Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Side 5

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Side 5
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012 5 frá ritstjóra Í þessu hefti Uppeldis og menntunar eru fjórar ritrýndar greinar, fjórar styttri viðhorfs- greinar og þrír ritdómar. Ritrýndu greinarnar eru um ólík efni á sviði menntunar- fræða. Viðhorfsgreinarnar eru um stöðu þroskaþjálfunar, bæði starfsins og náms í grein- inni. Ritstjóri þeirra og jafnframt höfundur fyrstu greinarinnar í bálkinum er Guðrún V. Stefánsdóttir, dósent í fötlunarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í næsta hefti er ætlunin að birta sambærilegan bálk greina um stöðu íþróttafræða í ritstjórn Kristjáns Þórs Magnússonar, aðjunkts við Menntavísindasvið. Tímaritið birtir nú í fyrsta skipti svokallaðan ítardóm um bók, eða það sem á ensku er gjarna nefnt essay review. Fyrirkomulagið er þannig að ýmist geta höfundar haft frumkvæði að því að senda inn ítardóm eða tímaritið óskar eftir því við einhvern að rita slíkan dóm. Í báðum tilvikum er dómurinn sendur til eins aðila utan ritnefndar sem er beðinn að gefa álit og uppbyggjandi athugasemdir. Að þessu sinni er ítar- dómurinn um eitt rit: Skýrslu Anne Bamford um list- og menningarfræðslu á Íslandi. Jafnalgengt form ítardóma er að skrifað er um tvær til þrjár bækur, innlendar sem erlendar, sem fjalla um líkt efni. Ritnefndin vonast til þess að í framtíðinni verði unnt að birta fleiri slíka dóma. Einn ritdómanna er um erlent rit og mun það vera í annað skipti sem tímaritið birtir slíka umfjöllun um bók á erlendu máli. Loks er ritdómur um íslenska bók sem kom út í fyrra. Tímaritið Uppeldi og menntun hlaut árið 2011 þá viðurkenningu að vera metið sem svokallað 15 stiga tímarit í stigamatskerfi háskólafólks, því það uppfyllir nú 17 skil- yrði af 18 sem tímarit eru metin eftir. Þetta er tímaritinu og okkur sem að því stöndum hvatning til að halda áfram því góða starfi sem fyrri ritnefndir og ritstjórar byggðu upp. Uppeldi og menntun er nú aðgengilegt á Tímarit.is og verður hvert hefti birt þar ári eftir að það er gefið út á pappír. Tímaritið hefur smám saman verið að færa sig yfir í það kerfi að höfundar skili greinum þegar þeim hentar en miða síður við sérstakan skilafrest fyrir einstök hefti. Enn er þó tilgreindur skilafrestur tvisvar á ári, þ.e. 1. mars og 1. september, en reynslan sýnir að heppilegast er að höfundar skili greinum um leið og þær eru tilbúnar. Leið- beiningar til höfunda og ritrýna og upplýsingar um frágang handrita eru á vef tíma- ritsins, vefsetur.hi.is/uppeldi_og_menntun. Ritnefnd og ritstjóri þakka öllum sem hafa lagt hönd á plóg við útgáfu þessa heftis: höfundum, ónefndum ritrýnum, þeim sem sjá um útgáfuna, prenta tímaritið og dreifa því til áskrifenda. Þótt í erlendum tímaritum séu nöfn ritrýna iðulega birt í hverjum árgangi væri það í mesta lagi hægt á margra ára fresti í tímariti sem kemur út tvisvar ári ef ekki ætti að vera hægt að lesa út úr því hver ritrýnir hvað. Uppeldi og menntun á því láni að fagna að fjöldi fólks er reiðubúinn að rýna greinar fyrir tímaritið og skilar því verki fljótt og vel. Menntunarfræðin búa líka við það að margir stunda fræðastörf á þessu sviði og að þau eru þverfræðilegs eðlis og því er oft hægt að leita til fólks sem formlega starfar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.