Vikan


Vikan - 14.11.1991, Blaðsíða 18

Vikan - 14.11.1991, Blaðsíða 18
BANANATERTA Botnar: 200 g strásykur 200 g hveiti 1 tsk lyftiduft 1/4 tsk matarsódi 3/4 tsk fínt salt 1 tsk kakó 80 g brætt smjörlíki 1 dl mjólk 2egg Blandið sykri, lyftidufti, matar- sóda, salti, hveiti og kakói saman í hrærivélarskál. Hellið bráðnu smjörlíkinu út í ásamt mjólkinni og hrærið þetta vel saman. Setjið að lokum eggin út í og hrærið allt saman í 2 mínútur. Setjið í tvö kringlótt, vel smurð tertuform (20 sm í þvermál). Bakið við 190 gráð- ur í 12 mínútur. Fylling: 3 bananar 2 pelar rjómi 75 g suðusúkkulaði 75 g strásykur Leggið sundurskorna banan- ana ofan á annan botninn. Þeytið rjómann og bætið síðan i hann strásykrinum og bræddu súkkulaðinu (kældu). Setjið síðan rjómann ofan á bananana og loks hinn botn- inn yfir. Þetta er skreytt með því að bræða hjúpsúkkulaði og smyrja því ofan á tertuna.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.