Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Síða 86

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Síða 86
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 201286 UndirBúningUr verðandi stærðfræðikennara Verkefni C – Talnarunur Gerð er grein fyrir úrlausnum þriggja kennaranema. Þeirri spurningu var fyrst beint til nemendanna hversu einstök Fibonacci-runan sé, til dæmis hvað myndi breytast ef byrjað væri með aðrar tölur en 1 og 1. Segja má að þeir hafi svarað spurningunni án þess að reyndi á gagnrýna og greinandi hugsun því þeir þekktu það greinilega allir að allt eins mætti byrja rununa á tölunum 0 og 1 og að þá fengist Fibonacci-runan frá og með tölu númer tvö. Eftir stuttar umræður smíðuðu nemarnir síðan nýjar runur sam- kvæmt aðferð Fibonaccis: Völdu tvær nýjar upphafstölur og lögðu síðan saman koll af kolli. Þeir ýmist byrjuðu með tvær ólíkar tölur eða tvisvar sömu töluna og engum datt í hug að nota neikvæða(r) tölu(r). Í engri runu var fyrri upphafstalan minni en seinni upphafstalan. Sýnishorn af nýjum runum nemenda: 1, 2, 3, 5, 8, 13, 21, … 2, 2, 4, 6, 10, 16, 26, … 5, 7, 12, 19, 31, 50, … 10, 20, 30, 50, 80, 130, … Tveir nemendanna bentu á að nýju runurnar þeirra endurspegluðu ekki kanínu- tímgunina og var það eina viðleitnin til að bera eiginleika nýju runanna saman við eiginleika Fibonacci-rununnar. Enginn velti á þessu stigi fyrir sér tengingunni við gullinsnið. Eftir ábendingu rannsakanda reiknuðu nemendurnir út hlutföll samliggj- andi talna í hinum nýju runum sínum og komust þá að þeirri niðurstöðu að eftir því sem þeir komu ofar í runurnar nálgaðist þetta hlutfall töluna 1,618… Rétt eins og hjá Fibonacci-rununni nálgaðist hlutfallið gullinsnið sem er talan √ __ 1 + 5 2 . Þegar hér var komið sögu fór ekki á milli mála að forvitni nemendanna var vakin og þeir virtust spyrja sig spurningarinnar: „Hvernig má þetta vera?“ Enginn þeirra sýndi tilburði til að reyna að finna svar við þeirri spurningu en tilgáta var í burðarliðnum sem nemendur settu fram í sameiningu: Ef byrjað er með tvær tölur og síðan bætt við tölum í sífellu með því að leggja saman tvær næstu tölurnar á undan þá fæst talnaruna sem hefur þann eiginleika Fibonacci- rununnar að hlutföll tveggja talna í röð stefna á gullinsnið. Sönnun tilgátunnar felst í að reikna út markgildi með aðferðum stærðfræðigreiningar og rannsakandi hjálpaði nemendum af stað og studdi þá í þeirri vinnu. Ekki er ástæða til að rekja gang sönnunarinnar en geta má þess að ef markgildið er kallað x kemur fram jafna á forminu x = 1 + 1/x sem hefur í för með sér jöfnuna x2 – x – 1 = 0 og jákvæð lausn þessarar annars stigs jöfnu er einmitt gullinsnið: x = √ __ 1 + 5 2 . Verkefni D – Hugtakaskilningur í algebru Gerð er grein fyrir úrlausnum þriggja kennaranema sem glímdu við verkefnið á loka- prófi. Í prófspurningunni var fyrst rifjað upp að ef T er línuleg vörpun varpar hún núlli í núll. Þá voru nemendur beðnir að skilgreina hugtakið kjarni línulegrar vörp- unar T og síðan útskýra hvernig kjarninn tengdist því hvort T væri eintæk vörpun.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.