristján Viðar frá þvi, að Guðmundur hafi kallað þá „dópista” og talað um „dópistabæli ' Einnig kemur fram að reynt hafi verið að ná veski Guðmundar af honum, en hann snúist til varnar Ákærðu Kristján Viðar. Sævar M rinó og Tryggvi Rúnar hafa allir borið. að þeir hafi lent i átökum við Guðmund Kemur þetta og fram í framburði ákærða Alberts Klahns og vitnið Gunnar Jónsson greinir frá átökum, sem það getur þó litið borið um Ákærðu ber öllum saman um. að ákærðu Kristján Viðar og Tryggvi Rún- ar hafi barið Guðmund með hnefun- SAMHLJOÐA NIÐ- URSTAÐA DÓM- ENDANNA ÞRIGGJA Kveðinn hefur verið upp í sakadómi Reykjavikur dómur i svokölluðu Guðmundar- og Geirfinnsmáli, en mál þetta höfðaði rikissaksónari með tveim- ur ákærum, dagsettum 8 desember 1976 og 16 mars 1977 Verður hér greint frá niðurstöðum dómsins i meg- inatriðum Guðmundarmál. Með ákærunni frá 8 desember voru þeir Kristján Viðar Viðarsson. Grettis- götu 82. Reykjavik. fæddur 21 4 1955. Sævar Marinó Ciesielski, Þver- brekku 4. Kópavogi. fæddur 6 7 1955. og Tryggvi Rúnar Leifsson, Sel- ásbletti 14. Reykjavik, fæddur 2 10 1 951. ákærðir fyrir að hafa. aðfaranótt 27 janúar 1974, i félagi ráðist á Guðmund Einarsson, Hraunprýði, Blesugróf, fæddan 6 10 1955, þar- sem þeir voru allir staddir að Hamars- braut 1 1 í Hafnarfirði, og misþyrmt honum svo, að hann hlaut bana af og siðan komið líki hans fyrir á ókunnum stað Jafnframt var Albert Klahn Skafta- syni, Laugavegi 46 A. Reykjavík, fæddum 16.2 1955, gefin að sök eftirfarandi hlutdeild i fyrrgreindum verknaði með þvi að hafa veitt ofan- nefndum mönnum liðsinni við að fjar- lægja og koma likinu fyrir á ókunnum stað og þannig leitast við að afmá ummerki brotsins. í niðurstöðu sinni um ofangreind ákæruatriði segir dómurinn svo: Ákærðu, Kristján Viðar Viðarsson, Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson skýrðu allir frá þvi mjög fljótlega eftir að rannsókn máls þessa hófst hinn 20 desember 1975, að þeir hefðu verið staddir saman í húsi einu seint i janúa 1974 ásamt fjórða manni, sem ákærði Kristján Viðar sagði fljótlega, að hefði verið Guðmundur Einarsson, sem hann þekkti Hefðu þar orðið átök. sem leiddu til dauða Guðmundar Fyrir miðjan janúar 1976 lágu fyrir af- dráttarlausar játningar allra ákærðu bæði hjá rannsóknarlögreglu og fyrir dómi um þetta, sem bar saman í veiga- miklum atriðum Ákærðu Kristján Við- ar, Sævar Marinó og Albert Klahn Skaftason skýrðu einnig frá flutningi liks Guðmundar i hraunið fyrir sunnan Hafnarfjörð sömu nótt, en ákærði Tryggvi Rúnar kvaðst ekki muna eftir þvi Lík Guðmundar Einarssonar fannst ekki og var rannsókn haldið áfram fram eftir árinu 1 9 76. Voru ákærðu Kristján Viðar og Sævar Marinó sífellt að breyta framburðum sinum um átökin að Hamarsbraut 1 1 og um flutninga á liki Guðmundar Þeim bar þó ætið saman um, að átök hefðu orðið. sem leitt hefðu til dauða Guðmundar. en frá- sagnir þeirra voru mjög reikular, eink- um um eigin þátt þeirra i málinu. Á þessu timabili breytti ákærði Tryggvi Rúnar engu efnislega frá fyrri fram- burðum sinum Horfið frá fyrri framburði Eftir útgáfu ákærðu og við meðferð málsins hafa ákærðu Kristján Viðar, Sævar Marinó og Tryggvi Rúnar hins vegar horfið algerlega frá fyrri fram- burðum sinum og neita nú með öllu aðild að eða vitneskju um hvarf Guðmundar Einarssonar. Ákærði Tryggvi