Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1958, Blaðsíða 36

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1958, Blaðsíða 36
14 TlMARIT VFl 1968 árs og bað um upplýsingar þetta varðandi. Barst mér svar verksmiðjunnar um hæl og var það mjög- jákvætt, því að i C-Tox eru 5% af Pentachlorphenol. Auk þess eru: 1 ) í hinu venjulega C-Tox, fixerings- og synergisk efni, polychlor-parafin, lauryl-pentachlorphenol, te- trachlor-phenol og cumaron. 2) í annari tegund C-Tox, sem nefnist C-Tox Marine, „difenyl" efni, sem gera að verkum, að C-Tox Marine nær djúpt inn i timbrið, þegar raki dregst inn i það. Dýptaráhrifin eru þannig enn meiri í C-Tox Marine heldur en í venjulegu C-Tox. Um þetta segir verk- smiðjan: ,,For de under 1 og 2 nævnte stoffer ligger den inhiberende virkning pá ca. 0.002—0.005 9Í • — For de under 1) nævnte stoffer gælder, at de er op- löselige i vand i koncentrationerne 0.0005—0.001, medens de under 2» nævnte extra tilsatte stoffer er oplöselige i vand i concentrationen 0.75." Knnfremur: „Denne for et olieoplöseligt medium ekceptio- nelle vandoplöselighed betinger, at indtrængende fugt vil virke sterilserende og dræbende pá. svampe- sporerne i stedet for som förhen at virke fremm- ende." C-Tox efnið, sérstaklega C-Tox Marine, berst þannig með i-akanum inn í Umbrið og kemur í veg fyrir tímgun fúasveppanna, sem ella myndu þrífast, þegar þeir ná í vatn. Sá styrkleiki, sem þarf til að koma í veg fyrir vöxt sveppanna, er 0.002—0.008%, þ. e. a. s. við þennan styrkleika af C-Tox þrifast ekki sveppirnir enda þótt næringarefni séu fyrir hendi í venjulegum styrkleika. Við 12 °C er uppleysanleiki efnisins 0.075% eða um það bil 10-faldur á við það, sem nauðsynlegt er til stöðv- unar fúans. Þareð sveppirnir eða fúúin þarf á raka að halda, sem berst inn í gegnum timbrið, til þess að geta vaxið, þá eru áhrifin af þessari djúptæku fúavarnaraðferð meiri en af venjulegum fúavarnarefnum, sem aðeins ná til yzta borðs timbursins. Ég hef loks í höndum upplýsingar frá vátryggingar- félagi danskra fiskiskipa frá 29. marz 1957, ásamt bréfi frá skipabyggingastöð Sören Larsen & Sönners í Ny- köbing Mors, um það, hvernig C-Tox er notað við ný- byggingu með góðum árangri, og getum við gefið ís- lenzkum skipasmiðum upplýsingar um það. Á 45 tonna bát vont notuð 300 kg af C-Tox til fúa- varna. Myndi þetta magn kosta hér um 7.000 krónui. Ég ritaði að endingu danska hermálaráðuneytinu bréf þann 20. marz s. 1., og barst svar ráðuneytisins um reynsluna af C-Tox dags. 27. maí s. 1. I bréfinu segir m. a.: „Skibs- og Maskininspektionen er i midlertid vidende om, at C-Tox med udmærket resultat er anvendt til konservering af egetömmer i træskibe, samt at Teknologisk Institut her i Köbenhavn, har undersögt dette konserveringsmiddel." — í þýð- ingu: „Skipa- og vélaeftirlitinu er hinsvegar kunnugt um, að C-Tox hefur verið notað með ágætum árangri til að halda við eik í tréskipum og að Teknologisk Institut hér í Kaupmannahöfn hefur rannsakað þetta fúa.varnarmeðal." — Ennfremur er vottað, að efnið hafi góð áhrif á hamp. Það ætti af framangreindum upplýsingum að vera ljóst, að C-Tox Marine efnið hefur reynst mjög vel til að koma í veg fyrir og halda í skefjum ýmsum sveppategundum, sem valda fúa. Þurrafúi sá, sem einna mestum skemmdum hefur valdið á íslenzkum skipum og sem orsakað hefur tjón er nema milljónum króna, er í rauriinni samheiti ýmissa sveppategunda, sem á dönsku nefnast Fyrsvamp, og hefur C-Tox reynst fært um að halda þeim í skefjum. Hvort C-Tox veitir algjöra tryggingu gegn þurra- fúa eða ekki, veltur á því, að það sé vel og rétt borið á og nái til fúans. — Þar sem það nær nægilega djúpt inn í timbrið, er árangurinn mjög góður. Mér virðist því einsætt, að hér sé um athyglisvert fúavarnarefni að ræða, sem nota ætti hiklaust á allt timbur, scm hætt er við fúa. Það er auðvelt að mála yfir C-Tox, sem gerir máln- inguna endingarbetri og áferðarfallegri. Hægt er að fá brúnt, grænt og gult C-Tox, sem ekki þarf að mála yfir. Má t. d. nota það á utanhúss tréverk, svo sem karma, bjálkahús, þök, staura o. fl. C-Tox kostar í smásölu um kr. 25.00 kg, eða um 2.00 á fermetra. af hefluðum viði. En ca. kr. 6.00 á hvern fermetra af óhefluðum viði. — Per 1 lítri á 10—12 fer- metra af hefluðum en 3—4 fermetra af óhefluðum viði. C-Tox fæst í verzlun Slippfélagsins í Reykjavík og i heildsölu frá okkur. Gfsli Halldórsson, verkfræðingur. Plastþynnur í bvggingariðnaðinum. I þremur timaritum. sinum frá hverju landinu, hefur nú nýverið verið minnst á notkun „plastþynna" í bygg- ingariðnaði. Er bent á margskonar not, sem hægt er að hafa af þeim. Til dæmis, svo nokkuð sé nefnt, til þess að verja kjallaralaus hús jarðraka. Eru þynnurnar þá lagðar á jörðina inni í grunninum og skaraðar hæfi- lega. Annað sem talið er, er rakavörn innan á veggi. Þar er þetta tilvalið efni, vegna þess hve gufuþétt það er. Þá er nefnd fúavörn á timbri. Ennfremur yfirbreiðsl- ur í ýmsum tilgangi, lokun glugga og múropa í húsum í smiðum o. fl. Helztu einkenni efnisins eru þessi: Dráttarþol þess er gefið upp 125 at við 20" C. Brotlenging 300—600% við sama hita. „Dampdiffusions" ta.Ia þess er 0,000016. Það þolir 85' hita og —60° C Rulda. Það er búið til i þykktum 0,075, 0,1, 0,15 og 0,2 mm (í Danmörku). Verð er þar talið frá 0,90 til 3,00 d. kr/m^. S. T. Leiðrétting. Sú villa slæddist inn i frásögn af æviferli Baldurs Jó- hannessonar, mælingaverkfræðings, i 6. hefti 1957, að hann er þar talinn hafa lokið fyrri hluta prófi í verk- fræði víð Háskóla Islands 1955. Það er ekki rétt. Hann lauk fyrri hluta prófi við T. H. Miinchen 1955, en hefur ekki stundað nám við H. I. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. H. G.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.