Hugur - 01.06.2011, Side 62

Hugur - 01.06.2011, Side 62
6o Svavar Hrafn Svavarsson ins með greinargerð fyrir náttúru hans, magnaðra fyrirbæri, sem skýrði orsakir þess að svo er sem er. Tengsl þessarar náttúru og mannlegrar breytni varð ekki afmarkað viðfangsefni heimspekinga fyrr en téður Sókrates kom til sögunnar. Hann var forvitnari um stöðu mannsins í heiminum, frekar en heiminn sjálfan. Það voru ýmsir viðmæl- endur hans líka, einkum sófistarnir. Þessi hópur menntamanna bjó að hugmynd- um heimspeldnga um náttúru heimsins þegar þeir fengust við spurningar um stöðu mannsins í þessum heimi. Leit forveranna að náttúrunni var bakgrunnur að samræðu sófistanna og Sókratesar um breytni mannsins og siðferði. Hún gerði þeim kleift að beita greinarmuni náttúru og mannasetningar (vópoq), því hvernig hlutur er eðli sínu samkvæmt (náttúrulega) og því hvernig hann er samkvæmt ákvörðun mannanna, á breytni mannsins.13 Greinarmunurinn sjálfur einskorð- aðist ekki við þessa siðfræði; hann er frægur í útskýringu Demokrítosar á atóm- isma sínum.14 Ymsir sófistar vísuðu til náttúrunnar þegar þeir ræddu hvernig maðurinn œtti að haga sér. Náttúran mælti fyrir hvernig manneskjan skyldi breyta. Það er umdeil- anlegt hvernig þeir hafi útskýrt boðkraft náttúrunnar. Ljóslega er skilningurinn á náttúrunni ósnertur af ofangreindri tvíhyggju nútímans. En hvað sem henni h'ður ljær náttúran sumu gildi, gerir sumt gott og annað vont, þannig að manneskjan hefur raunverulega ástæðu til að breyta eftir boðum náttúrunnar. Hver fyrirmælin voru valt á sófistanum. Kallíkles vísar til náttúruréttar (nátt- úrulegs réttlætis) þegar hann færir rök fyrir því að hinir sterku eigi að ráða yfir hinum veiku. Þrasýmakkos byggir á sama grunni þegar hann gerir því skóna að hefðbundið réttlæti sé í andstöðu við náttúruna.15 Antifon hefúr áþekka sögu að segja. Og andsófistinn Sókrates vísar líka til náttúrunnar þegar hann gerir grein fyrir öndverðri skoðun. Mannasetning ein og sér getur ekki réttlætt breytni mannsins. Náttúran hlýtur að ákveða hvernig skuh breyta. Sem fyrr segir eru tvær leiðir til að skilja þessa vísun til náttúrunnar. Ein er að hta á hana sem tilraun til ,að finna grundvöU siðferðis utan siðferðis, í náttúru- legum staðreyndum (gæðum) sem sjálfar hafa ekkert siðferðilegt gildi, eru í raun tiltölulega einfaldar og ómálga. Hin er að skilja náttúrulegar staðreyndir ekki sem einfaldar og ómálga, heldur þannig að þær sjálfar mæli til okkar (á einhvern hátt sem hver heimspekingur þarf að skýra) um góða og vonda breytni, hvað beri að gera og hvað að forðast. Hlutlaus náttúra grundvahar þá ekki siðferðisgildi; nátt- úran hefur sjálf siðferðisgildi. Það er umdeilt hvora leiðina skuli fara til að skilja stóumenn bestum skilningi.16 13 Um greinarmuninn í þessu samhengi ásamt frumtextum, sjá McKirahan 1994. 14 Sjá t.d. brot DK68B9. 15 Hugmyndir Kallíklesar og Þrasýmakkosar eru sköpunarverk Platons í Gorgiasi og Rtkinu. 16 Cooper ^996 hefur andmælt Annas.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.