Rúnar neitaði þegar i fyrsta þmghaldi. sem hann mætti í við málsmeðferðina inn 30 mars s.L, að hann hefði nokkurn tima komið að Hamarsbraut 1 1 i Hafnarfirði eða tekið þátt i átökum við Guðmund Einarsson. Þegar ákærði Sævar Marinó kom fyrir dóminn hinn 29 mars s.l.. skýrði hann i fyrstu frá ferðum sinum að kvöldi 26 janúar 1 974, komu sinni að Hamarsbraut 1 1 næstu nótt og átök- um við Guðmund Einarsson. Þegar ákærði var spurður nánar um eigin þátt í átökunum, sneri hann við blaðinu og neitaði með öllu að hafa komið að Hamarsbraut 1 1 um nóttina eða vita nokkuð um málið Ákærði Kristján Viðar gaf rækilega skýrslu fyrir dóminum hinn 25. mars s.L. þar sem 'hann lýsti átökum að Hamarsbraut 1 1 við Guðmund Einars- son, sem leitt hefðu til dauða hans og flútningi á liki hans i hraunið við Hafnarfjörð þá um nóttina. Hélt ákærði fast við framburð sinn með minniháttar breytingum á síðari samprófun við meðákærðu og vitni Hinn 29. septem- ber s.l. kom hann að eigin ósk fyrir dóminn og kvaðst ekkert vita um hvarf Guðmundar Einarssonar Ákærðu Kristján Viðar, Sævar Marinó og Tryggvi Rúnar halda þvi fram, að fyrri framburðir þeirra um atvik máls þessa séu komnir frá rann- sóknarmönnum og hafi verið fengnir með þvingunum og hótunum af þeirra hálfu Hafi þeir sætt illri og löglausri meðferð rannsóknarmanna og fanga- varða Rannsókn dómsins á þessum kæruatriðum hefur ekki rennt stoðum undir þessar fullyrðingar Á hinn bóg- inn hefur ýmislegt komið fram i gögn- um málsins um, að gott samband hafi yfirleitt verið milli ákærðu og rann- sóknarmanna Ákærði Kristján Viðar kom fyrir dóm 22. mars 1976 að viðstöddum rettar- gæslumanni sinum og skýrði þá frá þætti sinum i átökunum Bar hann engar ásakanir fram vegna fyrri yfir- heyrslna. Ákærði Sævar Marinó skýrði fryst frá aðild sinni að máli þessu hjá rann- sóknarlögreglu á allra fyrstu dögum rannsóknarinnar eða hinn 22. desem- ber 1975 Gaf hann skýrslu í fram- haldi af þvi hinn 4 janúar 1976 og var réttargæslumaður hans viðstaddur i bæði skiptin Engar kvartanir aða athugasemdir komu fram vegna þess- ara yfirheyrslna Ásakanir ákærða Sævars Marinós á hendur rannsóknar- mönnum og fangavörðum lúta að þvi er virðist að atvikum, sem gerðust löngu siðar og verður vart séð að hverju þvinganir hefðu þá átt að miða, þar sem játning ákærða lá fyrir Ákærði Tryggvi Rúnar gaf sjálfstæða skýrslu um mál þetta fyrir dómi hinn 30 spril 1 976 þar sem hann skýrði frá þætti sinum i málinu að viðstöddum réttargæslumanni og hafði þá engar kvartanir fram að færa Ekki verður annað ráðið af skýrslum rannsóknarlögreglu um mál þetta en ákærðu hafi skýrt frá málsatvikum sjálfstætt og hver í sinu lagi Eftir að ákærðu breyttu framburðum sinum, héldu þeir því fram, að þeir hefðu verið annars staðar en að Hamarsbraut 1 1 umrædda nótt, en engar sannanir eða likur hafa komið fram um það Nýrri framburð- num hafnað Þar sem ákærðu hafa ekki fært fram nein haldbær rök til stuðnings breyt- ingum á fyrri framburðum sinum, verður breytingunum hafnað Fram- burðir þeirra i upphafi rannsóknar fyrir dómi verða lagðir til grundvallar við úrlausn málsins og jafnframt höfð hlið- sjón af efnislegum framburðum þeirra um málið við meðferð dómsins á þvi Svo sem áður er rakið, fór Guð- mundur Einarsson frá heimili sinu að Hraunprýði, Blesugróf, Reykjavik, klukkan um 