Vikan


Vikan - 14.11.1991, Page 31

Vikan - 14.11.1991, Page 31
ÍSKAKA MEÐ JARÐARBERJUM f tvo botna: 4 eggjahvítur 120g sykur 1/2 dl flórsykur 100 g hakkaðir hnetukjarnar eða möndlur Fylling: 1/2 kg jarðarber (niðursoðin eða fersk) 100-150 g sykur 5 eggjarauður 50 g flórsykur 4 dl rjómi Til viðbótar: 3 dl rjómi jarðarber Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum smátt og smátt út í meðan þeytt er. Þegar marengsmassinn er orðinn stífur er flórsykurinn þeyttur saman við. Blandið hnetukjörnunum í deigið og skiptið því í tvennt. Teiknið hring á bökunarpappír eftir hringlöguðu tertuformi. Smyrj- ið deiginu á pappírinn eða sprautið því í þétta hringi. Bakið botnana, helst sinn í hvoru lagi, í 225 gráða heitum ofni í 35-40 mínútur. Losið botnana frá pappírnum og lát- ið þá kólna. Næst er það fyllingin. Maukið jarðarberin, setjið sykurinn saman við og hrærið þar til sykurinn er bráðnaður. Þeytið eggjarauðurnar þar til þær eru Ijósgular. Blandið flórsykrinum saman við þær og eggjahrær- unni síðan saman við jarðar- berjamaukið. Hrærið léttþeytt- um rjómanum saman við massann. Setjið hann nú i frysti í 1-1 1/2 klukkustund. Leggið nú annan botninn í hátt hringform og þekið með ís- massanum Leggið hinn botn- inn ofan á og þrýstið þétt á. Hafið kökuna í frysti í að minnsta kosti þrjá tíma. Fjarlægið hringformið. Stíf- þeytið rjómann og smyrjið helmingi hans ofan á kökuna og á hliðarnar. Sprautið af- ganginum ofan á kökuna og setjið hana síðan strax í frysti. Kökuna á að taka úr frysti um 20 mínútum áður en hún er borin fram. Þá má skreyta hana með jarðarberjum og þar með er þessi kaldi draumur til- búinn.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.