Morgunblaðið - 20.12.1977, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 20.12.1977, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1977 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL 10 — 11 FRÁ MÁNUDEGI ‘IrwvjsawuM'vu ekki of hátíðlega. Það er sjálfsagt nokkuð til í þessari ábendinu bréfritarans og vel mætti ímynda sér að fólk sé óþarflega niður- dregið í skammdeginu, það kemur þó alltént vor að nýju og (von- andi) gott sumar! Nóg um þessar lundarfarshugleiðingar og snúum okkur að næsta bréfi, sem er stutt: 0 Fósturlandsins Freyja leigð? „Það eru til konur bæði í Tyrklandi og Grikklandi, sem taka leigugjald fyrir líkama sína. Viljið þið, íslenzkar konur, feta í fótspor þeirra? Og óska islenzkir karlmenn dætrum sínum slíks hlutskiptis? Ef ekki, hví þá Fósturlandsins Freyja? Eigum við að tileinka okkur allt það sem lakast er hjá öðrum þjóðum? Islendingur." Og að lokum er hér bréf er fjallar um skemmtistaðina og hvort það sé þar sem allt vont gerist: • Ekki skemmtistöðum að kenna „Ég var að lesa í Mbl. viðtal við Alfreð Þorsteinsson. Ekkert veit ég um þetta mál og kemur heldur ekki við, en eitt er þó i þessu viðtali, sem ég hnaut um og það er sem hann segir að svo sé komið að ekki sé hægt að fara á skemmtistaði borgarinnar án þess að eiga yfir höfði sér kæru fyrir brot. Ég kem töluvert á skemmti- staði hér i borg og fyrir þeirra hönd vil ég hiklaust mótmæla þessu. Sem betur fer eru skemmti- staðirnir okkar ekki orðnir eins og krár í Nýhöfn eóa slíkt. Nei, það sem gerist er venjulega og eiginlega alltaf eftir að skemmti- staðnum er lokað og eftir að „partiin" hefjast. Það er skemmst að minnast kunningja minna, hjóna, sem ætluðu að gera sér dagamun i tilefni afmælis. Þau fóru á virðulegan veitingastað, borðuðu, fengu sér ljúfar veigar með matnum, voru komin í ,,stuð“ og fóru á stað til að dansa og fá sér nieira. Þar hitta þau par, sem þau þekktu ekki neitt, stúlkan islenzk og hann útlendur. Þeim geðjaðist vel að þessu fólki og bjóða þeim heim, þar sem var töluvert áfengi fyrir hendi. En þá féll fljótlega griman af þessurn framandi gestum og það er ekkert að orðlengja það, að eftir nóttina var heimilið eins og rúst, meira og minna brotið og bramlað. Þetta er nefnilega alls ekki einsdæmi hér, en þetta er það sem maður kallar yfir sig sjálfur með þvi að taka inn á heimili ókunnugt fólk og allir oftast meira og minna drukknir. Nei, á veitingastaðnum sjálfum er það ekki svona slæmt. Kata.“ Vel má þetta vera rétt ábending hjá Kötu, að fremur geti eitthvað misjafnt gerzt er út fyrir veitinga- staðina er komið, en þó hlýtur það einnig að geta komið fyrir þar, eins og fréttir hafa stundum heyrzt af. Þessir hringdu . . . £ Takmörkun auglýsinga Útvarpshiustandi: — Það hafa sjálfsagt fleiri en ég tekið eftir þvi hversu gífurlega mikið er af auglýsingum í útvarp- inu núna, eða tilkynningum eins og það heitir á máli útvarps- manna. Oft hefur verið mikið um auglýsingar í útvarpi fyrir jólin, en ég held að þær hafi aldrei verið fleiri en núna, eða svo finnsl mér a.m.k. Eiginlega er þessi timi manni hálfgerður þyrn- ir í augum, þar sem öll dagskrá útvarpsins fer meira og minna úr skorðum, eða það varð a.m.k. á laugardag, og hefur verið nokkra daga nú að undanförnu. Barna- sagan hefur verið stytt o.fl. mætti SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson A alþjóðlegu skákmóti í London í ár kom þessi staða upp í skák Englendinganna Hardings, sem hafði hvitt og álti leik, og Trevely- ans: 18. Rdb5! — axb5 19. Rxb5 — Dd8 20. Bxb6 — I)xl)6 21. Hxd6. Svart- ur gafst upp. Drottning hans á sér ekki undankomu auðið. Sigurveg- ari á mótinu varð argentinski stórmeistarinn Quinteros. Hann hlaut 8 v. af 10 mögulegum. I öðru sæti varö Birnboim, Israel með 7'A v. og í 3.—5. sæti þeir Torre, Filippseyjum og Englendingarnir Nunn og Webb. Þátttakendur voru alls 66 og tefldu þeir 10 umferðir eftir svissneska kerfinu. Það var Lloyds bankinn i London sem fjármagnaði mótið. sjálfsagt nefna. En það sem vakir fyrir mér með þessum orðum er að varpa því fram hvort ekki sé unnt að stytta eða takmarka á einhvern hátt þennan mikla aug- lýsingatíma. Væri ekki mögulegt að setja einhvers konar þak á þann tíma sem auglýsingum væri ætlaður og segja bara þvi miður, nú er allt orðið upppantað hjá okkur. Ég hef það á tilfinning- unni að svona sé þessu farið hjá sjónvarpinu, því þar er a.m.k. nokkurn veginn vitað fyrirfram hversu langur timi fer í þetta. Auðvitað er hér um eina mestu tekjulind útvarpsins að ræða, ekki sizt svona rétt fyfir jólin, en það liggur við að maður hafi alls enga löngun til að opna fyrir út- varpið yfirleitt á þessum árstíma, það eru annaðhvort augiýsingar, sem maður heyrir eða niðurskorn- ir dagskrárliðir og hugsanlega á milli lestur úr nýjum bókum. Við sem erum kannski heima við all- an daginn, viljum gjarnan heyra venjulega dagskrá því hún er yfirleitt ágæt, en okkur finnst nærri þvi að okkur sé misboðið með þessum sífelldu tilkynning- um. HOGNI HREKKVISI Þella hlutverk er nú ekki beinlínis sniöið f.vrir hann! NORRÆNA DEILDIN HAFNARSTRÆTI 3 ARABIA AEG AEG 'y&g' tóa p Fjölbreytt úrval AEG handverkfæra til iðnaðar- bygginga- og tómstundavinnu. Vandið valið og notið sterk og vönduð verkfæri. BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 HANDVERKHERI ÖSKAGJÖFISTeiH VASAREIKNIVÉL Hverfisgötu 33 Sími 20560

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.