20.00 laugardagskvöldið 26 janúar 1974 Með vættum sex vitna þykir i Ijós leitt, að Guðmundur Einarsson hafi verið á dansleik i Al- þýðuhúsinu i Hafnarfirði og verið undir áhrifum áfengis um kvöldið og nóttina, en vitnin geta ekki nánar borið um hvenær hann fór á brott af dansleikn- um Eitt vitni hefur staðhæft, að það hafi séð mikið ölvaðan mann á ferli neðst á Reykjavikurvegi, litlu eftir lokun sam- komuhúsa þessa nótt Var það ekki i neinum vafa um af mynd, er það sá af Guðmundi í blöðum næstu daga, að um hann hefði verið að ræða. Gat vitnið lýst rétt klæðnaði og útliti Guð- mundar Þá staðhæfa tvö vitni, sem bæði þekktu Guðmund Einarsson, að þau hafi séð hann á gangi um Strand- götu í Hafnarfirði í nánd við Skiphól klukkan um'02.00 greinda nótt i fylgd með manni. er þau telja, að hafi verið ákærði Kristján Viðar Viðarsson. Þeir hafi verið ölvaðir og reynt að stöðva bifreiðar, sem fram hjá fóru. Við sak- bendingu töldu bæði vitnin ákærða Kristján Viðar likjast mjög manni þeim. er verið hefði með Guðmundi Á dóm- þingi hínn 25. mars 1977 lýsti ákærði Kristján Viðar þvi yfir, að framburður vitnanna gæti verið réttur Verður sam- kvæmt framansögðu að telja þetta atriði sannað. Framburður Kristjáns Viðars Ákærði Kristján Viðar hefur fyrir dómi skýrt frá þvi, að siðla kvölds hinn 26. janúar 1 974 hafi ákærður Tryggvi Rúnar og Albert Klahn komið heim til hans að Grettisgötu 82 og vitnið Gunnar Jónsson verið í fylgd með þeim. Þeir ákærðu Tryggvi Rúnar hafi neytt áfengis og fíkniefna Um mið- nætti hafi þeir allir farið út saman og ákærði Albert Klahn ekið þeim á milli skemmtistaða hér i borg, en siðan að starfsmannahúsi Kópavogshælis. þar sem hann hafði tal af ákærða Sævari Marinó og loks að veitingastaðnum Skiphóli í Hafnarfirði, en þangað hafi verið komið klukkan rösklega 02.00 um nóttina Ákærði Kristján Viðar full- yrðir, að þeir ákærði Tryggvi Rúnar hafi stigið þar út úr bifreiðinni og litlu síðar hitt Guðmund Einarsson, sem verið hafi gamall skólabróðir hans Ákærði Kristján Viðar gat réttilega lýst klæðnaði Guðmundar Þeir þrír hafi síðan farið að bifreiðinni til ákærða Alberts Klahns, sem sagt hafi kannast við Guðmund. en þó ekki viljað aka þeim til Reykjavíkur og horfið á brott ásamt Gunnari Jónssyni Hafi þeir þá farið að veifa bifreiðum i því skyni að fá far til Reykjavíkur, ákærði Tryggvi Rúnar orðið viðskila við þá Guðmund nokkra stund og farið á bakvið skúra við Strandgötu, rétt við veitingastaðinn Skiphól, þar sem þeir töldu minni likur á þvi, að þeir gætu stöðvað bifreiðar og fengið far. ef þeir væru allir þrir saman Ekki tókst þeim Guðmundi þó að fá nokkra bifreið til að nema staðar. og gengu þeir þrír því heim til ákærða Sævars Marinós að Hamarsbraut 1 1 i Hafnarfirði i þvi skyni að fá hjá honum lán fyrir leigubifreið til Reykjavikur. Enginn hafi verið heima að Hamars- braut 1 1 Þeir ákærði Albert Klahn og Gunnar Jónsson hafi komið þangað litlu siðar, en ákærði Sævar Marinó örskömmu þar á eftir. og gat ákærði Kristján Viðar ekki séð, að hann væri undir áhrifum áfengis eða lyfja Framburðir þeirra ákærða Alberts Klahns og Gunnars Jónssonar eru í meginatriðum samhljóða þessari frá- sögn ákærða Kristjáns Viðars Ákærði Albert Klahn kveðst ekki hafa kannast við Guðmund Einarsson, en fullyrðir. að það hafi verið hann, sem var i fylgd með