Hugur - 01.06.2011, Qupperneq 81
Leiðin að œðstu náttúru
79
III. „Astarstiginn “ er stigskiptproskamódel
Þá er komið að því að útskýra hvernig líta má á „ástarstigann“ sem stigsldpt
þroskamódel og gefa um leið fyllri mynd af honum. I því skyni mun ég greina
skilyrðin fimm, sem rakin voru hér áðan, í texta Platons.
1. skilyrði: Allir unna fógrum hlutum, prágóða hluti og vilja vera hamingjusamir.
Snemma í ræðu Díótímu skilgreinir hún ást á þann veg að hún beini hinum
ástfangna að því sem hann skortir. Astin er því stöðug eftirsókn eftir einhverju
öðru og betra (202d). Nákvæmlega hvernig á að tala um viðfang ástarinnar veldur
þó vandræðum. Fyrst tala Díótíma og Sókrates um að hinn ástfangni þrái fagra
hluti, þá góða hluti og loks sættast þau á að endanlegt viðfang ástarinnar sé ham-
ingjan (204^-205^).
Af þessum vangaveltum virðist ljóst að Díótíma skilur viðfang ástarinnar mjög
víðum skilningi enda er erfitt að binda nákvæmlega niður hvað felst í fögrum
hlutum, góðum hlutum og því að vera hamingjusamur. I framhaldinu tekur hún
svo af allan vafa um að hún skilur ástina miklu víðari skilningi en ræðumennirnir
á undan og almennt er gert. Forngríska orðið, sem þýtt er með orðinu „ást“, er
£pco<; og var það almennt fyrst og fremst notað um kynferðislega ást.9
Niðurstaða Díótímu er hins vegar þessi: „Flöfuðatriðið er að öll löngun eftir
hinu góða og því að lifa farsællega er ,hinn voldugi og vélráði Eros í hverjum
okkar‘.“ (205^) Þannig er ástin skilin sem almenn hvöt til að keppa eftir einhverju
í lífinu.
Þetta er mikilvægt fyrir stigskipt þroskamódel af tveimur ástæðum. I fyrra lagi
er það í samræmi við fyrsta skilyrðið að ástin sé almenn hvöt sem stefnir að ein-
hverju betra. í síðara lagi er mikilvægt fyrir slíkt þroskamódel að grunnhvötin sé
ekki bundin einu ákveðnu viðfangi heldur geti endurnýjað sig á hverju þroskastigi
°g fengið þannig nýtt aðalviðfang eftir því sem þroskinn vex.
2. skilyrði: Fjögurþroskastig.
Af ofansagðri samantekt er Ijóst að það eru fleiri en eitt stig í „ástarstiganum“. Það
er þó umdeilt meðal fræðimanna hver fyöldi þeirra er og hvernig á að skilgreina
þau. Eins og við sáum skiptir hér máli að almenna lýsingin og samantektin ríma
ekki fyllilega saman. Þannig er algengast að greina á bilinu fjögur til sjö stig. I
minnsta lagi er eitt stig fyrir líkama, eitt fyrir sálir og lífshætti, eitt fyrir vísindi
og eitt fyrir hið fagra sjálft. í mesta lagi eru þrjú stig fyrir líkama, eitt fyrir sálir,
eitt fyrir Hfshætti, eitt fyrir vísindi og eitt fyrir hið fagra sjálft. Vandinn er því
tvíþættur. í fyrra lagi snýst hann um fjölda líkamsstiganna, hvort þau eru eitt, tvö
eða þrjú. í síðara lagi er umdeilt hvort sáfin og lífshættirnir tilheyra einu stigi eða
tveimur. Hér mun ég rökstyðja að eðlilegast sé að tala um fjögur þroskastig.
Til að byrja með er mikilvægt að setja niður hvað átt er við með hugtakinu
„stig“ í þessu tilfelli. Platon lýsir „ástarstiganum" þannig að greina má að hann
er stigskiptur en hann skilgreinir ekki stigin sem slík. Lýsing Platons sýnir hins
vegar að tilfærsla einstaklings á hærra stig felst í breytingu á viðfangi einstaklings-
9 Sbr. Santas 1979: 67 og Sier 1997: X.