Vikan


Vikan - 14.11.1991, Qupperneq 28

Vikan - 14.11.1991, Qupperneq 28
UPPÁHALD FRÍÐU FRÆNKU 3 egg 150 g sykur 50 g kartöflumjöl 2 msk. kakó 2 tsk. lyftiduft Fylling: hindberjasulta 200 g mjúkt núggat 1/4 I rjómi Skreyting: 200 g hjúpsúkkulaði möndlur, hnetur, kokkteilber o.fl. sem hugmyndaflugið leyf- ir. Búiö til form úr bökunarpappír eins og verið sé að baka rúllu- tertu. Þeytið saman egg og sykur þar til það er Ijóst og létt. Sigtið kartöflumjölið og hrærið því ásamt kakói og lyftidufti í deigið. Jafnið því í formið og bakið við 250 gráður í 5-6 mínútur. Losið á bök- unarpappír sem sykri hefur verið dreift yfir. Kælið vel. Rúll- ið upp og skerið slvalninginn f kökur. Smyrjið þunnu lagi af hindberjasultu á hverja köku. Hrærið núggatið þar til það er mjúkt. Blandið síðan þeyttum rjómanum saman við það. At- hugið að hræra ekki of lengi því þá getur massinn skilið sig. Setjið núggatfyllingu ofan á kökurnar og setjið þær síðan í frysti. Þekið með þunnu lagi af hjúpsúkkulaði og skreytið með hnetum, möndlum eða öðru sem hugurinn girnist. Kökurnar skal geyma f frysti en þær eiga að vera vel þíðar þegar þær eru bornar fram.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.