Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Side 54

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Side 54
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 201254 lýðræðislegt samræðUmat Markmið rannsóknarinnar var því meðal annars að skoða ávinning og annmarka þess að að nota lýðræðislegt samræðumat í innra mati leikskóla. Lögð var áhersla á að fanga álit ákveðins hóps hagsmunaaðila á því hvað telst mikilvægt í námi leik- skólabarna og þjónustu við þau. Þegar samræðumat er notað er lögð áhersla á að hafa fulltrúa allra hagsmunaaðila með í ráðum, að gefa öllum röddum vægi og að viðhalda valdajafnvægi í umræðu (House og Howe, 2000). Börn hljóta að teljast helstu hags- munaaðilar leikskólastarfs, en jafnframt þeir aðilar sem valdaminnstir eru. Því þarf að leggja sérstaka áherslu á að fá fram viðhorf þeirra og að kynnast aðferðum þar að lútandi. Litið er á börn sem borgara og á réttur barna til þátttöku í leikskólastarfi að tryggja þeim aðgang að ákvarðanatöku og mati. Samræðumat gefur möguleika á þátttöku barna í mati á starfi leikskóla og samrýmist vel helstu áherslum í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (Sameinuðu þjóðirnar, 1989). Sá samningur hefur aukið réttindi þeirra til þátttöku í samfélaginu og til að hafa áhrif á umhverfi sitt, meðal annars með því að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Mat á lEiKsKólastarfi Mat verður ætíð til í einhverju skipulagi, einhverju ákveðnu félagslegu samhengi. Það stendur ekki eitt og sér sem einhver rök eða aðferð, laust við tíma og rúm, og það er ekki heldur laust við gildi eða hagsmuni. Matsaðferðir eru öllu heldur samofnar ákveðinni félags- og stofnanalegri starfsemi og kerfi. (House og Howe, 2000, bls. 3, þýðing greinarhöfunda) Markmið mats á gæðum leikskólastarfs samkvæmt lögum er að skoða hvort leikskól- ar starfi eftir lögum og reglugerðum og að veita ákveðnar upplýsingar um það starf sem fram fer innan leikskólans og þann árangur sem næst með því. Einnig er hlutverk mats að auka gæði starfsins og tryggja rétt barna og þjónustu þeim til handa. Í lögum um leikskóla er mat flokkað í annars vegar ytra mat og hins vegar innra mat leik- skóla eða sjálfsmat þeirra (Lög um leikskóla nr. 90/2008). Starfsmenn stofnunar geta séð um innra mat en einnig getur utanaðkomandi aðili framkvæmt innra mat í sam- starfi við starfsmennina. Ytra mat getur tengst eftirlitshlutverki annarrar stofnunar, t.d. ráðuneytis eða sveitarfélaga. Í lögunum segir enn fremur að hver leikskóli eigi að meta með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs með virkri þátttöku starfsmanna, barna og foreldra eftir því sem við á. Mat er ekki síst fyrir þá hagsmuna- aðila sem veikustu röddina hafa og er meðal annars til þess gert að hvetja til samræðu milli hagsmunaaðila, í þeim tilgangi að hjálpa þátttakendum að skilja sjónarmið sín og athuganir betur (House og Howe, 2000). Lýðræðislegt samræðumat Á áttunda áratug tuttugustu aldar fóru menntunarfræðingar að mótmæla tæknilegum matsaðferðum og töldu þær ekki henta skólastarfi (Fitzpatrick, Sanders og Worthen, 2004). Þeir lögðu þess í stað áherslu á mannlega þáttinn í mati sem endurspeglaði hið flókna samhengi hversdagsins og hin ólíku sjónarmið þeirra sem að starfseminni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.