Vikan


Vikan - 14.11.1991, Síða 4

Vikan - 14.11.1991, Síða 4
BLS. 4 LITLAR KRANSA- SMÁKÖKUR 800 g möndlumassi (marsípan) 3 eggjahvítur 1 dl flórsykur 100 g suöusúkkulaði Skraut: Kokkteilber Hakkið möndlumassann eða rífið hann í grænmetisjárni. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim saman við möndludeigið ásamt flórsykr- inum. Sprautið deiginu með rjómasprautu á bökunar- pappír. Skreytið kökurnar með kokkteilberjum og bakið þær við 175° C í 10 mín. Losið kökurnar varlega frá pappírnum meðan þær eru heitar. Látið þær kólna og dýf- ið þeim þá ofan í bráðið súkkulaði. Heillaráð: Til þess að auðveld- ara verði að sprauta deiginu, er gott að velgja það í potti eða stinga rjómasprautunni í nokkrar sekúndur inn í ör- bylgjuofn, sem stilltur er á full- an straum. ÖMMUKÖKUR 500 g hveiti 250 g smjör (eða smjörlíki) 75 g strásykur 1 tsk hjartarsalt rifinn börkur af einni sítrónu 1/2 tsk hvítur pipar 1 tsk kardimommur 1 dl vatn Myljið smjörið saman við hveitið. Blandið sykri, hjartar- salti, rifnum berki og kryddi saman við. Smábætið vatninu út (og hnoðið deigið vel. Rúllið deiginu í mjóar lengjur og skerið í litlar kökur. Mótið kúlur og bakið við 190° C, þar til þær eru orðnar Ijósbrúnar. Dýfa má kökunum út í bráðið suðusúkkulaði þegar þær eru farnar að kólna. 90 stk. HNETUKÖKUR 300 g hveiti 200 g smjör (eða smjörlíki) 75 g flórsykur 1 tsk lyftiduft fínsaxaðar heslihnetur Myljið smjörið saman við hveitið og sigtiö fiórsykur og lyftiduft saman við. Hnoðið deigið vel og rúllið því í tvær lengjur. Veltið þeim því næst upp úr söxuðum hnetum. Látið deigið bíða um stund í kæli- skáp. Skerið lengjurnar í kökur og bakið í 8-10 mínútur við 200 ° C hita. 60 stk. KORNFLÖGU- KÓKOSKÖKUR 200 g hveiti 120 g smjörlíki 100 g sykur 100 g púðursykur 50 g kornflögur (cornflakes) 100 g kókosmjöl 100 g haframjöl 1/2 tsk natron 1/4 tsk salt 1 tsk vanillusykur 1 egg súkkulaðidropar Smjörlíki og sykur hrært sam- an í hrærivél og egginu síðan bætt út í. Að því búnu er öllum þurrefnum blandað saman við. Búnar eru til litlar kúlur og þeim þrýst létt á plötu. Bakað viö 190° C (170° C í blásturs- ofni) þar til kökurnar eru orðn- ar fallega brúnar. Súkkulaði- dropi er settur ofan á kökurnar þegar þær eru teknar út úr ofn- inum. 65 stk.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.