ákærðu Kristjáni Viðari og Tryggva Rúnari. Gunnar Jónsson, sem sýnd var mynd af Guðmundi Einars- syni, kveður vel geta verið, að hann hafi verið maður sá. sem kom að bifreiðinni til þeirra ákærða Alberts Klahns við Skiphól, þótt hann væri ekki algjörlega öruggur um það Sagði hann. að sami maður og þeir hittu við bifreiðina hafi síðar komið að Hamars- braut 1 1. Gunnar Jónsson kveðst hafa neytt áfengis og lyfja, en sjálfur hafi hann verið algáður og ekki séð áhrif á ákærða Sævari Marinó. Framburður Sævars Ákærði Sævar Marinó hefur fyrir dómi skýrt frá því, að hann hafi komið að Grettisgötu 82. klukkan um 20.00 að kvöldi laugardagsins 26 janúar 1974 og þeir Kristján Viðar, Tryggvi Rúnar, Albert Klahn og Gunnar Jóns- son verið þar Ákærði Sævar Marinó kveðst síðar um kvöldið hafa farið í starfsmannahús við Kópavogshælið og fjórmenningarnir komið þangað um miðnættið á bifreið ákærða Alberts Klahns. Hann hafi hitt þá aftur klukkan 02 00 um nóttina, þegar hann kom heim til sín að Hamarsbraut 1 1, og þá hafi veriðð i för með þeim einhver maður, sem hann hefði ekki þekkt, en taldi eflaust, eftir að hafa séð mynd af Guðmundi Einarssyni, að um hann hefði verið að ræða Hann lýsti rétti- lega kiæðnaði Guðmundar Ákærði Sævar Marinó kveðst sjálfur hafa verið mikið undir áhrifum áfengis Hann taldi, að ákærðu Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar hefðu verið ölvaðir og undir áhrifum lyfja, Gunnar Jónsson og Guðmundur Einarsson verið drukknir, en ákærði Albert Klahn virst algáður Á dómþingi hinn 11. janúar 1976 kveðst ákærði Tryggvi Rúnar ekki muna, hvernig staðið hafi á veru hans að Hamarsbraut 1 1 umrætt sinn, og á dómþingi hinn 31. mars 197 7 gat hann ekki fullyrt, hvort hann hefði verið fyrr um kvöldið heima hjá ákærða Kristjáni Viðari og síðan farið með honum, ákærða Albert Klahn og Gunn- ari Jónssyni á ýmsa skemmtistaði og að Kópavogshæli. en þangað segist hann einu sinni hafa komið og gæti það hafa verið í bifreið ákærða Alberts Klahns. Ákærði Tryggvi Rúnar lýsti herbergjaskipan réttilega að Hámars- braut 1 1 í framburði sínum 9 janúar 1976 hjá rannsóknarlögreglu og stað- festi frásögn sína í dómi hinn 1 1 sama mánaðar. enda þótt hann hafi siðar haldið þvi fram. að hann hafi aldreí komið þangað Geirfinnur Einarsson Guðmundur Einarsson. I gögnum málsins kemur ekkert fram um það, að búið hafi verið að taka ákvörðun um að svipta Guðmund Ein- arsson lífi, áður en komið var að Ham- arsbraut 1 1 Virðist það hafa verið af tilviljun, að ákærðu Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar hittu Guðmund i Hafn- arfirði og að hann fór með þeim þang- að. Ekki er við annað að styðjast um átökin milli ákærðu Kristjáns Viðars. Sævars Marinós og Tryggva Rúnars annars vegar og Guðmundar Einars- sonar hins vegar að Hamarsbraut 1 1 um. uns hann féll i gólfið Þá hafa ákærðu Kristján Viðar, Tryggvi Rúnar og Sævar Marinó samhljóða borið, að hinn siðastnefndi hafi sparkað i höfuð Guðmundar eftir að hann féll Ekki er unnt að slá föstu, hver ákærðu veitti Guðmundi áverka þá. er leiddu til dauða hans, en þeir beittu hann allir líkamlegu ofbeldi Ákærðu gerðu ekk- ert til aðstoðar Guðmundi eftir að hann var fallinn né xvöddu aðra til hjálpar honum. Ákærði Kristján Viðar hefur neitað að hafa stungið Guðmund með hnif eða byssusting, eins og hann hélt