Hugur - 01.06.2011, Side 87

Hugur - 01.06.2011, Side 87
Leiðin að æðstu náttúru 85 Oðruvísi orðað má segja að hvert aukið þroskastig opni nýtt svið upp á gátt og einnig nýja vídd hugsunar. 5- skilyrði: Að vera gagntekinn afhinu fagra en öðlastpófjarlægð. Loks er að yfirfæra skilyrðið um að einstaklingurinn bæði hefji sig yfir og varð- veiti fyrri þroskastig á texta Platons. Ekki virðist vafi á því að maður hefur sig yfir fyrri þroskastig enda hefur verið sýnt að maður bæði færist til einhvers sem er meira virði og öðlast sjónarhorn sem er yfirgripsmeira en það sem var áður. Meiri vafi leikur á því hvort allt varðveitist á milli stiga. Sumt virðist varðveitast eins og ýmis lærdómur sem maður hefur öðlast. Umdeildara er hvort hið sama rnegi segja um ástina. Astæða efasemdanna er að á fyrsta stiginu hefur maður ást á. h'kömum en á öðru stiginu metur maður líkama lítils og hefur miklar mætur á sálum og lífsháttum, á þriðja stiginu metur maður svo vísindi mest og þá virðist maður eingöngu meta hið fagra sjálft á lokastiginu. Þetta er allskýrt í texta Plat- ons. Þrátt fyrir þetta tel ég að Platon vilji halda því fram að ást á viðfangsefnum lægri stiganna, eða gildi þessara viðfangsefna, varðveitist í vissum skilningi þegar einstaklingurinn kemur á hærri stig.17 Rök mín byggjast á því að varðveislan gleymist vegna þess að menn taki ein- ungis þrengra sjónarhornið af tveimur sem segja má að Platon veiti okkur á hverju stigi. Ef við horfum á lokastigið er þrengra sjónarhornið þetta: Manneskja, sem stendur við enda ferðalagsins með hið fagra sjálft fyrir framan sig, sér í upphafn- ingu sinni að ekkert annað skipti máfi en þetta algleymi sem hún upplifir á þessu augnabliki (sbr. 2iid). Segja má að þetta sé fyrirbærafræðileg lýsing á upplifuninni sjálfri. Síðara sjónarhornið er hins vegar svona: Manneskjan hefur nú öðlast ijar- lægð á stöðu sína frammi fyrir hinu fagra sjálfu og leiðina að henni. Frá þessu sjónarhorni getur hún ekki annað en borið virðingu fyrir því þroskaferli sem kom henni á leiðarenda og skilið að án allra hinna fyrri þroskastiga hefði hún ekki fengið að upplifa það sem hún nú upplifir. Til vitnis um þetta er einmitt lýsing Platons á því ferli sem „ástarstiginn" er en þar varðveitist ástin á viðfangsefnum uhra stiganna. Það að beina einungis athyglinni að endamarkinu og upplifuninni þar, eins og stundum er gert, ber því vott um að skilning skorti á mikilvægi og nauðsyn þroskaferlisins sem gerir endamarkið raunverulegt. Ef við skoðum þetta loks í ljósi hinna ijögurra sviða sem nefnd voru áður er Ijóst að í það minnsta á meðan líkaminn lifir verður ekki gert út um neitt þeirra. Manneskja sem hefur þroskast alla leið upp „ástarstiga1 Platons hefur því aðgang að öllum sviðum mannsins og líka hinu guðlega. Ást hennar á líkömum er örugg- hga ekki sú sama og ást byrjandans í ástarmálum sem hefur ekkert nema líkams- ástina. En þótt ást hins þroskaða á óæðri sviðum veruleikans hafi tekið breyting- um er engin sérstök ástæða til að ætla að hann geti ekki varðveitt hana og notið hennar með dygðina að leiðarljósi (sbr. 2i2a). l7 Kristian Urstad (2010) ver einnig þetta viðhorf en þó með nokkuð öðrum hætti en hér er gert.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.