Hugur - 01.06.2011, Side 62
6o
Svavar Hrafn Svavarsson
ins með greinargerð fyrir náttúru hans, magnaðra fyrirbæri, sem skýrði orsakir
þess að svo er sem er.
Tengsl þessarar náttúru og mannlegrar breytni varð ekki afmarkað viðfangsefni
heimspekinga fyrr en téður Sókrates kom til sögunnar. Hann var forvitnari um
stöðu mannsins í heiminum, frekar en heiminn sjálfan. Það voru ýmsir viðmæl-
endur hans líka, einkum sófistarnir. Þessi hópur menntamanna bjó að hugmynd-
um heimspeldnga um náttúru heimsins þegar þeir fengust við spurningar um
stöðu mannsins í þessum heimi. Leit forveranna að náttúrunni var bakgrunnur
að samræðu sófistanna og Sókratesar um breytni mannsins og siðferði. Hún gerði
þeim kleift að beita greinarmuni náttúru og mannasetningar (vópoq), því hvernig
hlutur er eðli sínu samkvæmt (náttúrulega) og því hvernig hann er samkvæmt
ákvörðun mannanna, á breytni mannsins.13 Greinarmunurinn sjálfur einskorð-
aðist ekki við þessa siðfræði; hann er frægur í útskýringu Demokrítosar á atóm-
isma sínum.14
Ymsir sófistar vísuðu til náttúrunnar þegar þeir ræddu hvernig maðurinn œtti að
haga sér. Náttúran mælti fyrir hvernig manneskjan skyldi breyta. Það er umdeil-
anlegt hvernig þeir hafi útskýrt boðkraft náttúrunnar. Ljóslega er skilningurinn á
náttúrunni ósnertur af ofangreindri tvíhyggju nútímans. En hvað sem henni h'ður
ljær náttúran sumu gildi, gerir sumt gott og annað vont, þannig að manneskjan
hefur raunverulega ástæðu til að breyta eftir boðum náttúrunnar.
Hver fyrirmælin voru valt á sófistanum. Kallíkles vísar til náttúruréttar (nátt-
úrulegs réttlætis) þegar hann færir rök fyrir því að hinir sterku eigi að ráða yfir
hinum veiku. Þrasýmakkos byggir á sama grunni þegar hann gerir því skóna að
hefðbundið réttlæti sé í andstöðu við náttúruna.15 Antifon hefúr áþekka sögu
að segja. Og andsófistinn Sókrates vísar líka til náttúrunnar þegar hann gerir
grein fyrir öndverðri skoðun. Mannasetning ein og sér getur ekki réttlætt breytni
mannsins. Náttúran hlýtur að ákveða hvernig skuh breyta.
Sem fyrr segir eru tvær leiðir til að skilja þessa vísun til náttúrunnar. Ein er að
hta á hana sem tilraun til ,að finna grundvöU siðferðis utan siðferðis, í náttúru-
legum staðreyndum (gæðum) sem sjálfar hafa ekkert siðferðilegt gildi, eru í raun
tiltölulega einfaldar og ómálga. Hin er að skilja náttúrulegar staðreyndir ekki sem
einfaldar og ómálga, heldur þannig að þær sjálfar mæli til okkar (á einhvern hátt
sem hver heimspekingur þarf að skýra) um góða og vonda breytni, hvað beri að
gera og hvað að forðast. Hlutlaus náttúra grundvahar þá ekki siðferðisgildi; nátt-
úran hefur sjálf siðferðisgildi. Það er umdeilt hvora leiðina skuli fara til að skilja
stóumenn bestum skilningi.16
13 Um greinarmuninn í þessu samhengi ásamt frumtextum, sjá McKirahan 1994.
14 Sjá t.d. brot DK68B9.
15 Hugmyndir Kallíklesar og Þrasýmakkosar eru sköpunarverk Platons í Gorgiasi og Rtkinu.
16 Cooper ^996 hefur andmælt Annas.