fram um tima við rannsóknina Meðákærðu kannast ekki við þetta. Var fallið frá þessu ákæruatriði af hálfu ákæruvalds á hendur ákærða Kristjáni Viðari i málflutningi og kemur það ekki frekar til álita Erla Bolladóttir kveðst hafa komið heim til sin að Hamarsbraut 1 1 um- rædda nótt á timanum frá kl. 03—04 og hefur sá framburður hennar nokk- urn stuðnings eins vitnis Hafi enginn verið i ibúðinni. en ummerki bent til. að menn hafi komið þar eftir að hún fór þaðan. m a hefði hellst niður úr sykur- poka. og lak verið horfið úr rúmi henn- ar Ákærðu hafa sagt að þeir hafi farið á brott um stund eftir árásina á Guð- mund Skömmu eftir að Erla kom heim, kveðst hún hafa orðið vör við umgang i íbúðinni og séð ákærðu Kristján Viðar, Sævar Marinó og Tryggva Rúnar vera að fást við manns- likama. er vafinn var inn i lakið úr rúminu Ákærðu hafi borið manninn út úr húsinu, en hún hafi ekki orðið vör v.ð neina bifreið og aldrei séð þá Albert Klahn og Gunnar Jónsson Framburðir ákærðu og Erlu eru i meg- inatriðum samhljóða um þetta. Ákærðu tóku þá ákvörðun að leyna verknaði sinum og flytja Guðmund. er þeir töldu látinn, frá Hamarsbraut 1 1 i hraunið fyrir sunnan Hafnarfjörð á bif- reið Alberts Klahns. Földu þeir hann þar. Eru framburðir ákærðu Kristjáns Viðars. Sævars Marinós og Alberts Klahns i meginatriðum samhljóða um þetta og þykir verða að leggja þá til grundvallar Lik Guðmundar hefur ekki fundist. þrátt fyrir mikla leit. Hafa framburðir ákærðu um felustað liksins verið óljósir og reikulir. . Tæp tvö ár liðu frá hvarfi Guðmund- ar. uns grunur beindist að ákærðu og hafa engin sýnileg sönnunargögn fundist, er tengi ákærðu óyggjandi við verknaðinn Blóðdropará frakka Kristjáns Eins og áður er frá greint i málsat- vikalýsingu fundust þlóðdropar i frakka þeim, sem ákærði Kristján Viðar taldi sig hafa verið i umrædda nótt og reyndust þeir vera af blóðflokki A. Geta þeir ekki verið úr ákærða sjálfum eða meðákærðu, en samkvæmt rannsókn, sem fram fór, getur blóðflokkur Guð- mundar heitins Einarssonar hafa verið A eða AB Á hluta teppis úr forstofu ibúðarinn- ar að Hamarsbraut 1 1 fannst þykkur blóðdropi, sem reyndist mannsblóð, en ekki var unnt að greina af hvaða flokki það var Vitni, er var að Hamarsbraut 1 1 um mánaðamótin janúar og febrúar 1974 hefur borið. að það hafi séð blóðbletti á gólfteppi i svefnherbergi, á legubekk og viðsvegar um herbergið Að lokum fannst blóð, sem liklegt er talið að sé mannsblóð. innan á kiæðn- ingu úr Volkswagen bifreið þeirri, er ákærði Albert Klahn kveðst hafa ekið ákærðu i með lík Guðmundar. en ekki var unnt að greina blóð þetta nánar Einkahagir Guðmundar Einarssonar hafa verið kannaðir. en ekki verður séð, að þeir geti á nokkurn hátt skýrt hvarf hans Hann var að sögn kunn- ugra heilbrigður og óáleitinn maður Fram er komið i málinu, að ákærðu Kristján Viðar, Sævar Marinó, Tryggvi Rúnar og Albert Klahn þekktust á þess- um tima og höfðu umgengist nokkuð Lögfull sönnun telst fram komin Með eigin játningum ákærðu Krist- jáns Viðars, Sævars Marinós og Tryggva Rúnars, og öðrum gögnum málsins, sem hér að framan hafa verið rakin, telst lögfull sönnun fram komin fyrir þvi, að ákærðu hafi veist að Guð- mundi Einarssyni með líkamlegu of- beldi og misþyrmt honum svo að hann hlaut bana af, en siðan falið lik hans Þótt ákærðu vilji ekki viðurkenna, að árásin á Guðmund hafi verið gerð i þvi skyni að svipta hann lifi, var hún með þeim hætti, að ákærðu mátti vera Ijóst, að hún gat leitt til dauða Verður þvi að telja, að ásetningur þeirra hafi verið fyrir hendi og að þeir beri sameigin- lega ábyrgð á dauða Guðmundar Framangreint atferli ákærðu Krist- jáns Viðars. Sævars Marinós og Tryggva Rúnars varðar við 211 gr almennra hegningarlaga nr 19. 