Vikan


Vikan - 14.11.1991, Page 34

Vikan - 14.11.1991, Page 34
BLS. 34 MARSIPANKAKA MEÐ SÚKKULAÐI 250 g smjör eða smjörlíki 250 g sykur 4 egg 250 g hveiti 1/2 tsk. lyftiduft 50 g hnetukjarnar 50 g dökkt súkkulaði 80 g hreint marsipan Skraut: Dökkt súkkulaði hnetukjarnar í flögum Smjör og sykur hrært saman þar til þaö er Ijóst og létt. Eggj- unum bætt saman við, einu ( senn. Hverju eggi hrært vel saman við. Marsipanið hakkað gróft. Súkkulaðið er einnig hakkað, svo og hnetukjarnarn- ir. Svolítið hveiti sett saman við marsipan, súkkulaði og hnetukjarna. Afganginum af hveitinu er blandað saman við lyftiduftið og sú blanda siðan sett saman við eggjahræruna. Loks er marsipani, hnetukjörn- um og súkkulaði blandað var- lega saman við. Sett í smurt sandkökuform og komið fyrir í köldum ofni. Hitinn er stilltur á 160 gráður og kakan látin bak- ast í eina og hálfa klukkustund eða þar til hún er bökuð í gegn. Látin standa 110 mínút- ur í forminu. Þegar kakan er orðin köld er hún skreytt með bráðnu súkkulaði og hnetu- kjarnaflögum. KLEINUR 0,75 lolía 1 kg hveiti 1 tsk hjartarsalt 8 tsk lyftiduft 2 tsk sítrónudropar og kardimommur (duft) 100 g smjörlíki 250 g sykur 3 egg 1/2 I mjólk (gott að nota súr- mjólk en af henni þarf svolítið meira) Hrærið saman smjörlíki og sykur, bætið síðan eggjunum út í og hrærið vel. Setjið hveiti, lyftiduft, hjartarsalt, dropa og mjólk saman við og hnoðið annaðhvort í vél eða höndum. Skiptið deiginu í fjóra hluta og fletjið með kökukefli. Búið til kleinur og snúið þeim. Steikið þær í heitri feitinni þar til þær verða gulbrúnar - gott er að hafa helluna stillta á 2,5.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.