Vísir - 24.12.1938, Blaðsíða 24

Vísir - 24.12.1938, Blaðsíða 24
22 VÍSIR Jjað getur vel verið til, þó að eg viti það ekki með vissu. Greif- inn segir af liinni miklu visku sinni, að sérhvert verk fæði af sér annað. Þannig til dæmis að taka, að þegar vonska mann- anna verður orðin óþolandi, þá blandar hún sjálf bana-lyfið gegn sér.“ „Er það alt og sumt?“ spurði hann. „Er ekki neitt það verlc til, sem eg gæti orðið honum hjálplegur með, til þess að létta bölinu af heiminum?“ • „Eg skal segja honum frá því, sem þér hafið sag't. Hann mundi að minsta kosti dást að fórnar- lund yðar.“ Þetta var ekkert svar. En þar sem hann ákvað að fara nú gætilega að öllu, þótti honum réttara að hætta sér ekki lengra að sinni. Hann iiafði sagt nógu mikið í þetta sinn. Hann yrði að hiða rólegur átekta og láta þau eiga frumkvæðið næst., Það gerðist hæsta kveld. Þá barst honum í liendur stutt bréf frá greifafrúnni og kom þjónn hennar, Pasquale, með það. „Kæri vinur“, skrifaði liún og ógreinilega skriftin liennar har greinilega votl um, í hve mikilli hugaræsingu hún lilaut að vera, ,,eg er í miklum vanda stödd og þarf nauðsynlega á hjálp yðar að halda. Þó ]>ér elskuðuð mig að eins að hálfu leyti — móts við það sem þér segið, þá hljót- ið þér að koma mér til hjálpar eins fljótt og þér getið. Sera- fine“. Hjartað barðist í brjósti hans, er hann las þetta neyðaróp hennar. Iíann hafði stundum heimsótt hana sem elskhugi Iiennar og stundum sem lög- reglumaður, en nú heimsótti hann hana sem hvorttveggja. Sá, sem hleypti honum inn að þessu sinni, var ekki, eins og venjulega, blökkumannsris- inn, sem gætti að jafnaði dyra hjá Cagliostro, heldur var það liinn tryggi Pasquale og sagði hann Bazancourt, að ganga rak- leiðis til herbergja Serafine. Það logaði aðeins á einu kerti á stigaskörinni, svo að þar var hálfrokkið. Hún gekk til móts við hann og var hvítklædd fró hvirfli til ilja. Er hann steig upp síðustu tröppuna til hennar, varpaði hún sér í fang honum, alveg máttvana. Hann greip hana í fang sér, örvaðist af ilm- inum, sem lagði af líkama henn- ar og kysti hann hana hvað cfl ir annað. Hún titraði og skalf, er hún bauð honum varir sínar. „Þú elskar mig, Armand?“ spurðj hún undurlágt. Þetta var I fynsta skifti, sem hún nefndi GLEÐILEG JÓL! Bókíwerslun Guðm. Gamalíelssonur. GLEÐILEG J Ó L ! Jj J KOL & SALT. Æ Jg GLEÐILEG JÓL! Prentmijndastofan Leiftur. KJÖTVERSLUNIN HERÐUBREIÐ Fríkirkjuvegi 7 sendir viðskiftavinum sínum innilegustu jóla- og nýárskveðjur, með þakklæti fyr- ir árið, sem er að líða. ! • p'i . |l!l!l!l!ll!l HEILDVEItSLUNIN LANDSTJARNAN sendir viðskiftavinum sínum innileg- uslu jóla- og nvársóskir, með þakk- Jeeti fyrir árið, sem nú er að líða. fornafn hans. „Segðu mér að þú elskir mig.“ Það var vissulega ekki lög- reglumaðurinn, sem nú svaraði hásri röddu: „Eg elska þig meira en sjálfan mig, engillinn minn!“ „Eg þarf mjög á hjálp þinni að halda“, stundi hún. „Segðu að mér sé óhætt að treysta þér. Segðu það.“ „Þangað lil dauðinn hrífur mig á brott“, svaraði hann í ást- arvímu sinni, og hann myndi hafa kyst liana aftur, ef hún hefði ekki varnað honum þess. Hún losaði sig úr faðmlögum hans. „Uss, vinur minn! Vertu rólegur. Komdu með mér.“ Hún tók hann við hönd sér og óstyrk i gangi leiddi liún liann með sér. En hann fylgdi henni í blindni, eins og hann gengi í svefni. Hún lauk upp liurð og leiddi fiann inn í herbergi, og fyrir þvi miðju stóð gríðarstórt rúm und- ir silkihimni. Hún tók í annað rúmtjaldið, hikaði andartak og svifti því síðan frá. Bazancourt varð sem þrumu lostinn af hryllingi, slepti liendi hennar og beygði sig áfram, til þess að sjá betur. Á rúminu lá Cagliostro, upp í loft. Allur líkami hans, nema andlit og hendur, var hulinn hvítu líni og enginn vafi var á þvi, að hann mundi látinn, né heldur hinu, hvernig það hefði atvikast. Stirðnuð augun störðu lit í bláinn, andlitið hélugrátt og um munninn lék stirðnað glott. Hendur hans vaxbleikar höfðu verið krosslagðar á brjóstinu og snertu næstum því rýting, sem rekinn liafði verið af miklu afli í brjóst hans. Skyrtan umhverf- is hann var lifrauð af blóðinu, sem vællað hafði úr undinni. Ósjálfrált hallaði Bazancourt sér enn þá nær líkinu og snerti aðra hönd þess. Hann fann að Cagliostro mundi dauður fyrir nokkuru. En áður en hann gæti framkvæmt frekari rannsókn, þreif greifafrúin í handlegg hon- um, dró rúmtjöldin fyrir og stöð á milli þeirra og hans. Fölvi hennar var vart minni en líksins. Hún tók lil máls og rödd hennar var í fyrstu hás og óstyrk. „Þarna sérðu, vinur minn. Ilann er dáinn. Hann státaði af því, að hvorki stál né eitur gæti grandað sér. Samt gat þessi máttvana hönd ráðið hann af dögum.“ „Þú?“ Það var eins og Bazan- court hefði verið rekinn kinn- hestur. „Þú réðst hann af dög- um! Þú!“ Hann yarð enn meir undrandi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.