Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Side 44

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Side 44
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 201244 reynsla þriggJa grUnnskóla af fJölmenningarlegU starfi var dýpkaður. Í öllu skipulagi skólastarfsins var unnið að því að brjóta niður múra milli fólks og var trúarbragðafræði meðal annars skyldunámsgrein í skólanum í því skyni. Þar var nemendum kennt að brjóta álitamál til mergjar út frá mismunandi trúar- og lífsskoðunum, koma með rök með og á móti og hafa jafnvægi í rökunum áður en þeir mynduðu sér skoðun. Kennarar röðuðu nemendum til sætis í sama tilgangi. Nemendur af ólíkum uppruna og trú sátu saman og kennslustundir voru brotnar upp með verkefnum sem reyndu á samvinnu nemenda. Það er markmið skólans að ná því besta út úr hverjum nemenda og einn liður í því eru skýrar reglur um skólasókn og skil á heimanámi. Í gögnum um skólann kom fram að fjarvistir nemenda undanfarin ár voru töluvert innan við 2% enda var skólasókn talin skipta miklu máli fyrir nem- endur úr þjóðfélagshópum sem standa höllum fæti þar sem gengið er út frá þeirri meginhugmynd að menntun sé lykill að framtíð unga fólksins. Tillögur Hér á eftir verða nokkrar tillögur að áherslum við skipulag fjölmenningarlegs skólastarfs kynntar. Þær byggjast á því sem viðmælendur í rannsókninni telja að hafi reynst vel í skólastarfinu og vilja þróa áfram. Mikilvægt er að hafa í huga að til þess að skólastarf verði farsælt þarf skólinn að vera í samvinnu við þá aðila sem koma að lífi og menntun unga fólksins. Það er í samræmi við orð Banks (2010) um að fjölmenningarleg menntun verði að ná til alls samfélagsins. Tillögunum er skipt í þrjá flokka til aðgreiningar. Skólinn sem samfélag • Í fjölmenningarlegu skólastarfi snúast gildin um virðingu, jöfnuð og lýðræði. • Skólastjórnendur leiða starfið og vinna að framtíðarsýn og umbótum með þátttöku allra í skólasamfélaginu. • Mótað er skipulag um skólastarf með nemendum af erlendum uppruna. • Endurmenntun í skólanum snýr að því að auka færni kennara í að virkja fjölbreyttan nemendahóp til þátttöku í eigin námi og efla samræður í skólastarfi. • Gögn um skólana eru notuð við umbætur og umræður um skólastarfið. • Unnið er gegn fordómum og einelti eftir ákveðnu verklagi. • Ákveðinn aðili innan skólans heldur utan um mál nemenda af erlendum uppruna. Nám og kennsla • Nám allra nemenda er sameiginlegt verkefni allra í skólanum. • Lýðræðisleg vinnubrögð einkenna skólastarfið. • Nemendur eru fræddir um ólíka menningu og trúarbrögð. • Nemendur geta leitað til ákveðins aðila innan skólans um aðstoð við námið og annað er tengist veru þeirra í nýju landi. • Bakgrunnsupplýsingum um nemendur er safnað og námið skipulagt út frá fyrri reynslu og skólagöngu. Nemendum er mætt þar sem þeir eru staddir. • Stuðlað er að virkri þátttöku erlendra nemenda með kennsluaðferðum þar sem áhersla er á samvinnu og þátttöku.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.