1940 Ákærði Albert Klahn er ákærður fyrir eftirfarandi hlutdeild í fyrrgreindum verknaði ákærðu Kristjáns Viðars. Sævars Marinós og Tryggva Rúnars með því að veita þeim liðsinni við að fjarlægja og koma líki Guðmundar fyrir á ókunnum stað og þannig leitast við að afmá ummerki brotsins bæði þegar fyrrgreinda nótt og siðar siðla sumars sama ár. Þykir hann hafa gerst brotleg- ur við 211 gr , sbr 22 gr . 4 mgr sbr 1 mgr hegningarlaganna svo og við 1 1 2 gr , 2 mgr sömu laga Telja verður sannað með eigin játn- ingu ákærða Alberts Klahns og fram- burðum ákærðu Kristjáns Viðars og Sævars Marinós. að hann hafi aðfara- nótt 27 janúar 1974 ekið frá Hamars- braut 1 1 i bifreið, sem hann hafði til umráða, með Guðmund Einarsson, sem ákærðu Kristján Viðar. Sævar Marinó og Tryggvi Rúnar báru út i bifreiðina Var ekið i hraunið sunnan Hafnarfjarðar, einkum að fyrirlagi ákærða Sævars Marinós. þar sem ákærðu Kristján Viðar. Sævar Marinó 09 Tryggvi Rúnar báru Guðmund á brott frá bifreiðinni og komu honum fyrir i hrauninu. Eins og rakið hefur verið i máls- atvikalýsingu hér að framan. kom i Ijós eftir útgáfu ákæru og þegar meðferð dómsins á málinu var hafin, að ákærði Albert Klahn og vitnið G unnar Jónsson voru staddir að Hamarsbraut 11. þegar margumrædd átök áttu sér þar stað. án þess þó að séð verði. að þeir hafi tekið nokkurn þátt i þeim Fóru þeir af staðnum rétt i þann mund. er átökunum lauk Ákærði Albert Klahn hefur sagt, að honum hafi ekki verið Ijóst. er þeir fóru af staðnum. hvort Guðmundur hafi verið látinn eða ekki. en sá að hann lá hreyfingarlaus Ók ákærði Gunnari heim og hélt siðan aftur að Hamarsbraut 11. en fór þá ekki inn i húsið Fór fyrrgreindur flutn- ingur fram i framhaldi þessa Ákæruvaldið gaf ekki út framhaldsá- kæru á hendur ákærða Albert Klahn vegna hinna nýju upplýsinga um að hann hafi verið viðstaddur átökin Við úrlausn á þætti hans verður þvi að Þyggja á verknaðarlýsingu i ákæru. en hún nær ekki til annars en þess, er gerðist eftir að ákærði kom öðru sinni að Hamarsbraut 1 1 BrotiS var fullframið Kemur þá lil álita, hvort brot ákærða svo sem þvi er lýst i ákæru. geti varað við 211 gr sbr 4 mgr 22 gr almennra hegningarlaga. þ e. hvort hann hafi með verknaði sinum gerst sekur um svokallaða eftirfarandi hlut- deild i broti meðákærðu Fyrrgreint lagaákvæði gerir ráð fyrir tveimur skil- yrðum til þess að um þetta geti verið að ræða, þ e að maður hafi annað hvort notið hagnaðar af broti eða hald ið við ólögmætu ástandi, er skapaðist vegna brotsins Ekkert er komið fram um. að ákærði hafi notið hagnaðar af brotinu og kemur ákvæðið þvi ekki til greina að þvi leyti um brot hans Leggja verður þann framburð ákærðu til grundvallar. að Guðmundur hafi verið látinn er hann var fluttur frá Hamarsbraut 1 1 Brot meðákærðu var fullframið. þegar þeir höfðu svipt Guð- mundi lifi. þannig að verknaður og afleiðing féllu saman Var þvi ekki fyrir hendi neitt ólögmætt