Vikan


Vikan - 14.11.1991, Side 14

Vikan - 14.11.1991, Side 14
KANILHJÖRTU BLS. 14 500 g smjörlíki 125 g sykur 700 g hveiti 3-4 eggjarauður kanilsykur Blandið saman sykri og smjör- líki og bætið síðan hveiti og eggjarauðum saman við. Fletj- ið deigið út, u.þ.b. 4-5 mm þykkt, og stingið út. Penslið með eggjahræru og dýfið [ kanilsykur. Bakið við 200 gráðu hita. SÚKKULAÐISNITTUR 400 g smjörlíki 375 g sykur 600 g hveiti 1 egg 1 msk kakó lítið eitt af hjartarsalti (fremst á teskeið) 1/4 tsk vanillusykur möndlusykur Hrærið saman smjörlíki og sykur og bætið egginu í. Blandið síðan þurrefnum sam- an við. Skiptið í 10 jafna hluta og lagið plötur úr þeim. Þrýstið gaffli ofan á lengjurnar. Pensl- ið með eggi og stráið möndlu- sykri yfir. Bakið við 190-200 gráður og skerið í hæfilega bita áður en kólnar. KÓKOSSMÁKÖKUR 100 g smjörlíki 100 g sykur 100 g hveiti 100 g kókosmjöl Efnið í deigið er allt hnoðað vel saman. Rúllað í langa pylsu og skorið í um það bil 40 sneiðar. Sneiðarnar rúllaðar í kúlur sem settar eru á smurða plötu. Kúlurnar flattar lítillega. Bakað í 5-6 mínútur við með- alhita. SMÁKÖKUR MEÐ HNET- UM OG SÚKKULAÐI 190 g smjörlíki 170 g sykur 170 g púðursykur 340 g hveiti 2egg 1 tsk salt 1 tsk sódaduft 1 bolli valhnetukjarnar 1 1/2 bolli súkkulaðibitar Hrærið öllu nema valhnetum og súkkulaði vandlega saman. Blandið síðan valhnetukjörn- unum og súkkulaðibitunum varlega saman við deigið. Smyrjið ofnplötuna með smjörlfki og setjið deigið á plötuna meö teskeið. Bakið í 6-8 mínútur við 185 gráðu hita.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.