Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Síða 57

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Síða 57
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012 57 anna magnea hreinsdóttir og sigUrlína davíðsdóttir og hafa ekki tíma til að taka þátt í djúpum rökræðum eða gleyma sér í umræðum um matsaðferðir eða atriði sem lúta að framkvæmd matsins fremur en að ræða það sem skiptir máli, þ.e. gildin og innihald starfsins. Þá gleypir samræða um aðferðafræðina umræðuna um gildismatið. Sérstaklega er hætt við þessu þegar börn eiga í hlut þar sem starfsfólk leikskóla telur sig ef til vill ekki hafa þær aðferðir sem þróaðar hafa verið til að ná röddum barna fullkomlega á valdi sínu. Þá getur farið mikill tími í um- ræður um aðferðirnar en minni tími í að ræða tilganginn með því að hlusta á börnin og til hvers sjónarmið þeirra eigi að leiða. Viðmið mats Mat á skólastarfi byggist ávallt á þeim gildum og viðmiðum sem starfs- fólk, foreldrar og börn hafa komið sér saman um, en hvernig sem mat er framkvæmt og hverjar sem aðferðirnar eru, þá er mat ávallt gildishlaðið (Guba og Lincoln, 1981). Gunnar E. Finnbogason (2004) hefur skoðað á hvaða gildum íslenskt skólastarf bygg- ist og hver sé þáttur og hlutverk gilda í skólastarfi. Hann fjallar um tengsl gilda við spurninguna um hið góða líf. Telur Gunnar þau snúast um val á áherslum í lífinu og að ólík gildi hafi áhrif á hegðun okkar. Einnig heldur Gunnar því fram að gildin teng- ist lífsstíl okkar og menningu. Gildi mótast af mati okkar og forgangsröðun á því sem talið er eftirsóknarvert (Løvlie, 1996; Orlenius, 2001). Námskrá skóla endurspeglar oft þá hugmyndastrauma sem finnast í samfélaginu hverju sinni. Þá er ekki eingöngu átt við pólitískar og efnahagslegar hugmyndir, heldur einnig menningarlegar. Í því sam- bandi má benda á þá staðreynd að Ísland er aðili að Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (Sameinuðu þjóðirnar, 1989) sem tekur sérstaklega á réttindamálum barna. Þau gildi sem þar eru undirstrikuð virðast vera sameiginleg þeim þjóðum sem hafa samþykkt hann, þrátt fyrir ólíka menningu og trúarbrögð (Gunnar E. Finnboga- son, 1999). Mat á leikskólastarfi mótast einnig af hugmyndastraumum, kenningum og fræðum og hafa viðhorf undanfarinna ára einkennst af nútímakenningum um gæði og staðla í leikskólastarfi (Dahlberg o.fl., 1999). Gæði hafa verið skilgreind sem fyrirsjáanleg, stöðug og mælanleg samkvæmt fyrirframgefnum stöðlum. Umræða um staðla á rætur sínar að rekja til viðskiptalífs og iðnaðar. Ekki er þó hægt að líta umönnun barna sömu augum og viðskiptalífið, þ.e. sem ferli með ákveðnar niðurstöður í huga, heldur þarf að líta á góða umönnun í siðferðilegu ljósi þar sem ekki er hægt að líta á barnið né kennarann sem hluti (Wærness, 1999). Katz hefur til að mynda orðið tíðrætt um hug- takið „verksmiðju“ þegar hún fjallar um leikskólastarf í Bandaríkjunum: „Mér sýnist leikskólar eiga á hættu að verða allir steyptir í sama mótið. Verksmiðjum er ætlað að breyta hráefni í tilbúna vöru með því að meðhöndla hana á ákveðinn hátt“ (Katz, 1993, bls. 33–34, þýðing greinarhöfunda). Hér er Katz að lýsa því hversu tæknigert eða staðlað leikskólastarf er orðið, þar sem innihaldið er vel skilgreint og mælanlegt. Menntun, nám og uppbygging þekkingar er ekki tæknileg í eðli sínu og háð mati sér- fræðinga, heldur þurfum við að huga að merkingu menntunar fyrir þá sem að henni koma, hugsa og axla ábyrgð á því sem við erum að gera (Rinaldi, 2006). Nauðsynlegt er að gagnrýna það sem er sjálfsagt í tilveru okkar, að láta umræðuna um menntun „stama“ í stað þess að fljóta gagnrýnislaust (Rose, 1999). Með því að einskorða leik- skólastarfið við mælanlegar einingar er verið að útiloka ákveðna umræðu og aðferðir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.