ástand. sem ákærði Albert Klahn gat breytt nokkru um Getur verknaður hans þvi ekki fallið undir lagaákvæði þetta og ber að sýkna hann af ákæru um brot á því Eins og verknaðarlýsingu ákæru er háttað verður ákvæði 2 mgr 221 gr hegningarlaga um atferli ákærða ekki beitt Hins vegar var ákærði með verknaði sinum að tálma rannsókn á broti með- ákærðu og varðar það atferli hans við 2 mgr 1 12 gr almennra hegningar- laga Frásagnir ákærðu Alberts Klahns. Kristjáns Viðars og Sævars Marinós um flutning á liki Guðmundar Einars- sonar siðla sumars 1 974 á enn annan stað eru svo óljósar. reikular og ósam- hljóða. og sakaratriði þessu að öðru leyti svo háttað, að ekki þykir unnt að telja slíkan flutning sannaðan Ber því að sýkna ákærða Albert Klahn, að þvi er það ákæruatriði varðar Geirfinnsmál í ákærunni frá 16 mars 19 77 er framangreindum ákærðu Kristjáni Viðari og Sævari Marinó ásamt Guð- jóni Skarphéðinssyni, Rauðarárstig 32. Reykjavik, fæddum 19 6 1943. gefið að sök að hafa aðfaranótt 20 nóvember 1974 ráðist i félagi á Geir- finn Einarsson. til heimilis að Brekku- braut 1 5 i Keflavik. i Dráttarbrautinni þar i bæ og misþyrmt honum þar svo, að hann hlaut bana af Jafnframt að hafa siðan flutt lik hans að Grettisgötu 82, þar sem ákærði Kristján Viðar bjó í ákærunni er þeim Kristjáni Viðari, Sævari Marinó og Erlu Bolladóttur. Stóragerði 29. fæddri 19 7 1955 ennfremur gefið að sök að hafa 21 sama mánaðar flutt lik Geirfinns i bif- reið, sem Erla ók, frá Grettisgötu 82 að Rauðhólum. þar sem þau greftruðu líkið eftir að hafa hellt bensini á það og lagt eld að Áður en að þvi er vikið að greina frá niðurstöðum dómsins um þessi ákæru- atriði þykir rétt að vitna til afstöðu hans til framburðar vitnisins SigurðaT Óttars Hreinssonar. en vitni þetta breytti fyrri eiðfestum framburði sinum eftir munn- legum flutning málsins i október s.l Segir svo i dóminum um þetta atriði Bílstjórinn breytir framburði Svo sem áður er rakið hefur vitnið Sigurður Óttar Hreinsson breytt eið- svörnum framburði sinum frá 25 mai s I og neitar nú að hafa farið á sendi- bifreiðinni til Keflavikur 19 nóvember 1974 Hefur vitnið haldið þvi fram. að framburðir þess i málinu séu þannig tilkomnir. að það hafi verið beitt þvingunum og hótunum um gæslu- varðhald af háflu lögreglumanna Framburðir þess séu byggðir á vissum upplýsingum fá lögreglunm. en það hafi skáldað i eyðurnar Það hafi ekki haft kjark i sér af ótta við lögregluna að breyta framburðinum. fyrr en 1 3 októ- ber s.l. Við nánari rannsókn málsins vildi vitnið þó ekki halda því fram. að þvi hafi verið hótað neinu, er það gaf skýrslu hjá Karl Schútz hinn 14 desember 19 76. þar sem það viður- kenndi fyrst ferðina til Keflavikur. en það hafi daginn áður neitað hjá lög- reglumönnum að hafa farið hana og kveður vitnið framburði Auðar Gests- dóttur, dómtúlks. og Péturs Eggerz. sendiherra. um yfirheyrsluna rétta Þá hefur vitnið haldið þvi fram. að yfirheyrslan yfir þvi hafi staðið i allt að 10 klst. Rannsókn á þessari staðhæf- ingu vitnisins hefur leitt i Ijós. svo að óyggjandi sé. að hún er ekki rétt og að yfirheyrslan hafi ekki farið fram úr 6 klst og þvi verið innan þess hámarks- Framliald á bls. 32. Dómur kveðinn upp í Guðmund- ar- og Geirfinnsmálinu fyrir sakadómi Reykjavíkur í gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.